Saga - 1999, Side 263
RITFREGNIR
261
Guðjón Arngrímsson: ANNAÐ ÍSLAND - GULLÖLD
VESTUR-ÍSLENDING A í MÁLI OG MYNDUM.
Mál og menning. Reykjavík 1998. 373 bls.
Bók Guðjóns Arngrímssonar, sem hér verður stuttlega rædd, er beint
framhald af ritverki hans Nýja ísland - Örlagasaga vesturfaranna í máli og
myndum (1997), þar sem sagt var frá tildrögum vesturferða, siglingum yfir
hafið og landnáminu vestra, en þeirri sögu lét höfundur ljúka um alda-
(Hotin. Þessi tvö bindi eru yfirgripsmeiri en eldri verk um sögu Vestur-
Islendinga og skal þó síst gert lítið úr skrifum þeirra Þorleifs Jóakims-
sonar Jackson, Rögnvalds Péturssonar, Þorsteins Þ. Þorsteinssonar,
Tryggva Olesons og margra fleiri.
Vesturíslenskar byggðir liggja dreift um meginland Norður-Ameríku.
Gullaldartímabil í sögu þeirra telur höfundur hafa náð frá aldamótum
fram að heimsstyrjöldinni fyrri, þá hafi um 25 þúsund manns af íslenskri
®tt átt heima í þessum byggðum, ekki stór hópur nema þá í samanburði
v*ð heimaþjóðina sem þá hafði náð 85 þúsundum. í bók sinni staldrar höf-
Undur aðallega við í Winnipeg. Um þá borg lágu og liggja enn fjölmargir
■slenskir þræðir, enda varð hún snemma höfuðborg Vestur-íslendinga.
Samtengjandi þætti þjóðarbrotsins telur hann hafa verið trúmálin, tung-
una og samskipti við ísland. Þeir fléttast síðan saman eins og bent er á.
I ram að heimsstyrjöldinni síðari og jafnvel lengur fóru guðsþjónustur
víða fram á íslensku og prestar jafnvel fermdu upp á íslensku. Hafa
Jviargir hinna eldri þar vestra þá sögu að segja að fermingarkverið styrkti
Pa ekki eingöngu í trúnni heldur hefði sú bók bætt verulega lestrarkunn-
áttu þeirra í íslensku.
Bók Guðjóns skiptist í sex þætti og ber heiti hvers þáttar með sér að höf-
undur haslar sér víðan völl og skyggnist víða um í vesturíslensku þjóðlífi,
7aUar um trúmál, félagsmál, útgáfustörf, stríðsrekstur, menntamál, íþrótt-
I'amkvæmdir af ýmsum toga og skapar þannig breiðmynd af íslenska
Pjoðarbrotinu vestra; sú mynd minnir á að Vestur-íslendingar urðu að
taka fullan þátt í norðuramerísku þjóðlífi og gátu aldrei veitt sér þann
munað að gráta fósturjörðina daglangt og árlangt eftir að vestur kom.
1 rleitt höfðu þeir ekki tíma til að gefa sig heimþránni á vald, eins og við-
angsefni bókarinnnar bera með sér.
Tfúmálaerjur Vestur-íslendinga hófust við landnám í Nýja íslandi, urðu
Pö8 harðar á stundum, og héldust alllangt fram á þessa öld. Um langa
I>efur nú skiptingin verið milli lútherskra söfnuða annars vegar og
Unitarakirkjunnar hins vegar og samkomulag bærilegt þar í milli; hefur
°8 hreinræktuðum íslendingum fælckað stöðugt báðum megin línu eins
°S vonlegt er.
Höfund ber að lofa fyrir einn viðamesta þátt bókarinnar, Horft heim, en
" 1 eru rakin heillavænleg samskipti Vestur-íslendinga við heimaþjóðina