Saga - 1999, Qupperneq 250
248
RITFREGNIR
Flóamanna sögu eftir handriti Ketils hefði hann varla sett honum fyrir að
læra fyrst stafsetningu Vatnshyrnu. Hinsvegar má vel vera að Asgeir hafi
haft handrit Ketils til stuðnings við lestur skinnbókarinnar.
Önnur vafasöm fullyrðing hjá Má kemur fyrir í kafla um samskipti
Árna og Þormóðar Torfasonar, sem eru tíunduð í sjötta kafla bókar og yf-
irleitt vel gert, meðal annars rakin mörg og löng bréfaskipti þeirra um
tímatal. Már telur að Þormóður hafi verið færari en Árni „í útreikningum
sínum og röksemdafærslu" og kemst undarlega að orði í því sambandi:
„Hann allt að því rústaði tímatali Árna eftir Ara fróða með viðmiðun í
Hrafni Hængssyni [...]" (bls. 91) Ég hef grun um að Árni hafi ekki lagt
eins mikla vinnu í þessa útreikninga og Þormóður vegna þess að hann
hafi vitað að engum heimildum um tímatal í ævi Noregskonunga fyrir
árið eitt þúsund var að fullu treystandi og að vonlaust væri að komast að
öruggri niðurstöðu, t.d. um stjómarár Haralds hárfagra.
Ami var sendur til Þýskalands vorið 1694, væntanlega fyrir tilstilli
Matthias Moths og annarra áhrifamanna við Hafnarháskóla, að taka við
bókasafni í Stettin, sem háskólanum bauðst að gjöf. Samningar tókust
ekki, en hvers vegna fáum við ekki að vita, enda líklega ekki vitað, þar
sem Már nefnir það ekki. En í Þýskalandi dvaldist Árni þar til litlu fyrir
jól 1696, heimsótti háskóla og bókasöfn í ýmsum borgum, en stóð lengst
við í Leipzig (tvö ár). Allt þetta, svo og ákafa Áma við söfnun handrita um
þetta leyti, rekur Már í 7.-8. kafla bókar sinnar. Þar af er 8. kaflinn um
Þýskalandsdvölina einkum athyglisverður. Már hefur unnið það afrek að
athuga minnisseðla Áma frá Þýskalandsdvölinni, rúm tvö þúsund blöð í
AM 909 A-E 4to og „ófá blöð og sneplar frá þessum ámm í öðmm böggl"
um" (bls. 123), og hann hefur í þessum kafla dregið upp skýra mynd af
óþrjótandi elju Áma við leit að heimildum og skráningu þess hvar hvað-
eina væri að finna. Ef einhverjum hefur dottið í hug, vegna þess hve lítið
birtist eftir Árna á prenti, að hann hafi verið iðjuleysingi og letingi, þá f*r
hann heldur en ekki aðra mynd af manninum við lestur þessa kafla í bók
Más.
Þannig er ævi Árna Magnússonar rakin áfram í þessari bók eftir öllum
tiltækum heimildum: Fjárhagsvandræði hans og stríð hans við að fá laun
sín greidd á árunum 1697-1700, sem ekki rættist úr fyrr en árið 1700 og
þó ekki að fullu, því að fyrir árin 1697 og 1698 fékk hann engin laun
(bls. 144). - Umsvif hans fram til 1702, söfnun skjala, handrita og bóka,
ýmist að láni eða til eignar og mest frá íslandi, fræðastörf sem lítill tím*
gafst til vegna snúninga og verkefna sem hann tók að sér fyrir aðra, þar 3
meðal, sem mestan tíma tók, var að lagfæra og búa til prentunar bækur
Þormóðar Torfasonar. Langmestur tími fór í að endurskoða og ganga fra
bók Þormóðar um sögu Danakonunga, Series dynastarum et regum DaniX,
sem komst loks á prent 1702 eftir mikið stríð. Már hefur ekki lagt í að
kanna allar þær breytingar sem Árni gerði á þessari bók Þormóðar, sem