Saga - 1999, Side 249
RITFREGNIR
247
öll hræsni, flensyrði, bakmælgi og drambsemi, og dró ekki af að segja
satt, eður sem honum bjó í geði, við hvern sem skipta átti, ef á hann
var leitað (hvað allfæstir gerðu), en hjásneiðinn við aðra menn að
fyrra bragði (Skólameistarar í Skálholti eptir séra Jón prófast Halldórs-
son í Hítardal og Skólameistarar á Hólum eptir séra Vigfús prófast
Jónsson í Hítardal [...]. Reykjavík 1916-1918, bls. 152-53).
Ef maður vissi ekki betur mætti halda að þetta væri lýsing á Árna
Magnússyni, og líklega ekki fjarri að hér eigi við máltækið: „Fjórðungi
Eregður til fósturs".
Tildrög þess að Thomas Bartholin, prófessor og konunglegur fornfræð-
mgur, fékk Árna í vinnu til sín á síðasta ári hans í háskólanum rekur Már
a Els. 27-29 og fjallar rækilega um Batholin, störf hans og vinnubrögð
°g þau áhrif sem aðferðir hans og viðhorf til vísindalegra vinnubragða
höfðu á Árna meðan þeir unnu saman. Kafla um þetta efni nefnir Már
»Frumraunir", víkur einnig að því í næstu köflum (bls. 31-71) og hefur
dregið efni víða að, en aðalheimild hans um samstarf þeirra Árna og
Bartholins eru bækur þær stórar og þykkar sem nú eru varðveittar í Kon-
Ungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn undir safnheiti: Don. var. 1, Bartholiniana
I-XXVII. Már hefur kannað mun betur en áður hefur verið gert þau bindi
þessa safns sem að hluta eða að mestu í heild eru með hendi Árna, rakið
hvernig hönd hans og stafsetning breytist frá því sem hann skrifaði fyrst
°g til hins síðasta og sýnt fram á hvernig vinnubrögð hans og viðhorf til
heimildanna hafa tekið breytingum og þroskast á þeim árum sem hann
vann með Bartholin. Breytingar á skrift Árna og stafsetningu í bindum
hartholins og síðar í öðrum tímasettum skrifum hans hefur Már svo not-
að sem lykil til að átta sig á hvenær ýmislegt annað með hendi Árna hafi
verið skrifað.
I fimmta kafla bókar fjallar Már um fyrstu alvarlegu útvegur Árna við
að afla sér eftirrita af þeim skinnbókum sem hann náði til. Meðal annars
nefnir Már þrjár sögur sem Árni hafði eignast með hendi Ketils Jörundar-
s°nar og hann færði í lagfæringar eftir Vatnshymu. „Að því loknu," segir
hlár, „lét hann Ásgeir skrifa sögurnar eftir eintökum séra Ketils, en ekki
eftir Vatnshyrnu." (bls. 61) Ég hef ekki gefið mér tíma til að fara nákvæm-
ega í saumana á þessari fullyrðingu Más, en rakst þó fljótlega á, að
Ja honum vantar skýringu á því hvers vegna Ásgeir Jónsson hefur elt
stafsetningu sem ætla má að hafi verið einkennandi fyrir Vatnshyrnu (sjá
grein Stefáns Karlssonar, „Um Vatnshyrnu", Opuscula IV. Bibl. Arn. XXX.
aupmannahöfn 1970, bls. 279-303), ef hann hefur ekki skrifað eftir
sjálfri skinnbókinni (sjá nefnda grein Stefáns Karlssonar, bls. 294.28 og
yö). Höfuðstafurinn G með depli yfir (,G") hefur verið algengt rittákn í
atnshyrnu fyrir gg, og þennan staf notar Ásgeir líka. Einnig notar hann
afbrigði af ómega-bandinu fyrir ur, og margt fleira bindur hann á sama
att og hefur verið gert í skinnbókinni. Ef Árni hefði látið Ásgeir skrifa