Saga - 1999, Blaðsíða 314
312
RITFREGNIR
ar sjálf um „musical allegory", bls. 13), kallar hluta hennar Prelude, Keys,
Orchestration, Themes og Finale. Ég er allra manna verst fallinn til að gerast
tónlistargagnrýnandi og verð að leiða hjá mér að meta þetta snið bókar-
innar.
A hinn bóginn svarar Hastrup andmælendum sínum fullum hálsi. í
einu atriði að minnsta kosti finnst mér hún hafa rétt fyrir sér. Níels Einars-
son og Gísli Pálsson hafa báðir andmælt þeirri kenningu hennar að sjó-
mennska í gamla samfélaginu hafi verið karlaveröld, lokuð konum. Báð-
ir benda þeir á að konur hafi getað sótt sjó, og Hastrup hefur eftir Gísla:
„there were no clear-cut categorical barriers preventing them [þ.e. konurj
from joining fishing crews ..." (bls. 159). Ég sé ekki betur en þarna hafi
Gísli gert ágreining um hið óverulega, að mörkin voru ekki „clear-cut", á
kostnað hins verulega, að mörkin voru til. Þau sjást til dæmis á hindur-
vitnum um sjómennsku. Ef sjómann dreymdi að stúlka sýndi honum ást-
aratlot á sjó boðaði það erfiðleika. Konur máttu ekki setja fram skip nema
þær væru kallaðar til þess. Ekki máttu menn sigla framhjá Kerlingu á
Reykjanesi án þess að sýna henni hvers kyns þeir væru, og var þó oftast
látið sitja við orðin tóm, segir Lúðvík Kristjánsson í íslcnzkum sjávarháttum
V, sem eru heimild mín um þetta (bls. 327-35).
Annars staðar lendir Hastrup í að berja höfðinu við steininn. í einni
af greinum sínum hafði hún mistúlkað ávarpið krakkar sem merki um
að hún hefði verið komin inn í karlaveröld. En Níels Einarsson benti á
að orðið krakkar vísar einmitt til félagsskapar af báðum kynjum. Svar
Hastrup er svona (bls. 157; ég tek það upp orðrétt til að gefa hugmynd
um orðalag bókarinnar): „What is at issue here is, first, something which
I experienced (not simply heard) as a key, not to a fixed set of semantic
properties relating to individuals or categories, but to the practical orient-
ation in the social space of the Icelanders."
Mannfræðingurinn kemur auðvitað á vettvang með væntingar, eins og
aðrir fræðingar, og það hlýtur að vera hætt við að þær móti upplifun hans,
að hann skynji það sem hann býst við að skynja. Þannig fá væntingarnar
sífellt nýja staðfestingu af sjálfum sér, sem mætti kalla fordómaræktun. Ef
fræðingurinn hefur fyrirfram afneitað hlutlægum sannleika, þá er
ástæðulaust að finna að þessu frá fræðilegu sjónarmiði; það er farið hvort
sem er. Ef ritið hefur hliðstæð áhrif og leiksýning, málverk eða tónverk,
þá hefur það öðlast nýtt gildi og þarf ekki á fræðigildinu að halda. Ég
skynja ekki listræna gildið í bók Kirstenar Hastrup, en kannski er þar við
lagleysi mitt að sakast.
Að vísu eru nokkrir kaflar bókarinnar um reynslu hennar frá íslandi
skrifaðir af hlýju og virðingu fyrir því fólki sem hýsti mannfræðinginn,
sérstaklega kaflarnir um vist hennar á Hala. En þegar hún fer að reyna að
gera eitthvað fræðilegra reynist efniviður hennar ónógur. Vettvangskönn-
unin hefur verið of umfangslítil og takmörkuð við fáa staði til þess að gera