Saga - 1999, Síða 274
272
RITFREGNIR
sína notast Sigríður við nokkuð umdeildar kenningar fræðikonunnar
Kirsten Hastrup, sem gengur út frá tvískiptingu íslensks samfélags í
„inside" og „outside". Inside, eða miðja íslensks samfélags, er sveitin
og bóndabýlið - hið örugga og þar eru konur á heimavelli - á meðan
sjávarþorpið og þar með allt þéttbýli á Islandi fellur þar fyrir utan og
tilheyrir „the outside". Samkvæmt kennisetningum Hastrup þýddi þétt-
býlismyndun og flutningurinn úr sveitinni á mölina það að konum var ýtt
frá miðju samfélagsins og út á jaðarinn, hið óþekkta, þar sem þær voru 1
einhvers konar millibilsástandi eftir að hafa misst félagslega stöðu sína og
þá rödd sem þær höfðu haft innan hefðbundna bændasamfélagsins. Þess-
ar kenningar notar Sigríður á býsna sannfærandi hátt til að skýra hvers
vegna íslensku kvennahreyfingarnar á öllum tímabilunum þremur voru
afsprengi borgar eða þéttbýlissamfélags, og skáka þær skýringar hennar
að einhverju leyti hefðbundnum söguskoðunum um fyrsta tímabilið.
Að lokum ber að nefna persónuhugtakið sem er lykilhugtak í greiningu
Sigríðar. Þar gengur hún út frá skilgreiningu Meyers Fortes þar sem per-
sónan er séð sem smækkuð mynd af samfélaginu eða „the micro-cosmo
of the social order" (bls. 25) og til frekari útlistunar bætir hún við eftirfar-
andi tilvitnun „to be a person means to have a certain standing (not „stat-
us") in a social order, as agent-in-society" (bls. 25). Titill bókarinnar vísar
þannig til þeirrar niðurstöðu sem Sigríður les út úr þeim efnivið sem hún
hefur í höndum, nefnilega að öll skeið kvennabaráttunar hafi snúist um
endursköpun á konum sem félagslegum persónum, og þar með samfélag'
inu í heild sinni. Persónuhugtakið gengur út frá virkri þátttöku einstak-
lingsins í samfélaginu, íslenskar konur urðu þannig að öðlast réttindi til
að gera til þess að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar, félagslegar persón-
ur, og í ferlinu að umskapa konur sem persónur, umsköpuðu kvenfrelsis-
konur íslenskt þjóðfélag, eins og Sigríður Dúna áréttar með lokaorðum sín-
um: „When women do to become, society does and becomes" (bls. 248).
Með hið mikilvæga persónuhugtak í farteskinu er vert að skoða stutt-
lega umfjöllun höfundar um hvert tímabil fyrir sig. Kvennabarátta alda-
mótakvenna, sem raunar nær frá 1870-1926, er eina tímabilið sem áður
hefur verið fjallað um að einhverju marki. Kröfur þessa tímabils snúast
fyrst og síðast um formleg lagaleg réttindi konum til handa, kosningarétt
og kjörgengi, svo og rétt kvenna til menntunar. Það sem þarna var sett a
oddinn var þannig, samkvæmt skilgreiningum Sigríðar Dúnu, réttunnn
til að tala (the right to speak) en það að geta tjáð sig opinberlega um mál'
efni samfélagsins er ein af grunnforsendum félagslegrar þátttöku, þess að
vera fullgild persóna. Annars má kannski segja að í þessum hluta komi
fátt á óvart enda vinnur höfundur hér nær eingöngu með hefðbundnar
sögulegar heimildir, sem og síðari tíma verk sagnfræðinga. Þó má nefna
tvö atriði sem skáka að einhverju marki hefðbundnum söguskoðunum-
fyrsta lagi þá áherslu Sigríðar á að kvennaframboðin voru afsprengi pétt-