Saga - 1999, Blaðsíða 281
RITFREGNIR
279
draganda, eins og lýst er í bókinni. Verkakvennafélagið Von var síðan
stofnað 1918 og var eitt af fyrstu verkakvennafélögum landsins. Fjallað er
um tengsl félaganna við kvenfélögin og samvinnuhreyfingu og sam-
vinnuhugsjón. Verkamannafélagið fékkst meðal annars við að útvega
félagsmönnum ódýrar vörur. Gætti þar áhrifa af árangri kaupfélaganna
sem höfðu útvegað sveitafólki vörur á hagkvæmu verði en fleiri ástæður,
t.d. vöruskortur á árum heimsstyrjaldarinnar 1914-18, gerðu slíkt pöntun-
arstarf einnig knýjandi. Einnig tók Verkamannafélagið á þessum árum á
leigu skóg í Laxamýrarlandi til skógarhöggs og land til svarðartöku í
landi Kaldbaks, svo að dæmi séu tekin af samhjálparhugsjón í verki. Og
strax á öðru eða þriðja starfsári Vonar var kartöflurækt hreyft í félaginu en
hún átti eftir að skipta verulegu máli í starfsemi félagsins. Kaupgjaldsmál-
um var hins vegar ekki mikið sinnt á þessum fyrstu árum en það breytt-
ist þó er kom fram yfir 1920. Af efni þessa hluta má loks nefna frásögn af
því hvernig verkalýðshreyfingin húsvíska náði meirihluta í hreppsnefnd
arið 1921 og hélt henni lengst af þann áratuginn. Fyrsta bindi lýkur með
öðrum hluta.
Þriðji hluti verksins er byggður upp á líkan hátt og sá annar, þ.e.
almennir kaflar um samfélags- og atvinnumál (kreppuná miklu, hafnar-
gerð á Húsavík o.fl.), langur kafli um stjómmál kreppuáranna og loks
þáttur um verkalýðsfélögin á þessum ámm.
Fjórði hluti verksins hefst í miðbindinu og er honum framhaldið í
síðasta bindinu. Þegar hér er komið sögu er Húsavík ekki lengur þorp,
heldur bær í mótun, enda ber fyrsti kafli þessa hluta heitið „Bær í mótun".
Enn er verkið skipulagt á líkan máta: Sviðið skilgreint, rætt um einstaka
niikilvæga atburði atvinnusögunnar (t.d. um síldarár, togaraútgerð og
Fiskiðjusamlagið), fjallað um bæjarstjórnmálin á þeim tíma sem Húsavík
varð kaupstaður, rakin verkalýðsmál eftirstríðsáranna og sagt frá störfum
annarra stéttarfélaga, svo sem Bílstjórafélags Húsavíkur.
Fimmti og síðasti hluti hefst með hinni svokölluðu viðreisnarstjórn en
markast einnig af stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur með sameiningu
tveggja fyrrnefndu félaganna. Undirkaflar eru sem fyrr um atvinnumál,
m a. kísilnámið í Mývatnssveit og skuttogarabyltinguna. Lokakafli
ritsins er um „Verkalýðshreyfingu, vinnumarkað og verðbólgu 1960-1985",
sbr. undirtitil kaflans. Það er þarfur kafli þar sem saman eru dregin
helstu einkenni verkalýðsbaráttu í landinu.
Efnisyfirlit hvers bindis er fremst í því og sjálfstætt blaðsíðutal er fyrir
hvert bindi þótt eitt blaðsíðutal hefði að sumu leyti verið betur viðeigandi
til að leggja áherslu á að bækurnar eru eitt verk. Enda eru aftast í síðasta
bindinu nafnaskrá og heimildaskrá fyrir þau öll. Engin er á hinn bóginn
atriðisorðaskrá í ritinu. Efni hvers kafla er skýrt afmarkað og hæfilega lít-
ið af tilvísunum í aðra kafla. Góð skipting í undirkafla, sem fram kemur í
ítarlegu efnisyfirliti, kemur að nokkru leyti í stað atriðisorðaskrár. Æski-