Saga - 1999, Page 275
RITFREGNIR
273
býlismyndunar, sem nefnd var hér að framan. Síðari áherslupunkturinn
þar sem Sigríður fellur frá viðteknum viðhorfum snýr að áhrifum
femínískra kennistrauma erlendis frá á mótun og starf íslensku kvenna-
hreyfinganna. Hún stendur fast við þá kenningu sína að íslensku kvenna-
hreyfingarnar séu fyrst og síðast viðbrögð við grundvallarbreytingum á
samfélaginu og hún hafnar því að erlendir straumar hafi haft afgerandi
áhrif í þeim efnum, án þess þó að neita að erlend hugmyndafræði hafi
borist hingað til lands og blásið íslenskum baráttukonum byr í brjóst.
Við greiningu sína á seinni tímabilunum tveimur, tímabili Rauðsokka á
attunda áratugnum og síðan tíma Kvennaframboða og Kvennalista sem
komu fram upp úr 1980 og standa enn, beitir Sigríður hefðbundnari rann-
soknaraðferðum mannfræðinnar. Þá fyrst og síðast þátttökuaðferðinni,
Sem í mannfræði þýðir að fara á vettvang og kynnast innan frá því þjóð-
féiagi eða þeim hópi sem verið er að rannsaka, og sjá og skilja með aug-
Um þátttakenda sjálfra, auk þess auðvitað að afla hvers kyns fáanlegra
Sagna, og taka viðtöl við þátttakendur í liðnum atburðum. Hið síðast-
tefnda er fyrirferðarmesti heimildabálkurinn í umfjöllun um tímabil
Rauðsokka sem spannar yfir um áratug, eða frá 1970-80. Sagnfræðingar
hafa fjallað merkilega lítið um þetta tímabil og mikilvægt framlag Rauð-
s°kka til íslandssögunnar og samantekt Sigríðar á atburðum og hug-
mymdafræði hreyfingarinnar er því fengur í sjálfu sér. Meginkrafa Rauð-
s°kka var rétturinn til að vinna, og standa þannig sem jafningjar karl-
manna, þrátt fyrir kynferði, en ekki vegna þess. Hefðbundin hlutverk
kvenna sem mæðra og húsmæðra voru talin rótin að samfélagslegu mis-
retti- Rétturinn til hvers konar vinnu var forsenda þess að konur næðu
ah hasla sér völl á hinu stjórnarfarslega lagasviði, en án þess voru kon-
Ur ekki fullgildar félagslegar persónur. Sigríður heldur því þannig fram
að kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta lýðveldisins árið 1980 standi
UPP úr sem ákveðinn hápunktur, þrátt fyrir að framboð hennar hefði stað-
1 at8jörlega utan við og óháð öllum kvennahreyfingum. Með því var
insvegar sýnt að konum væri treystandi til að axla hvers kyns samfé-
la8slega ábyrgð.
Lokaskeið íslenskrar kvennabaráttu sem Sigríður Dúna fjallar um er
s'ðan tími Kvennaframboða og Kvennalista sem nær frá 1981 og stendur
er>n. Þar er kynferði aftur sett í öndvegi og þess krafist að hlustað sé
a konur, sem vegna sértækrar reynslu sinnar hafi eithvað mikilvægt að
88]a fram til samfélagsins. Hvað snertir heimildaöflun má segja að hér
a 1 Sigríður stigið skref þátttökuaðferðar mannfræðinnar til fulls, þar
Sem hún var ekki einungis virkur þátttakandi í mótun Kvennalistans á
Slr>um tíma heldur var hún þingkona listans frá 1983-87. Slík naflaskoð-
sem leiðir af samruna fræðimanns og viðfangsefnis hlýtur allaf að vera
arhugaverð, þar sem hætt er við að á einhverju skeiði bregðist fræðimað-
Urmn trúnaðartrausti þess hóps eða málstaðar sem unnið er fyrir. Slík
t8~SAGA