Saga - 1999, Page 302
300
RITFREGNIR
sendiherra í Moskvu er skilmerkilega rakinn. Árið 1942 brydduðu rúss-
neskir sendiráðsmenn í London fyrst upp á því við Pétur að skipa sendi-
herra á Islandi. Að tillögu Péturs tók minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks
undir stjórn Ólafs Thors því veþ en áskildi sér þann rétt að fela þriðja
landi eða einhverju sendiráði landsins að fara með sín mál í Moskvu.
Utanríkisráðherra utanþingsstjórnarinnar, Vilhjálmur Þór, vildi hins
vegar skipa sendiherra í Moskvu, þótt hann hafi um tíma haft efasemdir
um að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin. Pétur barðist gegn
því með oddi og egg að senda íslenskan sendiherra til Moskvu á þeirri
forsendu, að utanríkisráðherra væri að sniðganga ákvörðun, sem fyrri
ríkisstjórn hefði þegar tekið og tjáð sovéskum stjórnvöldum. Pétur varð
að lokum að beygja sig og taka sjálfur við sendiherraembættinu.
Tvo fyrirvara má setja við frásögnina. I fyrsta lagi gengur Pétur svo
langt í andstöðu sinni við utanríkisráðherra að það nálgast að vera
óhlýðni við yfirboðara. I öðru lagi er of einhliða mynd dregin upp af af-
stöðu íslenskra ráðamanna til stjórnmálatengsla við Sovétríkin. Jakob
telur að rekja megi tregðu utanþingsstjórnarinnar til að heimila Sovét-
mönnum að stofna sendiráð á Islandi til einkaskoðana Vilhjálms Þórs eða
annarra, sem vildu náin tengsl við Bandaríkin, og í andstöðu við vilja
þingsins. Hins vegar virðist Ólafur Thors hafa hugsað á svipuðum nótum
seinni hluta árs 1942 fyrir myndun utanþingsstjómarinnar, en þá höfðu
sósíalistar styrkt mjög stöðu sína í íslenskri pólitík. Hann tjáði bandaríska
sendiherranum á Islandi, að yrði hann áfram forsætisráðherra mundi
hann íhuga að fara þess á leit við Pétur að stöðva málið og koma þannig
í veg fyrir, að Sovétmenn skipuðu sendiherra í Reykjavík.
Pétri leið ekki vel í Moskvu fremur en öðmm erlendum sendimönnum,
enda aðbúnaðurinn slæmur og andrúmsloftið þrúgandi. Það kom að
mestu í hlut sendifulltrúa hans, Péturs Thorsteinssonar, síðar sendiherra,
að sinna málefnum íslands þar. Fróðlegt er að lesa um viðskiptaferð
þeirra Péturs Benediktssonar og Einars Olgeirssonar til Austur-Evrópu
og árangurslausar tilraunir þeirra til að taka upp viðskipti við Sovétmenn
árið 1945. Þá er fjallað um framkvæmd viðskiptasamninganna við Sovét-
ríkin á árunum 1946-47. Á ámnum 1946-55 var Pétur um tíma sendiherra
í tíu löndum með aðsetur í París. Auk þess var hann fastafulltrúi Islands
í Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC; síðar OECD). Höfundur
fjallar um efnahagslegan tilgang Marshall-aðstoðarinnar og fer lofsamleg-
um orðum um hana. Hann vitnar í þau skilaboð Averells Harrimans, við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna, árið 1949 að erfitt geti reynst að fá Banda-
ríkjaþing til að samþykkja frekari fjárhagsaðstoð við íslendinga, ef þe*r
stæðu ekki við skuldbindingar sínar um að koma framleiðslumálum sín-
um í rétt horf. Vel má vera, að þessar hótanir hafi hreyft við íslenskum
stjórnvöldum, sem felldu gengið árið 1950. En einnig verður að setja
aðild Islands að Marshall-aðstoðinni í samhengi við stjórnmála- og hern-