Saga - 1999, Blaðsíða 322
320
RITFREGNIR
tímabilsins (1750-1940) út frá byggingarefni: Torfbærinn; torfkirkjur;
timburhús; timburkirkjur; steinhús og steinkirkjur; steinsteypuhús og
loks steinsteypukirkjur. Auk þess eru í byrjun bókarinnar formáli og að-
fararorð auk lokaorða í bókarlok.
I upphafi - aðfararorðum - gerir Hörður nokkra grein fyrir þeim vanda
er brautryðjandinn verður fyrir þegar tekist er á við efni sem ekki á sér
skýr hugtök né hefðir og lítið sem ekkert hefur verið fjallað um í íslenskri
menningarsögu. Ber hann sig saman við kollega sína á meginlandinu sem
búi við „aldalangar grunnrannsóknir og hefðbundnar stílstefnur" sem
geri þeim kleift „að fleyta rjómann af listauðgi landa sinna". Því sé nauð-
synlegt að flokka hús frá eldri tíð í gerðir eftir ákveðnum einkennum.
Hefðbundin stíláhrif taki hins vegar við þegar nær dragi nútímanum.
Eftir að hafa rakið skilgreiningar á hugtakinu byggingarlist tekur hann
sérstaklega fyrir þann þátt hugtaksins er snýr að hinum sjónlistalegu
stærðarháttum eða bragreglum og rekur með mörgum dæmum hvernig
þekking á þeim þætti hafi frá gamalli tíð verið kunn hér á landi meðal
lærðra manna og smiða. Margar kirkjur af torfi, timbri og steini, auk ver-
aldlegra húsa, hafi í þessu landi verið „sniðin eftir eldfornum sjónlistaleg-
um stærðaháttum" og vitnar um leið til athugana sinna og annarra er
fjallað sé um í bókinni. Höfundur minnir einnig á, að þó svo virðist við
fyrstu sýn að hér hafi ekki tíðkast sá munur í byggingarháttum ríkra og
fátækra sem sé einkennandi erlendis og undirstrikist þar m.a. í mismun-
andi byggingarefnum, þá hafi hið sama gilt hér engu að síður - þó svo
byggingarefnið væri hið sama, þ.e. torf og grjót. Niðurstaða höfundar
er þannig hvað hugtakið byggingarlist varðar að hinna þriggja skilnings-
þátta hugtaksins, þ.e. tækni, notkunar og listar, sjái „meira eða minna stað
í íslenskri byggingarlist". Hvað orðunum byggingarlist og húsagerðarlist
í málinu viðvíkur segir hann Benedikt Gröndal fyrstan hafa notað orðið
byggingarlist í Nýrri sumargjöf 1860 - hann sé raunar fyrsti íslendingurinn
sem skilgreini sjónlistir og þar með byggingarlist upp á klassískan máta.
Þá tekur höfundur fyrir heiti á stílstefnum og húsprýði s.s. eins og klass-
ískur, klassík, klassísismi o.s.frv., rekur notkun nágrannaþjóða á þeim og
spyr síðan í hvaða merkingu eigi að nota orðið klassík í íslensku. Höfund-
ur svarar spurningunni þannig að hinna grísk-rómversku áhrifa sem hafi
verið ráðandi í list meginlandsins allt frá dögum endurreisnar-tímans og
fram undir 1930, hafi tekið að gæta hér á landi í húsum á síðasta fjórðungi
síðustu aldar, hvort sem þau voru byggð úr timbri, steini eða torfi. Sá tími
sé okkar klassík. Höfundur rekur síðan hinar þrjár aðalstílgerðir grískrar
byggingarlistar, hina dórísku, jónísku og kórintísku og fer yfir helstu
prýðisheiti þeirra og hlutfallareglur og sýnir teikningar ásamt með mynd-
dæmum úr íslenskum byggingum. Höfundur ræðir ítarlega hlutfalla-
fræðin eða stærðarhættina sem bundu eftir ýmsum kerfum, breidd og