Saga - 1999, Page 323
321
lengd húsa, hæð og lengd, hæð og breidd og hvernig í þeim efnum var
gjarnan tekið mið af flatarmálsfræðinni, einkum frumformunum, fern-
ingi, hring og þríhyrningi. Leggur hann í því sambandi sem oftar til ný-
yrðin „ferskeytu" og „þrískeytu" um latnesku hugtökin „ad quatrum" og
„ad triang-ulum" - þ.e. hvort t.d. tiltekin forhlið fellur inn í ferning eða
þríhyrning. Því næst fjallar höfundur um húsprýðin, lýsir þeim og heitum
þeirra, bæði á latínu og íslensku, oft eigin nýyrðum, með tilvísunum í
mynddæmi erlend og innlend. Klykkir höfundur út með því að „fljótsagt
(sé) að flest af prýði þessu er nú (hafi) verið nefnt (sé) ættað úr gríska hof-
inu"- til frekari áréttingar því að vissulega eigi íslendingar sér sína
klassík. Undir lok aðfararorða sinna tekur höfundur til umfjöllunar þá
stétt manna er hann kallar forsmiði og hafa mótað hið byggða umhverfi
okkar frá öndverðu og fram á þessa öld - undanfara stéttar arkitekta eða
húsameistara nútímans. A miðöldum hafi þeir verið kallaðir höfuðsmiðir
og vitnar þar í ýmsar fornar heimildir. Höfuðsmiðir hafi verið allt í senn:
yfirsmiðir, arkitektar, verkfræðingar og verkstjórar nútímans. Með tíman-
um eða undir miðja 17. öldina hafi síðan orðið forsmiður náð yfirhönd-
inni. Þá lýsir höfundur menntun forsmiða og vandkvæðum við að hafa
uppi á nöfnum forsmiða fyrri alda og verkum, ævi þeirra, menntun og
viðhorfi þeirra til listar sinnar. Hér sem í fleiri greinum húsagerðarsögu
okkar vanti frekari rannsóknir. Að lokum skýrir höfundur hvers vegna
hann hafi lagt svo mikla áherslu á að hafa uppi á forsmiðum: „hlutur
þeirra hefur verið vanræktur í íslenskri menningarsögu, þeir hafa hvað
sem veldur fallið í blinda blettinn í sögusjón þjóðarinnar, eru að mestu
óþekktir eða þá kunnir fyrir annað en húsagerðarlist. Hún er þó sú grein
lista sem sýnilegust er hverjum þjóðarþegni frá vöggu til grafar og ber
framar öllu vott um menningarstig hvers samfélags. Allir þekkja Benedikt
Gröndal og Pál Ólafsson, en hver kannast við Magnús Árnason eða Jón
Chr. Stephánsson, jafnaldra þeirra. Gestur Pálsson er greyptur í minni
manna en hversu margir kannast við Jakob Sveinsson, báðir fæddir á
sama ári. Guðmundur Jakobsson má sæta því að vera gleymdur en um
jafnaldra hans, Hannes Hafstein, þarf enginn að spyrja. Tryggvi Gunnars-
son og Helgi Helgason eru þekktir fyrir allt annað en framúrstefnu í bygg-
ingarlist."
Hér hefur verið rakið nokkuð ítarlega efni aðfararorða bókarinnar af
þeirri ástæðu að þar birtist stefnuyfirlýsing höfundar og metnaður hans
fyrir hönd íslenskrar byggingararfleifðar.
Að mati Harðar er íslensk byggingararfleifð engu ómerkari en íslenska
bókmenntaarfleifðin - hún eigi sér fyrirmyndir og uppfylli í flestu sömu
kröfur og gerðar hafi verið til byggingarlistar í öðrum vestrænum lönd-
um á sinn íslenska hátt og miðað við íslenskar aðstæður í tæknikunnáttu,
byggingarefnum, efnahag og veðurfari. Og hann minnir á þá lítt þekktu