Saga - 1999, Page 282
280
RITFREGNIR
legt hefði þó verið að hafa efnisyfirlit fyrir öll bindin líka á einum stað.
Frágangur bókarinnar í heild er góður þótt ekki hafi tekist að útrýma
hverri prentvillu.
Ekki verður í svo stuttri ritfregn fjallað á gagnrýninn hátt um marga
efnisþætti og er því við hæfi að velja þætti til slíkrar umfjöllunar. Auð-
veldast er að leggja mat á þætti sem ég þekki eitthvað til og því skal það
gert.
Fyrra atriðið er umfjöllun um kommúnistahreyfinguna á fjórða áratug
aldarinnar, t.d. umfjöllun um leynd og samfylkingarstefnu. Leyndin, sem
hvíla átti yfir starfi skipulegra flokka kommúnista, er útskýrð (sjá t.d.
II, bls. 89). Sérstakur sýnilegur hluti kommúnista, í þessu tilviki ungliðar
flokksins, átti að koma fram út á við til að vernda flokksskipulagið. Jafn-
vel var um tíma stofnað eins konar gervifélag til að leyna tilvist Húsavík-
urdeildar Kommúnistaflokks íslands. Reyndar hefur Gerðabók Húsavík-
urdeildar KFÍ, eða afrit af henni, varðveist svo að leyndinni er þar með
aflétt. Þór heldur því reyndar fram að leyndin hafi verið meiri í orði en a
borði (II, bls. 94) og er varla ástæða til að rengja það. Fram kemur að
kommúnistum tókst að verða forystuafl í Verkamannafélagi Húsavíkur
sem var markmið sem kommúnistadeildin setti sér á fundi 13. febrúar
1931 (II, bls. 93). M.a. „gáfu" kommúnistar mál til að efla samstöðu í
verkamannafélaginu, jafnvel áður en samfylkingarstefna Komintems var
gefin út. Þannig virðist sem húsvískir kommúnistar hafi skilið eðli sam-
fylkingar og sennilega tekist þannig að viðhalda einingu í verkalýðshreyf-
ingunni á Húsavík á þeim tíma þegar verið var að reyna að einangra
kommúnista á landsvísu. Kannski var það líka vegna þess að kratar
vom of veikir til að kljúfa sig út og stofna annað félag á Húsavík. Einnig
er bent á að samstaða kommúnista um verkalýðsmálefni var ekki alltaf
einhlít og þeir tóku sér umboð til að meta einstök stefnumál Kommúnista-
flokks íslands (II, bls. 103) enda ekki skörp stéttaskil á Húsavík og
margir kommúnistanna fremur einyrkjar en verkamenn (II, bls. 119)-
Reyndar kemur fram að Verkamannafélag Húsavíkur gekk úr ASI í árs-
byrjun 1932, sjálfviljugt, á meðan önnur félög, sem kommúnistar réðu,
voru gjarna rekin og telur Þór óljóst hvers vegna. Þessi túlkun min
á skilningi húsvískra kommúnista er þó önnur en Þórs sem telur að þeir
hafi ekki skilið réttlínustefnu KFÍ (II, bls. 113 og áfram). Umfjöllun hans
um kommúnista á Húsavík er mjög forvitnileg og til marks um að saga
kommúnista á íslandi er flókin og raunar flóknari en fyrri rannsóknir,
þ.á m. mínar, gefa til kynna.
Hitt atriðið er „Stóriðjan í Mývatnssveit", eins og undirkaflinn nefnist-
Þar kemur m.a. fram að sölufélag fyrir kísilgúrinn var á Húsavík þar sem
afurðinni var skipað út og hafði Húsavíkurkaupstaður verulegar tekjur af
hafnargjöldum og útsvörum (III, bls. 136). Er það í samræmi við unglings'
minni mitt en mér þóttu Húsvíkingar „græða" óþarflega mikið á námU'