Saga - 1999, Side 252
250
RITFREGNIR
segir Már (bls. 312). Hann lauk aldrei við útgáfu á íslendingabók Ara
fróða né heldur neitt annað frumsamið verk sem tekur að nefna. Söfnun
heimilda og fróðleiks virðist hafa átt hug hans allan og því áhugamáli
sinnti hann framar öllu öðru. Annað varð að víkja.
Már ver ekki löngu máli í hjónaband Áma og Mette Jensdatter Fischer
(bls. 260-66), og eins og annars staðar í þessari bók tekur hann meira mark
á skjölum og frumgögnum en sögusögnum, vitnar þó í ummæli Jóns
Grunnvíkings, að Árni hafi borið „en hemmelig huuskors" sem var „hans
gamle kone" (bls. 262). Már hefur fundið í kirkjubók Frúarkirkju í Kaup-
mannahöfn að Mette hafi verið nítján árum eldri en Árni, 64 ára þegar
þau giftust, en hann 45 ára. Hann tekur fram að Árni hafi auðgast við
hjónabandið og „að einhverju leyti kvænst til fjár" (bls. 263), en telur þó
að fleira hafi komið til: „Aldursmunurinn útilokar þó engan veginn að
Árni og Mette hafi verið góðir vinir og þótt vænt hvoru um annað."
(bls. 264) í þessum kafla, svo og í kaflanum um Bræðratungumál, kemur
greinilega fram hve Már Jónsson er varfærinn sagnfræðingur. Eg er þó
ekki frá því að hann hafi tekið fullmikið mark á elskulegheitunum í bréf-
um Árna til Mette (bls. 265), en vonandi hefur hún sjálf tekið mark á þeim-
Már fjallar í síðasta hluta bókar um aðstæður Árna eftir að hann kom
aftur frá Islandi, stríð hans við rentukammerið og embættismenn, störf og
heimilishagi, brunann mikla 1728 og ævilok. I kaflanum um brunann
(bls. 329-33) eru atburðir raktir eftir heimildum, en lesendum að mestu
látið eftir að dæma um það skelfilega áfall sem það hefur verið fyrir Árna
að horfa á mikinn hluta ævistarfs síns brenna á skammri stundu til ösku
og vita að það tjón yrði aldrei bætt. Um það hefur Már engar harmatölur,
og sé honum vel fyrir það, en um áhrif þessa áfalls á Árna fá lesendur
góða hugmynd í kafla um ævilok hans (bls. 333-39).
„Enn er ýmsu ósvarað um þennan stórkostlega mann", segir Már á bls.
345, og satt er það, því að ekki svarar þessi bók öllu, þótt mikinn fróðleik
geymi, og óvíst hvort eigi að kalla það löst á bókinni. Lesandi hlýtur að
velta fyrir sér hvað það hafi verið í fari Áma sem varð til þess að hann
komst ungur í mikið álit hjá æðstu valdamönnum. Hann hefur hlotið að
hafa óvenjulega persónutöfra, og líklega hefur hann verið afarskemmti-
legur í viðræðum. En lesendur eru ekkert ofgóðir til að velta þessu fyrir
sér, þótt þeir séu ekki mataðir á því. En gjarnan hefði Már mátt taka meira
upp í þessa bók af orðum Árna sjálfs til að leyfa lesendum að kynnast
manninum sjálfum nánar og skyggnast í hugskot hans. Már birtir fáeinar
klausur, t. d. við upphöf kafla, bls. 31, 55, 95, 139, 245 og 267, og kafli úr
bréfi Árna til Björns Þorleifssonar biskups er prentaður á bls. 246 (þvl
miður með einni villu í næstsíðustu línu sem raskar hrynjandi í setnmg'
unni: „hefði svo" fyrir „svo hefði"). Ég hefði viljað sjá fleira, t. d. kafla m
bréfi Árna til Ólafs Einarssonar sýslumanns 16. nóvember 1709: