Saga - 1999, Síða 301
RITFREGNIR
299
tískir andstæðingar kynntust af eigin raun, en hann átti marga vini og
kunningja úr röðum þeirra. Hann var líka of sjálfstæður til að lúta
flokksaga og sveigði stundum af línunni, eins og þegar hann studdi
Kristján Eldjárn gegn Gunnari Thoroddsen í forsetakosningunum árið
1968.
Bókin er fróðleg, enda hefur Jakob haft aðgang að skjölum og bréfum
Péturs, bréfasafni Bjarna bróður hans og skjölum úr utanríkisráðuneyti.
Hann styðst einnig við frásagnir ættingja Péturs, vina og samferðamanna,
auk greina og bóka um tímabilið. Frumheimildimar nýtast mun betur í
köflunum um líf Péturs í útlöndum; frásögnin um Landsbankaárin er að
mestu reist á munnlegum frásögnum og prentuðum heimildum. Það
hefði gefið bókinni aukið gildi, ef meiri fjarlægð hefði verið milli höfund-
ar og viðfangsefnisins í efnistökum. Lesa má milli línanna, að stundum
hafi stórlyndi Péturs, skap og unggæðisháttur orðið honum fjötur um fót,
en sjaldan er farið gagnrýnisorðum um hann.
Bókinni er skipt í 14 kafla. í fyrstu köflunum er fjallað um uppvaxtarár
Péturs. Síðan er vikið að dvöl hans í Danmörku á 4. áratugnum, þar sem
hann starfaði í danska utanríkisráðuneytinu, og sendiherrastörfum hans
fyrir hönd íslands í London og Moskvu á stríðsárunum. Þá er fjallað um
sendiherraskyldur hans á fimmta og sjötta áratugnum og afskipti hans af
viðskiptamálum í Austur- og Vestur-Evrópu. Loks er beint sjónum að ævi
°g bankastörfum Péturs á Islandi. Uppbyggingin er rökrétt, en þegar vik-
*ð er að almennum sögulegum viðburðum hefði það styrkt frásögnina, ef
höfundur hefði kafað dýpra í heimildaöflun. Það hefur margt nýtt komið
fl"am í dagsljósið eftir hrun kommúnismans um þá dramatísku atburði,
sem Pétur upplifði. Og það hefði ekki þurft að gera bókina óaðgengilegri
almenningi. Enn fremur hefði framsetningin mátt vera agaðri á köflum.
Langar beinar tilvitnanir standa stundum ekki undir því vægi, sem þeim
er gefið.
Kaflarnir um dvöl Péturs í London og Moskvu eru upplýsandi. Pétur
dvaldist í London á árunum 1939-44, fyrst sem sendiráðsritari danska
sendiráðsins, síðar sem fulltrúi íslenska nefndarhlutans í brezk-íslensku
fastanefndinni og loks sem sendiherra íslands frá árinu 1941. Pétur varð
vitni að baráttu Breta gegn nasismanum og varð fljótlega mikill Bretavin-
Ur- Þótt ráðning Péturs hafi valdið pólitískum titringi heima fyrir er eng-
mn vafi á því, að hann sinnti starfi sínu vel. Nær öll Bretlandsviðskipti
fóru fram gegnum brezk-íslensku fastanefndina fram að hernámi Breta og
mæddi því mikið á Pétri. Hann var vinsæll og reyndist mörgum íslend-
mgum hjálparhella, eins og síðar á sendiherraárum sínum í París.
Kaflarnir um stjórnmálasamskiptin við Sovétríkin, afstöðu Sovétmanna
. Aerstöðvabeiðni Bandaríkjamanna og austurviðskiptin eru áhugaverð-
lr- Þótt þeir bæti litlu við fyrri þekkingu á þessum málum er gagnlegt að
nalgast þau út frá stöðu Péturs. Aðdragandinn að skipan Péturs í embætti