Saga - 1999, Page 300
298
RITFREGNIR
Tvær bækur hafa verið ritaðar um umsvif hersins á einstökum land-
svæðum. Jón Hjaltason sagnfræðingur á Akureyri hefur ritað um Her-
námsárin á Akureyri og í Eyjafirði (Ak. 1991) og þá er fjallað um flotastöðv-
arnar í Hvalfirði í bók Friðþórs Eydals sem út kom 1997.
Hvar stendur bók Guðmundar Kristinssonar í samanburði við allar
þessar bækur? Það er ekki ætlun mín í þessari umfjöllun að gefa bókinni
einkunn eða gera nákvæman samanburð við þessar bækur, því að slíkt er
erfitt ef ekki ógjörningur. Styrjaldarárin á Suðurlandi stendur öðrum út-
gefnum bókum um þetta tímabil fyllilega á sporði og ötult verk höfund-
ar við öflun heimilda og ljósmynda úr erlendum söfnum og á meðal her-
mannanna er helsti kostur hennar. Bókin á fullt erindi til allra sem áhuga
hafa á þessu mikla umbrotaskeiði í sögu Islands.
Lýður Pálsson
Jakob F. Ásgeirsson: PÉTUR BEN. ÆVISAGA. Mál og
menning. Reykjavík 1998. 415 bls. Myndir, nafnaskrá.
Ævi Péturs Benediktssonar, sendiherra og bankastjóra, er samofin stjórn-
málasögunni á þessari öld. Pétur var sonur Benedikts Sveinssonar alþing-
ismanns, bróðir Bjarna Benediktssonar og tengdasonur Olafs Thors, sem
báðir gegndu embætti forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Hann varð fyrsti sendiherra Islands í Bretlandi, Sovétríkjunum og Frakk-
landi og fjölda annarra ríkja á árunum 1941-55. Eftir að hann sagði sig
úr utanríkisþjónustunni varð hann bankastjóri Landsbankans árið 1956
til dauðadags 1969, auk þess að vera þingmaður síðustu tvö æviár sín.
Pétur var heimsborgari, þótt hann hefði sterkar íslenskar rætur, og hafði
næmt auga fyrir veikleikum Islendinga á erlendum vettvangi. Fátt fór
t.d. meir í taugarnar á honum en sú tilhneiging stjórnvalda að komast
hjá kvöðum og skyldum í alþjóðasamkiptum í krafti „sérstöðu" Islands
og smæðar.
Helstu kostir Péturs Benediktssonar koma vel fram í þessari bók, sem
Jakob F. Ásgeirsson skrifar af lipurð. Pétur var hreinskiptinn, örlátur og
sjálfstæður í skoðunum. í pólitík var hann frjálslyndur hægri maður og
eindreginn andstæðingur nasisma og kommúnisma. Á fyrri hluta fjórða
áratugarins höfðaði reyndar enginn stjórnmálaflokkur til hans: Hann
taldi sig í mörgum málum alveg eins eiga samleið með „þeim rauðu", eins
og hann orðaði það, og hægri armi Sjálfstæðisflokksins, sem hann gagn-
rýndi fyrir íhaldssemi og nasistadekur. Síðar varð hann aftur á móti harð-
ur sjálfstæðismaður, ekki síst eftir að hann sneri heim til íslands. Pétur gat
verið fastur fyrir og fimur í rökræðum um stjórnmál, eins og margir póli-