Saga - 1999, Síða 272
270
RITFREGNIR
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: DOING AND
BECOMING: WOMEN'S MOVEMENTS AND
WOMEN'S PERSONHOOD IN ICELAND 1870-1990.
Félagsvísindastofnun. Reykjavík 1997. 255 bls.
Greining Sigríðar Dúnu á íslenskri kvennabaráttu í 120 ár er bæði viða-
mikil og margslungin. Bókin sem að stofni til er doktorsritgerð sem
Sigríður lauk frá University of Rochester árið 1990 er því mikill fengur,
ekki einungis fyrir áhugafólk um kvennafræði, þar sem ávinningurinn er
býsna augljós, heldur fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslenskri þjóðfélags-
þróun á 19. og 20. öld, enda hefur sá tími bæði mótað og mótast af breyt-
ingum á stöðu, réttindum, og kröfum kvenna. Aður hefur höfundur
kynnt rannsókn sína í tveimur stuttum greinum, „Outside Muted and
Different: Icelandic Women's Movements and the Notions of Culutral
Separateness", sem birtist í The Antliropology of lceland, 1989, og „ Að gera
til að verða: Persónusköpun í íslenskri kvennabaráttu", sem er að finna
í Fléttum 1, 1994. Síðarnefnda greinin er jafnframt það eina sem Sigríður
hefur birt á íslensku um rannsókn sína og þangað leitaði ég eftir þýðing-
um á þeim hugtökum sem hún notar.
I grófum dráttum skiptist bókin í þrjá meginhluta, auk inngangs
og niðurstöðukafla, og er hver þeirra helgaður tilteknu skeiði í íslenskri
kvennabaráttu, þ.e. baráttu aldamótakvenna, Rauðsokka, og loks
Kvennalista og Kvennaframboða. Þrátt fyrir að verkið spanni 120 ára
sögu kvennahreyfinga á íslandi og reki hana í tímaröð, þá tekur höfund-
ur það skýrt fram í upphafi að hún ætli sér ekki að skrifa sagnfræði í hefð-
bundnum skilningi, heldur mannfræði (bls. 17). Innan mannfræðinnar
flokkast verkið fyrst og síðast sem kvennamannfræði (anthropology of
gender), þótt kenningarlega leiti Sigríður fanga víðar, einkum sækir hún í
smiðju félagsgerðarhyggjunnar (socio-structural theory). Verkið hefur þó
sterka sögulega vídd og einn meginstyrkur þess liggur í því að saga
kvennahreyfinga á íslandi er skoðuð sem heildstætt ferli, en ekki sem
þrjár lítt skyldar tilraunir að sama marki. Höfundur sýnir fram á að í öll-
um tilfellum voru íslensku kvennahreyfingarnar viðbrögð við félagsleg-
um og menningarlegum aðstæðum sem sköpuðust vegna þess að
íhaldsamar menningarbundnar hugmyndir samfélagsins um konur og
kynferði (gender) héldu engan veginn í við þær þjóðfélagslegu umbyh-
ingar sem fylgdu í kjölfar iðnbyltingar og myndunar borgarsamfélaga, og
síðar straum kvenna út á vinnumarkaðinn. Samkvæmt niðurstöðum Sig-
ríðar eru íslensku kvennahreyfingarnar þannig miðlægt afl sem snerta við
kjarna samfélagsins, en ekki jaðarhreyfingar eins og gjarnan má lesa út ur
hefðbundinni sagnfræði umfjöllun um tímabilið.
Greining hvers tímabils er lagskipt og í hverju lagi kafar höfundur
dýpra, nær lykilspurningum verksins: Hvert er inntak þeirrar kvenna-