Saga - 1999, Page 280
278
RITFREGNIR
fremur en samfellt mál. í þessu sambandi má benda á bls. 207 þar sem nefnd-
ir eru fimm þættir sem leiddu til hugarfarsbreytingar á Islandi á fyrri
hluta tuttugustu aldarinnar. Svipað kemur fram í kafla 4, bls. 57-70.
Kristín Björnsdóttir
Þór Indriðason: FYRIR NEÐAN BAKKA OG OFAN.
SAGA VERKALÝÐSHREYFINGAR, ATVINNULÍFS
OG STJÓRNMÁLA Á HÚSAVÍK 1885-1985. Þrjú bindi
í öskju. Verkalýðsfélag Húsavíkur. Húsavík 1996. 377,
334 og 286 bls. Myndir, stjórnarmannatöl, nafnaskrá.
Myndritstjóm ásamt höfundi annaðist Sigurjón Jóhann-
esson. Skrár.
I tveimur formálum að verkinu, annars vegar formála Aðalsteins A.
Baldurssonar formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur og hins vegar inn-
gangsorðum Stefáns F. Hjartarsonar sagnfræðings, sem formanns rit-
nefndar, koma fram metnaðarfull markmið. Verkinu er ætlað að vera
„atvinnusaga byggðarlagsins", „að fjalla um öll verkalýðsfélög á Húsa-
vík", „að leiða í ljós samspil atvinnurekenda og verkalýðs" og „að beita
kenningum um efnið sem höfundur hefur fengið og þróað til að glæða
með lesendum nýjan skilning" (I, bls. 9-10). Ennfremur er tekið fram:
„Afmörkun verksins átti að verða öðruvísi en hefðbundin verkalýðssaga
(I, bls. 9). (Markmið tekin úr inngangsorðum Stefáns.) í þetta verk var
ráðist árið 1991 og liðu fimm ár þar til það kom út sem varla getur tal-
ist langur tími.
Áður en ég fjalla um einstaka þætti verksins og legg mat á hvernig til
hefur tekist að uppfylla sett markmið, vil ég lýsa nokkuð uppbyggingu
þess því að hér er á ferðinni mikið rit að vöxtum, samtals 997 blaðsíður í
28 köflum sem skiptast í fimm mislanga hluta.
Fyrsti hluti lýsir samfélagsgerð á íslandi um síðustu aldamót og hvern-
ig atvinnuhættir og stéttaskipting breyttust. Þar er síðan lýst aðstæðum
í Þingeyjarsýslum og stöðu Húsavíkur í þingeysku samfélagi. Flestir
kaflar fyrsta hluta fjalla þó um uppgang atvinnulífs á Húsavík, sjósókn,
verslun og iðnað, stofnun og starfsemi Fundafélags Húsavíkur, sem var
framfarafélag, og upphaf nútíma stéttasamfélags á Húsavík. Þessi hluti
er þannig eins konar inngangur að sögu um skipulagða verkalýðshreyf-
ingu á Húsavík.
Annar hluti verksins lýsir upphafi þingeyskrar verkalýðshreyfingar en
Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað 1911, þótt það ætti sér lengri að-