Saga - 1999, Qupperneq 251
RITFREGNIR
249
ég lái honum ekki, en skaði er það samt, því að þær varpa skýru ljósi á
vinnubrögð Áma og mat hans á heimildum.
Tildrög þess að Árni var skipaður ásamt Páli lögmanni Vídalín í svo
kallaða jarðabókarnefnd hefur Már rakið vandlega í 11. kafla bókar.
Sömuleiðis er prýðileg greinargerð í 12. kafla fyrir öllum þeim erindum
sem þeir áttu að reka á íslandi. í næstu köflum, 13.-16., er síðan fjallað um
íslandsdvöl Árna og störf nefndarinnar: manntalið 1703, samantekt jarða-
bókarinnar, sem tók tíu ár, afskipti af dómsmálum, athugun á kjörum al-
rnennings, einkum leiguliða, og embættisfærslu valdsmanna. I þessum
köflum er dregin upp skýr mynd af stjórnarfari og ástandi þjóðfélagsins á
íslandi í upphafi 18. aldar og vonlausri baráttu Árna Magnússonar að
koma á umbótum. Hann var ekki byltingarmaður og virðist ekki hafa vilj-
að neinar grundvallarbreytingar á stjómarfari og þjóðskipulagi, en hann
barðist fyrir réttlæti innan ríkjandi stjómarfars, að skilyrðislaust væri far-
ið að lögum og að allur almúgi væri ekki mergsoginn af landeigendum og
valdsmönnum. „Vilji konungs og bókstafur laganna voru viðmið Áma ,
segir Már Jónsson (bls. 222).
í 14. kafla fjallar Már um Bræðratungumál. Upphaf þess var rógburður
Magnúsar Sigurðssonar í Bræðratungu um Árna, sem hann sakaði um
óviðeigandi samband við konu sína, Þórdísi Jónsdóttur. Það mál kannast
allir við sem hafa lesið um Snæfríði íslandssól og Arnas Arnæus í íslands-
klukkunni, skáldsögu Halldórs Laxness. Már skrifar um málið eins og
sagnfræðingi sæmir, fer eftir skjölum og staðreyndum og finnur ekkert
s.ern gæti gefið minnstu átyllu til að ætla að ástarsamband hafi verið milli
Áma og Þórdísar. Ég fæ ekki betur séð en að fullyrðing Más í lokaorðum
kaflans (bls. 243): „en konuna snerti hann aldrei", sé fyllilega réttmæt.
Eftir lestur umfjöllunar Más um íslandsdvöl Árna Magnússonar á ámn-
um 1702-12 þætti mér líklegt að einhver spyrði: Hvernig í ósköpunum
stóð á því að samantekt jarðabókarinnar tók svona langan tíma: tíu ár? Ég
get ekki séð að þeir Ámi og Páll hafi verið neitt að flýta sér, þrátt fyrir
uiargítrekaðar fyrirspurnir og eftirrekstur rentukammers. Manntalið gekk
fljótt fyrir sig, enda var það að vísu auðveldara í framkvæmd. En með
góðu skipulagi hefði væntanlega verið hægt að Ijúka jarðabókarverkinu á
skemmri tíma en tíu ámm. Var Árni e.t.v. ekkert að flýta sér? Líklega hef-
Ur hann ekki verið neinn ferðagarpur, enda orðinn óvanur slarki eftir
tsepra tuttugu ára dvöl utanlands. Vom það e.t.v. önnur og tafsamari er-
indi sem hann taldi mikilvægari en jarðabókarverkið, til dæmis endanleg
söfnun gamalla handrita á íslandi? Annars virðist það hafa verið eitt af
einkennum Árna, að sumum verkefnum sem honum voru falin sinnti
hann lítið eða ekki. Samningar um bókasafnið sem hann átti að athuga í
Etettin tókust ekki. Hann kom engu áleiðis með kirkjusögu Bartholins,
enda hefur hann varla haft mikinn áhuga á því, sem ekki var von. „Eftir
því sem næst verður komist kenndi hann lítið sem ekkert við háskólann ,