Saga - 1999, Page 303
RITFREGNIR
301
aðarmarkmið Bandaríkjamanna á íslandi. Fullyrða má, að Bandaríkja-
stjórn hefði aldrei hætt fjárhagsstuðningi sínum vegna vanefnda íslend-
inga á Marshall-samningum.
Þeir kaflar bókarinnar, sem fjalla um störf Péturs á íslandi, eru sundur-
leitari og ekki eins áhugaverðir og fyrri hluti bókarinnar. Ástæðan er ekki
aðeins sú, að heimildirnar eru rýrari, heldur einnig að tímabilið sjálft var
ekki eins dramatískt. Eftir að Pétur flutti til íslands árið 1955 gat hann vel
hugsað sér að verða forystumaður í íslenskum stjórnmálum eða ritstjóri
Morgunblaðsins. Hvorugt stóð Pétri til boða. Sú skýring Jakobs er sennileg,
að mörgum hefði þótt nóg um, ef Pétur skipaði sér í forystusveit Sjálf-
stæðisflokks ásamt tengdaföður sínum og bróður. Fram kemur, að þeir
Bjarni hafi ekki haft mikið samband eftir að Pétur sneri til íslands. Jakob
tekur þó fram, að engar heimildir séu fyrir því að Bjarni hafi lagst gegn
stjórnmálaafskiptum Péturs, eins og sumir töldu á sínum tíma. Það hefði
naátt fjalla ýtarlegar um pólitísk samskipti Péturs við Bjarna og Ólaf Thors
á sjötta og sjöunda áratugnum, þótt gera megi ráð fyrir því að heimilda-
skortur hafi sett strik í reikninginn. Skýrt er t.d. frá því, að nokkrum sinn-
um hafi þeir Pétur og Bjarni tekist á á þingflokksfundum Sjálfstæðis-
flokksins án þess að farið sé nánar út í þá sálma.
Ef ættartengslin komu í veg fyrir stjórnmálaframa Péturs skiptu þau
sköpum við skipan hans í stöðu bankastjóra Landsbankans. Flestum ber
saman um að Pétur hafi verið farsæll bankastjóri. Hann lagði mikið upp
ur viðskiptasiðferði og hafði skömm á þeim, sem vildu fá fyrirgreiðslu út
a flokkstengsl. Pólitískir andstæðingar hrósuðu honum fyrir að vera
-bankastjóri fátækra manna". Aðrir minnast hans fyrir skopskynið og
ekki að ástæðulausu, eins og kemur vel fram í bókinni. Hann var ekki
lengi að veita manni lán, sem hann hafði áður neitað um fyrirgreiðslu, út
a nafnið: Maðurinn hét Dósóþeus Tímótheusson.
Pétur komst á þing árið 1967 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjör-
flæmi. Hann lagði sig fram í því starfi, en þingmennskan varð styttri
en efni stóðu til: Pétur lést árið 1969, 62 ára að aldri. Stjórnmála- og
®ttartengsl urðu Pétri bæði styrkur og veikleiki: Hann átti allar stöður
°g starfsframa þeim að þakka, en eins og Jakob bendir á hafa þau
sennilega einnig átt sinn þátt í að hindra að draumur hans um forystu-
hlutverk í íslenskum stjórnmálum rættist.
Valur Ingimundarson