Saga - 1999, Page 279
RITFREGNIR
277
hver einstaklingur hafði frá getnaði til dauðastundar hlutverki að gegna
í veraldarsögunni, eitthvað fram að færa með fordæmi sínu eða víti til
■varnaðar." Raunar hefði verið áhugavert að sjá meiri umfjöllun um það
hvernig systurnar útfærðu hjúkrun sína, sem auk kennslunnar, var þeirra
faglega viðfangsefni hér á landi.
Höfundur bendir á að afstaða íslendinga til þess að stærsta almenna
sjúkrahúsið í landinu, þar sem læknakennsla og vísindastarfsemi fór
fram, væri rekið af kaþólskri systrareglu hafi ávallt verið blendin. Oft
hafi þeim verið þakkað, en að því hafi einnig verið látið liggja að með
frumkvæði sínu hafi þær jafnframt „tafið" fyrir byggingu landspítala á
vegum íslenska ríkisins. Víst er að systurnar sáu um rekstur Landakots og
höfðu þar síðasta orðið í öllum ákvörðunum. Þær lögðu áherslu á gott
samstarf við samstarfsfólk sitt, ekki síst læknana, en augljóslega var
staða þeirra innan stofnunarinnar óvenju sterk, sé tekið mið af stöðu
kvenna almennt. Skólarnir og sjúkrahúsin sem systurnar ráku voru
kvennafyrirtæki að því leyti að þessar stofnnir voru í eigu reglunnar og
þær mótuðu daglega stefnu í starfseminni.
Bók þessi er skrifuð að ósk St. Jósefssystra og útgáfa hennar var kostuð
af þeim. Augljóslega mótast efnistök af því, en þó hikar höfundur ekki
við að setja fram sjónarmið og athugasemdir um störf þeirra, telji hann
ástæðu til. Þannig bendir hann t.d. á á bls. 295 að systurnar gerðu ávallt
h'tið úr þeim styrkjum sem þær hlutu frá hinu opinbera og báru sig mjög
illa yfir bágum fjárhag. Einnig varpar hann oft fram gagnrýnum spurn-
ingum, m.a. um það hvort systurnar hafi raunverulega verið frumkvöðl-
ar sem kenndu íslendingum að umönnun sjúkra byggði á mannkærleika
°g þjóðfélagslegri samhjálp eða verið handbendi hagsmunaaðila. Við
slíkum spurningum fást engin einhlít svör, en verða til þess að kveikja
áhuga á fjölmörgum rannsóknarverkefnum.
Rit þetta er vel unnið, áhugavert og aðgengilegt aflestrar. í því er að
finna mikið af mikilvægum tölfræðilegum upplýsingum sem höfundur
hefur tekið saman. Byggt er á yfirgripsmiklum frumheimildum, en jafn-
framt er stuðst við þær rannsóknir sem til eru um sögu heilbrigðismála,
trúmála og skólamála á íslandi. í því er varpað ljósi á fjölmarga atburði
þar sem tekist var á um yfirráð, útgjöld og trúmál. Lesandinn kemst að
þeirri niðurstöðu að St. Jósefssystur hafi verið áræðnar og fylgnar sér og
ekki skirrst við að taka að sér verkefni sem fátítt var að konur sinntu,
s.s. að reka sjúkrahús og skóla.
Það sem helst má finna að bókinni er að í þeim tilvikum þegar höfund-
Ur er að fjalla um ólíka þætti sem hugsanlega kynnu að hafa áhrif á fram-
vindu atburða setur hann þá upp sem röð aðskilinna atriða og gerir síðan
grein fyrir hverju þeirra á fremur afmarkaðan hátt. Þessi uppsetning er
mjög skýr, en dálítið þunglamaleg, og minnir um margt á upptalningu