Saga - 1999, Side 253
RITFREGNIR
251
Þá þér lesið um Þorgils Böðvarsson skarða og Þórð kakala, góða
menn, þá gáið að, hvert ekki hafa sömu dæmin orðið síðan; fleiri hafa
verið Kolbeinar ungu og Þorvarðar Þórarinssynir en þeir sem svo
hafa heitið. Þeir heiðnu trúðu að sálirnar færi úr einum dauðvona í
annan ungan, og svo koll af kolli. Það er að vísu óvit, en margt hefur
heimskulegra diktað verið. (Arne Magnussons private brcvvcksling.
Kaupmannahöfn 1920, bls. 137.11-17.)
Már skrifar tilgerðarlausan og þægilegan stíl, að því er virðist án áreynslu
°g því miður einnig án metnaðar, sem kemur fram í því að hann slettir af-
bakaðri dönsku, rétt eins og hann væri ótíndur fjölmiðlamaður, heldur
t-d. mikið upp á í millitíðinni (bls. 161.13, 206.22-23, 274.8, 290.2) ogbítur
höfuðið af skömminni með því að nefna með öðrum kostnaði Árna af
heimilishaldi „að láta fægja skorsteininn"(bls. 317-27). Þarna er danska
sógnin feje skrifuð upp á íslensku: „fægja", eiginlega hliðstætt við það
þegar hundeklipper á dönsku verður hundaklyfberi á íslensku, eða frækkc
tos að frekjudós, bara ekki eins skemmtilegt.
Aftanmálsgreinar með athugasemdum og tilvísunum í heimildir eru
rækilegar og geysimargar, prentaðar á bls. 349-90. Tilvísanir í heimildir
hef ég ekki lagt vinnu í að kanna, en það litla sem ég hef litið í hefur allt
reynst rétt. Öðru máli gegnir um handrit sem víða eru nefnd í bókinni,
einkum þar sem er fjallað um söfnun Árna og hvenær hann hafi eignast
tiltekin handrit. Hér er ekki rúm til að tína saman dæmi um ónákvæmni
°g villur, en ef allt er talið eru dæmin milli þrjátíu og fjörutíu, t.d. eru sýn-
ishorn úr handriti (AM 566 b 4to) á bls. 66 og 67 ekki úr Egils sögu, held-
ur Eyrbyggju, og sama villa er í neðstu línu í ramma á bls 68.1 texta und-
lr mynd á bls. 197 er „Breiðasandi" mislestur fyrir Breiðasundi, og sama
villa er í nafnaskrá. Prentvillur eru þó nokkrar, en verða lesnar í málið,
nema helst „hver" á bls. 148.30 fyrir haver (í texta á dönsku). Til galla
verður einnig að teljast, að skrá, með tilvísunum til blaðsíðna, yfir öll
handrit sem eru nefnd í bókinni er engin. í bók sem þessari verður slík
skrá að teljast jafn nauðsynleg og nafnaskrá.
Olafur Halldórsson