Saga - 1999, Page 313
RITFREGNIR
311
En, eins og Kirsten Hastrup segir frá í nýrri bók, átti hún eftir að kom-
ast að því að Islendingar vilja stundum vera eitthvað annað en útlending-
ar halda. Að vissu leyti minnir reynsla hennar á danska íslandsáhuga-
menn á 19. öld, sem oft enduðu sem verstu fjandmenn þjóðarinnar í ís-
lenskum augum. Sverrir Hólmarsson sá leiksýninguna um Kirsten mann-
fræðing og skrifaði, að sögn Hastrup (bls. 52): „Það sem hinsvegar kemur
manni á óvart er að Kirsten Hastrup skuli hafa upplifað ísland sem fram-
andi, villt, frumstætt og fjandsamlegt þjóðfélag". Þetta var hennar fyrsta
reynsla af hinni augljósu staðreynd „that 'the natives' speak back," og
hún hefur átt erfitt með að koma til íslands síðan (bls. 52-53). Við þetta
bættist að íslenskir mannfræðingar tóku að finna að skrifum hennar. Með-
al annars sagði Níels Einarsson að það hlyti að vera eitthvað bogið við
mannfræðina ef „the natives" þekktu sig ekki í sögu þar sem þeir færu
með aðalhlutverkið (Hastrup, bls. 198; ég spara mér að vísa í önnur rit,
eins þar sem ég hef gengið úr skugga um að rétt sé haft eftir þeim).
Allur lestur er túlkun, eins og Kirsten Hastrup mundi fyrst manna
fallast á, og ég les bók hennar einkum sem tilraun til að skrifa sig út úr
þeirri klípu sem samskiptin við íslendinga hafa sett hana í. Um leið vill
hún gjalda gestgjöfum sínum á íslandi þökk og virðingu, og koma sögu
sinni af íslensku samfélagi alla leið til nútímans.
Við gagnrýninni bregst Hastrup á tvennan gagnstæðan hátt. Annars
vegar afneitar hún því með mörgum orðum að fræðigrein sín geti eða eigi
að setja fram hlutlægar staðreyndir. Þetta er meginefnið í löngum inn-
gangi (bls. 7-19) og komið að því þrásinnis langt fram eftir bókinni (bls.
48-49, 51, 61, 73, 75, 76, 78). Allt sem Hastrup segir um þessi efni í nafni
mannfræði á eins við fræðigrein mína, sagnfræði, og ég er að verulegu
leyti sammála henni. Hins vegar finnst mér umræða hennar eiga illa
heima í þessari bók.
I fyrsta lagi er vantrúin á hlutlægar staðreyndir orðin gamalþekkt í
mannvísindum. Hún hefur að vísu magnast eftir tilkomu póstmódern-
ismans og þess sem hefur verið kallað „linguistic turn" á ensku. En í raun-
inni boðar Hastrup fátt sem ekki má kynnast í bók E.H. Carr, What is
History? (1961), ef ekki fyrr.
I öðru lagi er ég vantrúaður á að efasemdir um hlutlægni eigi við í riti
sem gefur sig út fyrir að vera könnun á veruleika. Þar hljóta þær að skilj-
ast sem yfirlýsing um að höfundur hafi hætt leitinni að hlutlægum sann-
leika. En hún er að mínu mati kjölfesta mannvísinda, það sem gefur þeim
sjálfstætt gildi sem vitsmunalegri iðju við hlið lista. Einmitt það að þessi
leit ber aldrei fullan árangur gefur ástæðu til að taka hana afar alvarlega.
Eg skil það líka sem hluta af undanfærslu höfundar frá kröfunni um
visindalega hlutlægni hvað hún sækir í að líkja riti sínu við listaverk. I
mngangi líkir hún því bæði við leiksýningu og málverk (bls. 11). Svo
skipuleggur hún bókina í heild í einhvers konar líkingu við tónverk (tal-