Saga - 1999, Side 247
RITFREGNIR
245
*tlað að vera það. „Vegna vinsælda íslandsklukkunnar hlýtur úttekt á Árna
Magnússyni að nokkrum hluta að vera uppgjör við Arnas Arnæus",
skrifar Már (bls. 10, hér eftir vísa tölur í svigum til blaðsíðutals í bók
Más Jónssonar). Ekki verður þó séð að það hafi verið tilgangur Más með
ntun þessarar bókar, heldur sá einn að kanna allar tiltækar heimildir til að
fá sem gleggsta og sannasta mynd af manninum Árna Magnússyni og
störfum hans, en láta Arnas Arnæus að mestu afskiptalausan, enda er
hann ódrepandi og mun áfram lifa sínu lífi í heimi skáldsögunnar. Ann-
að mál er hvort Árni Magnússon stígur sprelllifandi upp af síðum þessar-
ar bókar.
I umfjöllun um þessa ævisögu Áma Magnússonar er þar fyrst til að
teka, að höfundur hennar, Már Jónsson, hefur með aðdáanlegri og óþreyt-
ar>di elju leitað uppi og athugað, að manni virðist, allar finnanlegar heim-
ildir um Áma Magnússon, uppmna hans, æviferil, störf og áhugamál.
Aðalheimild um æskuár, nám og skólagöngu Árna er lítil samantekt um
hans eftir Jón sýslumann Magnússon, bróður hans, skrifuð sumarið
eftir lát Árna, 1730 (bls. 13), og í þá heimild hefur Jón Ólafsson úr Grunna-
vík sótt fróðleik um æskuár Árna í tveimur æviágripum hans, öðru á
dönsku 1738, en hinu á íslensku, sem Jón lauk við 7. janúar 1759, en bætti
i báðum miklu við um manninn sjálfan og ævistarf hans (bls. 14). Aðrar
beimildir em léttvægari.
Arni var fæddur á Kvennabrekku í Dölum 13. nóvember 1663 (23. nóv-
^niber eftir nýja stíl), sonur hjónanna Guðrúnar Ketilsdóttur, prests í
f'tvarnmi í Dölum, Jömndarsonar, og Magnúsar Jónssonar prests og lög-
^gnara, og ólst upp í Hvammi, fyrst hjá ömmu sinni og afa, en eftir lát
etils (1670) hjá séra Páli Ketilssyni móðurbróður sínum. Hjá Katli byrj-
aði Árni að læra latínu þegar hann var sex ára, og hefur þá að sjálfsögðu
verið orðinn læs á íslensku, og grísku byrjaði hann að læra tíu vetra hjá
sera Páli Ketilssyni sem kenndi honum undir skóla. Seytján ára gamall fór
ar>n í Skálholtsskóla og lauk þaðan námi tvítugur, vorið 1683. Það sum-
s>gldi hann með föður sínum til Kaupmannahafnar og innritaðist í
1685 ^á^kól3 Um °S lai'b prófi í guðfræði eftir tveggja ára nám,
þetta rekur Már í upphafi bókar og víkur að því á bls. 24-25, að
j. US> Arna á handritum og fomum fræðum hafi vafalaust kviknað á ung-
gsarum heima í Hvammi. Síðar á ævinni nefndi Árni stöku handrit sem
ann hafi séð í sínu ungdæmi í Hvammi (bls. 24). Einnig nefnir Már að
ndrit sem Ketill Jörundarson hafði skrifað vom í Hvammi þegar Árni
Var þar og eitthvað af handritum muni hann hafa séð í Skálholti, en þetta
8eti að nokkru skýrt áhugamál hans síðar á ævinni:
Umhverfi Árna á uppvaxtarárum auðveldar skilning á ótrúlegri elju
bans síðar við að temja sér þau fræðilegu vinnubrögð sem best vom
i samtíðinni. Hjá móðurfólki hans var hefð fyrir vandaðri fræði-