Saga - 1999, Page 324
322
RITFREGNIR
staðreynd að að baki þessarar arfleifðar búi - eins og að baki hinnar bók-
menntalegu - höfundar sem séu þess virði að vera nafngreindir og halda
beri nöfnum þeirra á lofti eins og annarra listamanna. Þessi þjóð þurfi
ekki (lengur) að hafa neina minnimáttarkennd hvað þennan þátt menn-
ingarsögu hennar varðar
Á næstu 400 síðum tekur höfundur til við að sýna fram á þetta en eins
og áður var vikið að eru hinir eiginlegu efniskaflar bókarinnar sjö og
skiptast eftir byggingarefnum. í hverjum kafla fyrir sig gerir höfundur
grein fyrir þróun viðkomandi húsa á umfjöllunartímabilinu, rekur ein-
kenni þeirra og flokkar þau í gerðir eftir þeim. Hann gerir grein fyrir mis-
munandi byggingarlagi og háttum eftir landshlutum, þéttbýlisstöðum,
veðurfari og efnahag. Hann íjallar um byggingarlag, uppbyggingu og
innansmíði húsanna - veggja, grinda, þaka, hurða, glugga, eldstæða.
Hann lýsir húsum - sumum lauslega öðrum ítarlegar og enn öðrum í
smáatriðum og gerir víða tilgátur um stærðarhætti eða hlutfallafræði. Allt
þetta styður hann tilvitnunum í víðtækar ritaðar heimildir, fjölda ljós-
mynda og teikninga auk eigin endurgervingateikninga. Og hann dregur
fram á sjónarsviðið forsmiðina og húsameistarana - höfundana - gerir
grein fyrir náms- og starfsferli þeirra og æviágripum þeirra helstu eftir
því sem vitneskja er til um. Hann staðsetur þá gjarnan með tilliti til stíl-
stefna samtímans og erlendra fyrirmynda og dregur fram sérstök höfund-
areinkenni í verkum þeirra. Hann sýnir eitt eða eftir aðstæðum mörg
dæmi um verk þeirra, ljósmyndir og/eða teikningar, oft með tilgátum um
stærðarhætti. í stuttu máli sagt verður kenning hans um íslenska bygg-
ingararfleifð ekki auðveldlega dregin í efa að loknum þessum lestri því þó
Hörður setji mál sitt ekki fram með neinum spurnartón og virðist sjaldn-
ast vera efi í huga varðandi það sem hann setur fram eða tefli því fram
gagnvart hugsanlegum öðrum kenningum er efnið það ítarlega unnið og
svo víða leitað fanga að ekki verður annað en fallist á niðurstöður hans.
Islensk byggingararfleifö I verður ekki skilgreind sem bók og vart hægt að
ritdæma hana sem slíka enda ber þessi pistill yfirskriftina ritfregn. Hér er
um að ræða kjamann úr áratuga lífsstarfi sem enginn venjulegur mæli-
kvarði verður lagður á. í fyrsta sinn hefur saga húsagerðarlistar á íslandi
nær frá upphafi til nútímans verið skrifuð - það sem vitað er um tímann
fram að því hefur Hörður skráð að mestu leyti líka þó þar hafi fleiri kom-
ið að, einkum fomleifafræðingar, innlendir og erlendir. Enginn annar hef-
ur stundað heildstæðar rannsóknir í þessa veru á Islandi fram til þessa og
er Hörður því ótvírætt með langt forskot á aðra hvað þekkingu á efninu
varðar. Það er því ekki á margra færi að tefla fram annarri sýn á þróun ís-
lenskrar byggingararfleifðar í díalóg við niðurstöður Harðar - og alls ekki
undirritaðs. En með þessu verki er áttavitinn kominn, nú er hægt að hefj-
ast handa við ítarlegri rannsóknir á einstökum þáttum þessarar sögu og
bera saman við niðurstöður Harðar og fylla upp í myndina eða breyta