Saga - 1999, Side 255
RITFREGNIR
253
félagið um Innréttingarnar var formlega lagt niður 1779. Að lokum er
gerð grein fyrir lokaskeiði starfseminnar, tímabilinu 1779-1803, þegar
reksturinn var í höndum konungs og kaupmanna.
Greinargott yfirlit er gefið yfir hversu fjölbreytt starfsemi Innrétting-
anna var á upphafsárum þeirra. Tilraunir voru gerðar á fjölmörgum svið-
um. I bókinni er fjallað um akuryrkju, matjurtarækt, skipasmíðar, útgerð
þilskipa og smærri báta, brennisteinsvinnslu, saltvinnslu úr sjó, vefnað,
litun, kaðlagerð, veiðarfæragerð, fjárrækt og skinnaverkun. Auk þess
þurfti að byggja yfir starfsemina að miklu leyti og var þó nokkur hluti
f’ygginganna timburhús sem lítið hafði sést til áður á íslandi. Auk fjár-
hagslegrar úttektar á gengi hverrar greinar fyrir sig, hefur höfundur gert
sitt ítrasta til að fá fram upplýsingar um fjölda starfsmanna, nöfn og
launakjör. Margt er hér dregið fram sem ekki hefur verið skrifað um
áður og fengur er að.
Efnislega er nokkur skörun við eldri skrif höfundar, en hér er markviss-
ar a málum tekið, ýmislegt tekið til endurskoðunar og leitast við að grafa
til botns í öllu sem varðar hlutafé, hluthafa og rekstur. Má ætla að hér
se komist eins nærri endanlegri hluthafaskrá og búast má við að gert
verði. Til verulegra bóta hefði þó verið að upplýsingar um hlutafjáreign
hefðu verið settar fram í töflum eða listum til að fá skýrara yfirlit yfir
hreytingarnar sem urðu á tímabilinu.
I heild er sú niðurstaða hvað óvæntust hve mikill hagnaðurinn var í
raun af velflestum atvinnugreinunum sem farið var af stað með. Hluta-
félagið hefur eftir rannsóknum Lýðs Bjömssonar skilað verulegum arði
fyrstu 12 árin, en 1764 var arður greiddur út til hluthafa í tengslum við
yfirtöku Almenna verslunarfélagsins á rekstrinum. Arðgreiðslurnar
námu um 6% á ári, eða alls um 80% af upphaflegu stofnframlagi til
Innréttinganna. Lýður rekur einnig eigendaskipti hlutabréfa og arð-
greiðslur fyrir tímabilið eftir 1764 og til uppgjörs félagsins 1779. Á
þessu hnignunarskeiði þegar mikið af starfseminni hafði verið lagt niður
föpuðu hluthafarnir ekki heldur, þótt ávinningurinn væri ekki eins mikill
°g áður. Lýður bendir á að einu hluthafarnir sem töpuðu á Innrétting-
unum hafi verið þeir sem týndu hlutabréfum sínum!
Almenna verslunarfélagið mun þó eitthvað hafa tapað á rekstrinum.
ftir 1779 vom Innréttingarnar eingöngu á vegum konungs og fólst starf-
Semin aðeins í rekstri ullarvefsmiðju og brennisteinsvinnslu. Reynt var
eftir föngum að draga saman starfsemina og selja hana. Smám saman
u°ru hús og tæki seld, en ekki tókst að fá kaupendur að starfseminni í
eild fyrr en 1799. Lagðist hún síðan af á ámnum 1802-1803. Lítilsháttar
Oarhagsleg tap segir Lýður kunna að hafa verið síðustu tvo áratugina,
en það hafi ekki verið verulegt. Þessi niðurstaða kallar á vangaveltur um
annars konar skýringar en rekstrarlegar á að starfsemi Innréttinganna var
uregin saman.