Morgunblaðið - 14.11.2009, Side 15

Morgunblaðið - 14.11.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is DagSkRá Vilhjálmur Bjarnason ræðir hrunið, reglurnar og framtíð okkar Íslendinga Málefni VM Önnur mál VÉLASALAN ehf. færði í fyrradag Slysavarnaskóla sjó- manna að gjöf tíu Typhoon þurrbúninga ásamt Geco ör- yggishjálmum til notkunar við kennslu í skólanum. Vélasalan var á sínum tíma stofnuð af Gunnari Friðriks- syni, fyrrum formanni Slysa- varnafélags Íslands, og með gjöfinni vill fyrirtækið leggja starfi Slysavarnaskóla sjómanna lið í því mikilvæga verkefni að fækka slysum á sjó. Gjöf þessi mun nýtast skólanum vel við alla þjálfun og jafnframt sýna sjómönnum hversu mikilvægt er að búnaður manna sé alltaf sem bestur. Slysavarnaskóli sjómanna fær góða gjöf frá Vélasölunni FYRSTA opna danssýning íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands verður haldin 25. nóvember nk. Sýningin er í samstarfi við tvo grunnskóla í ná- grenni Laugarvatns, Grunnskóla Bláskógabyggðar og Grunnskólann Ljósaborg og verða dansararnir á aldursbilinu 6-39 ára. Danssýningin er haldin í íþróttahúsi Háskóla Íslands að Laugarvatni og hefst kl. 15. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sporið tekið við Laugarvatn LEIKFÉLAG Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketil- húsinu á Akureyri þann 17. nóv- ember nk. Á málþinginu mun dómsmála- ráðherra flytja erindi ásamt Mar- gréti Steinarsdóttur, framkvæmda- stjóra Alþjóðahúss, Guðrúnu Jóns- dóttur, forstöðukonu Stígamóta, og Fríðu Rós Valdimarsdóttur mann- fræðingi. Málþingið hefst með sýn- ingu á Lilju í Rýminu kl. 15. Að henni lokinni hefjast framsögu- erindi og pallborðsumræður. Málþing um mansal DAGUR íslenskrar tungu er nk. mánudag og að því tilefni stendur Ársafn Borgarbókasafnsins, í Hraunbæ 119, fyrir maraþon- upplestri frá kl. kl. 11-19. Góðir grannar frá vinnustöðum, skólum og heimilum í hverfinu ætla að lesa upp og starfsmenn taka einnig þátt, en þema dagsins er ást og vinátta í öllum sínum myndum. Lesefnið verður fjölbreytt því hver lesari getur komið með efnið sem hann langar til að lesa. Safnið býð- ur kaffi, djús og ástarpunga í tilefni dagsins. Allir eru velkomnir. Maraþonupp- lestur í Ársafni VÉLSLEÐAMÖNNUM gefst um helgina færi á að hittast og bera saman bækur sínar á sleðamessu björgunarsveitanna. Á laugardag- inn koma björgunarsveitarmenn saman í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, en á sunnudag verð- ur sleðamessan opnuð almenningi í Sporthúsinu, Dalsmára. Þar má m.a. fræðast um leit í snjóflóðum og félagabjörgun, ofkælingu, búnað sleðans, sprungur og svelgi. Einnig munu fyrirtæki sýna búnað er teng- ist ferðamennsku á vélsleðum. Björgunarsveitirnar efna til sleðamessu NORRÆNA fé- lagið stendur nk. miðvikudag fyrir námskeiði á Aku- eyri sem ætlað er fólki sem hyggur á flutning til hinna Norður- landanna. Nám- skeiðið er haldið í samvinnu við Eures, evrópska vinnumiðlun, og Norrænu upp- lýsingaskrifstofuna á Akureyri. Námskeiðið er stutt, en farið verður yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við flutning. Það hefst kl. 16.30 í Deiglunni, Kaup- vangsstræti 23 á Akureyri og er ókeypis og öllum opið. Skrá þarf þó þátttöku fyrir 16. nóvember nk. á netfanginu mariajons@akureyri.is eða í síma 462 7000. Flutningur til Norðurlanda kynntur RÍKHARÐUR Jónsson fagnaði áttræðisafmæli sínu á fimmtudag. Af því til- efni tóku félagar í Knattspyrnufélagi ÍA hús á honum og sést Gísli Gísla- son, formaður knattspyrnuráðs ÍA, hér ásamt Ríkharði og konu hans Hall- beru Guðnýju Leósdóttur. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþrótta- bandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA. Hann lék líka með fyrsta meistaraflokksliði ÍA 1946, þá aðeins 16 ára gamall og í heildina lék hann alls 185 leiki með liðinu. Ríkharður hefur einnig verið sæmdur æðstu heið- ursmerkjum ÍSÍ og KSÍ, sem og fálkaorðu hins íslenska lýðveldis. Heiðursfélaginn hylltur STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA er mikill munur. Við vor- um í bráðabirgðahúsum við grunn- skólann. Nú gefst nemendum kost- ur á að ljúka tónlistarnáminu á meðan þeir eru í skólanum. Það er sérstaklega gott fyrir nemendur úr sveitinni,“ segir Lázló Czenek, skólastjóri Tónlistarskóla Rang- æinga. Tekið hefur verið í notkun nýtt sérbyggt húsnæði fyrir tón- listarskólann á Hvolsvelli. Húsnæði tónlistarskólans er í viðbyggingu við Hvolsskóla, 802 fermetrar að stærð á þremur hæð- um. Auk aðstöðu fyrir tónlistar- skólann er hluti hússins samnýttur með Héraðsbókasafni Rangæinga og Hvolsskóla, svo sem fyrir kennslu- og fundarstofu með fjar- fundarbúnaði og geymslur í kjall- ara. Byggingin kostaði með húsbún- aði um 265 milljónir kr. Sveitarfé- lagið tók 75 milljónir að láni vegna verksins. Sérútbúnar stofur Lázló er ánægður með húsnæðið. Á efstu hæðinni eru sérútbúnar stofur til hljóðfærakennslu. Þær eru vel einangraðar auk þess sem einn veggur í hverri stofu er skakk- ur til að drepa niður bergmál. „Við fundum fyrir auknum áhuga strax í haust. Það hefur gengið vel hjá okkur, þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífinu og nemendur eru fleiri en í fyrra,“ segir Lázló. Nemendum fjölgar í tónlistarskólanum Tónlistarskóli Rangæinga í nýtt húsnæði á Hvolsvelli Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Framfarir Hús tónlistarskólans á Hvolsvelli er viðbygging við Hvolsskóla. Ljósmynd/Þuríður H. Aradóttir Tónlist Strákaband leikur við opnun nýja tónlistarskólans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.