Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 30

Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 RÍKISSTJÓRNIN er að ná betri árangri á stjórn efnahagsmála en fyrstu áætlanir Seðla- banka og AGS gerðu ráð fyrir. Það birtist meðal annars í því að atvinnuleysi er mun minna en ætlað var, og samdráttur í lands- framleiðslu er einnig mun minni. Verðbólga er nú á hraðri niðurleið. Svigrúm er að skapast fyrir myndarlega vaxta- lækkun, enda stýrivextir aftur byrj- aðir að lækka. Afnám gjaldeyr- ishamla er sömuleiðis hafið. Íslendingar eru byrjaðir að end- urvinna trú alþjóða fjármálamark- aða eins og staðfest er með því að skuldatryggingaálag íslenska rík- isins hefur hríðfallið undanfarna mánuði. Krónan hefur sömuleiðis styrkst mikið á aflandsmarkaði. Á sama tíma er ríkisstjórnin að gjör- breyta umhverfi sprotafyrirtækja, sem tryggja þúsundir starfa, og sömuleiðis ferðaþjónustunnar. Tím- arnir eru erfiðir, en Íslendingar eru að ná árangri. Sjö lykilþættir Markmið ríkisstjórnarinnar var að ljúka fyrir jól sjö lykilþáttum. Þessir þættir voru að framlengja stöðu- leikasáttmálann, ljúka Icesave- deilunni, sigla AGS-samkomulaginu til hafnar, koma fram lögum um leið- réttingu húsnæðisskulda, ná samn- ingum við kröfuhafa bankanna og ganga frá endurfjármögnun þeirra, ásamt því að afgreiða sterkan fram- kvæmdapakka samhliða endurbótum á starfsumhverfi sólrisugreina eins og ferðaþjónustu og sprotafyr- irtækja. Allir þessir þættir eru að ganga upp um þessar mundir. Í fyrsta lagi er búið að ljúka fram- lengingu stöðugleikasáttmálans. Fyrir það ber ekki síst að hrósa ASÍ, BSRB, og Samtökum atvinnulífs. Þessi samtök sýndu kjark og stöð- uglyndi í afstöðu sinni. Þjóðin stend- ur í þakkarskuld fyrir þeirra framlag. Í öðru lagi er unnið hörðum hönd- um að því að ljúka lausn Icesave- málsins á þingi. Fyrir liggur frum- varp, þar sem helstu fyrirvarar lag- anna frá í sumar eru til staðar, en ríkisábyrgðin látin ná til þess sem kann að standa út af eftir árið 2024. Á sama tíma blasir við, að virði eign- anna í þrotabúi Landsbankans er meira en ætlað var. Heimtur eru því áætlaðar ríf 90%, sem er langt um- fram þau 75 % sem áður var unnið út frá. Um leið er ljóst, að hagkerfi heimsins eru að taka við sér, og það eykur möguleika á að afsetja eign- irnar fyrr. Takist það munu vaxta- greiðslur Íslendinga lækka. Heildar- greiðslur eru því líklegar til að verða mun minni, en margir ætluðu í upp- hafi sumars. Vaxtalækkun og styrkara gengi Í þriðja lagi er endur- skoðun efnahagsáætl- unar Íslands lokið hjá AGS. Pólitískar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar eiga þar ekki sístan hlut. Ávinningurinn er tvíþættur: Annars veg- ar mun losna um lán frá AGS, Norðurlandalán- in, og pólska lánið, og hægt að byggja upp sterkan gjaldeyrisvarasjóð. Hann mun í senn leiða til meira jafnvægis um gengi krónuna, styrkja hana þeg- ar fram í sækir og lækka þarmeð gengisbundnar skuldir. Þetta eykur enn líkur á lækkun vaxta. Rík- isstjórnin mun einnig skoða grand- gæfilega, hvort ekki sé unnt að kom- ast af með mun minni lán en fyrirhugað var, og spara þannig um- talsverðar vaxtagreiðslur. Í annan stað er afgreiðsla AGS opinber vitn- isburður um að Ísland fylgir skyn- samri og heilbrigðri efnahagsstefnu við að vinna sig út úr hruninu. Það mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfi landsins og lykilfyrirtækja, og styrkja í senn möguleika innlendra fyrirtækja til að fjármagna sig, og greiða fyrir fjármagni til nýrra iðju- kosta.. Lánið til Orkuveitu Reykja- víkur er lýsandi dæmi um það. Ár- angur ríkisstjórnarinnar varðandi AGS er lykilatriði í endurreisninni. Endurreisn banka og skulda- leiðrétting Í fjórða lagi hefur ríkisstjórnin unnið hörðum höndum að því að koma bönkunum í starfhæft form. Búið er að ganga tryggilega frá skil- um milli gömlu og nýju bankanna, samningar við kröfuhafa eru á loka- stigi og verður að öllum líkindum lok- ið fyrir jól. Sömuleiðis er tryggt að hluti bankanna verður í erlendri eigu sem bætir sannarlega stöðuna gagn- vart erlendum fjármagnsmörkuðum. Endurfjármögnun bankanna af rík- isins hálfu er jafnframt að ljúka – með snöggtum minni kostnaði en ætl- að var. Öflugir bankar munu ásamt vaxtalækkun verka einsog súrefn- isrík blóðgjöf inn í atvinnulífið. Í fimmta lagi hefur ríkisstjórnin þegar fengið samþykkt á Alþingi í góðri samvinnu við stjórnarandstöð- una lög, sem fela í sér mikilvægar úr- bætur fyrir stóran hóp skuldugra landsmanna. Einstaklingar með fast- eignaveðlán, hvort sem er í krónum eða erlendri mynt, eiga nú kost á greiðslujöfnun. Lenging lána verður að hámarki 3 ár, og að því loknu er kostur á niðurfellingu eftirstöðva. Sömuleiðis er búið að undirrita sam- komulag um greiðslujöfnun vegna bílalána. Þessi aðgerð ríkisstjórn- arinnar skiptir þá sem búa við nei- kvæða eiginfjárstöðu og bera mikla greiðslubyrði verulegu máli. Opinberar framkvæmdir Í sjötta lagi er ríkisstjórnin nú búin að gefa grænt ljós á sterkan pakka opinberra framkvæmda sem margar byggjast á sterkri samvinnu. Búið er að ganga frá viljayfirlýsingu um byggingu hátæknisjúkrahúss upp á 30 milljarða. Samþykkt er að ganga frá útboði vegna Landeyjahafnar, lagningu Suðurlandsvegar sem rík- isframkvæmdar upp að Litlu Kaffi- stofunni sem hægt væri að þætta síð- ar inn í einkaframkvæmd á lúkningu alls verksins, og sömuleiðis hefur rík- isstjórnin heimilað fyrir sitt leyti að ráðist verði í bæði samgöngu- miðstöðvar norðan- og sunnanlands í einkaframkvæmd, og sömuleiðis Vaðlaheiðargöng með stuðningi af gjöldum. Í orku- og stóriðjumálum eru þeg- ar í gangi mjög jákvæðar viðræður við lífeyrissjóði um að koma að fjár- mögnun Búðarhálsvirkjunar. Áform- að hefur verið að þau 85 MW sem falla til í Búðarhálsi verði seld Alcan í Straumsvík, sem mun þá ráðast í innri endurbætur á álverinu í Straumsvík, og skapa við það hundr- uð starfa. Nógir verða um hituna hafi Alcan ekki þörf eða áhuga. Fyrir norðan hefur iðnaðarráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnar skrifað undir viljayfirlýsingu með Lands- virkjun og þremur sveitarfélögum um stofnun félags til undirbúnings orkuframkvæmdum. Þar eru þegar til reiðu 90 MW í Bjarnarflagi og Þeistareykjum. Yfirlýsingin gefur öllum iðjukostum færi á að standa jafnfætis gagnvart nýtingu orkunnar á þessu stigi. Um suðvesturlínu er það að segja, að falli úrskurður umhverfisráðherra á þann veg, sem orkugeirinn telur einboðinn, þá mun Landsnet æskja framkvæmdaleyfis í upphafi nýs árs, og framkvæmdir gætu hafist snemm- sumars einsog ráð var fyrir gert. Línuframkvæmdirnar munu kosta 30 milljarða, og fjármögnun fyrir fram- kvæmdir næsta árs eru þegar tryggðar. Þegar lánshæfi Íslands batnar í kjölfar lausnar Icesave- málsins og afgreiðslu AGS munu orkufyrirtækin eiga auðveldara um fjármögnun framkvæmda á suðvest- urhorninu – og annars staðar. Athafnaskáldin Í sjöunda lagi er ríkisstjórnin að styrkja stöðu sólrisugreina einsog sprotafyrirtækja og ferðaþjónustu með marktækum hætti. Báðar þess- ar greinar vinna kraftaverk á hverj- um degi og frumkvöðlaþróttur beggja er einstakur. Á síðustu miss- erum hafa margvíslegar aðgerðir leitt til mikilla bóta á umhverfi ferða- þjónustunnar. Næsta skref er að samþykkja frumvarp um nýja Ís- landsstofu, sem ekki síst mun styrkja sókn ferðaþjónustunnar og samhliða nýjum áherslum í utanríkisþjónust- unni slá vel undir nára markaðs- sóknar erlendis. Í sama anda hefur ríkisstjórnin ráðist í margvíslegar umbætur á starfsumhverfi sprotafyrirtækjanna. Þar má nefna markaðsstyrki, sem hafa reynst ótrúlega vel, sérstaka frumkvöðlastyrki, sex ný þróun- arsetur, og reglur sem heimila að ráða sérfræðinga af atvinnuleys- isskrá þannig að atvinnuleysisbætur fylgja. Frumtakssjóðurinn, sem hef- ur milljarða til að fjárfesta í þrosk- uðum sprotum, hefur haldið áætlun, og sannarlega unnið í þeim anda sem fyrrverandi iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, ætlaði honum. Í tíð minnihlutastjórnarinnar var sam- þykkt tillaga mín um að hefja smíði frumvarps um skattalegar ívilnanir, sem mun gjörbreyta möguleikum sprotafyrirtækja til að þróa nýja framleiðslu. Það frumvarp, sem felur í sér flutning á 1,5-2 milljörðum ár- lega frá ríkinu til sprotafyrirtækja, hefur þegar verið lagt fram og rætt á Alþingi. Full ástæða er til að óska fjármálaráðherra og núverandi iðn- aðarráðherra til hamingju með und- irtektir við því á nýafstöðnu Sprota- þingi. Þegar áhrif þessara miklu breytinga verða að fullu komnar fram mun rekstrarumhverfi sprota- fyrirtækja hvergi verða betra en á Ís- landi. Þrátt fyrir erfitt fjárlagafrumvarp og þunga bagga sem alltof margir bera vegna hrunsins er eigi að síður ljóst að margt ákaflega jákvætt er að gerast á Íslandi. Saman fer elja rík- isstjórnar við að leysa tröllaukin vandamál efnahagskreppunnar, og einstakur dugur og útsjónarsemi frumkvöðla og einstaklinga í atvinnu- rekstri. Stjórnarandstaðan á líka við- urkenningu skilda fyrir margar mál- efnalegar hugmyndir, sem hafa haft jákvæð áhrif á ákvarðanir rík- isstjórnarinnar. Menn þurfa að vinna saman. Þjóðin, þingið og ríkisstjórnin verða að einhenda sér með jákvæð- um hætti í að tryggja að út úr krepp- unni komi Ísland sterkara samfélag, með öflugt velferðarkerfi, og dreifð- ari áhættu í atvinnulífinu en áður. Það er meira en mögulegt – og innan seilingar leggist menn saman á árar. Skýr efnahagsstefna gegn kreppu Eftir Össur Skarphéðinsson » Þrátt fyrir erfitt fjárlagafrumvarp og þunga bagga sem alltof margir bera vegna hrunsins er eigi að síður ljóst að margt ákaflega jákvætt er að gerast á Íslandi. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Ég veit ekki alveg hvor ummæliImbu Sollu eru óheppilegri; þausem hún viðhafði á Borgarafund-inum í fyrra – að fólkið í salnum væri ekki þjóðin, eða þegar hún afsakaði þessi orð sín í þætti Sölva á Skjá 1 fyrir stuttu: „Mér fannst fólkið reitt og það gerði mig líka reiða.“ Reiði hennar var þó af allt öðrum toga en reiði fólksins sem var að missa aleiguna. Fólkið var reitt útí hana vegna getuleys- is ríkisstjórnar henn- ar en Imba var auðvitað ekki reið útí sjálfa sig heldur var hún reið fólkinu fyrir að vera reitt henni og hennar handónýtu ríkisstjórn. Skilningsleysi Imbu er greinilega ennþá al- veg í algleymingi. Hún virðist ekki ennþá ná því, ári eftir hrunið, hversvegna fólkið var og er reitt. Menn virðast missa allt jarðsamband um leið og þeir komast á þing. Fara strax uppí 40 þúsund fetin, – sumir í boði útrásardólganna. Er reiði fólks virkilega óskiljanleg? Í þætti Sölva á Skjá 1 sagði Imba Solla spekingslega: „Ég held að reiðin sé mjög vont afl. Eitt af því, sem ég ásaka sjálfa mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið, það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu. Ég get ásakað sjálfa mig fyrir að hafa ekki stuðlað að því að draga meira úr þeim skelli sem að þetta varð fyrir samfélagið og draga úr þeirri reiði sem þetta kallaði fram í samfélaginu, vegna þess einsog ég segi: Reiðin er svo vont afl.“ Hún semsagt framkallaði reiði og reiddist svo fólkinu fyrir að reiðast. Hún skilur ekki að fólk fylltist réttlátri reiði. Reiði getur nefnilega verið réttlát og undanfari breyt- inga til batnaðar þó að Imba skilji það auð- vitað ekki. Imba leggur réttláta reiði og græðgi að jöfnu Og áfram hélt samspillingarskörungurinn að ausa úr viskubrunni sínum: „Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eru hugmyndafræðingar eða talsmenn reiðinnar þeir gera samfélaginu jafn mikið ógagn og hugmyndafræðingar og talsmenn græðg- innar gerðu á sínum tíma.“ Vá, hvað þetta er djúpt. Einstein bara mættur á svæðið. Hún hlýtur að fá Nób- elinn fyrir þessa speki. Hún leggur að jöfnu fólk sem er reitt yfir því að hafa misst aleiguna og fólk sem mærði græðgina, Baugsveldið og útrásina í hástert. Þar er hún líklega að tala um sjálfa sig, Ólaf Grí (m)s og fleiri slíka lírukassaapa útrás- arinnar. Henni virðist fyrirmunað að skilja reiði fólks enda lítur hún ekki á almenning sem þjóðina. Þjóðin er í hennar huga þotu- liðið; stjórnmálamenn, útrásarviðrini og kúluvambir bankanna. Hún og hennar vank- aða ríkisstjórn framkölluðu reiði með að- gerðaleysi sínu og aulaskap og svo furðar hún sig núna á reiði fólks. Ég veit ekki hvað þetta er sem hún er með í höfðinu, en ég óska henni góðs bata þó hann sé ekki beint sýnilegur. Mitt síðasta verk væri að gera grín að veikindum fólks, en þegar ein- hver sagði mér að Imba Solla væri með eitthvað í hausnum þá sagði ég að það gæti bara ekki verið. Ég tryði nú ekki hverju sem væri. Hún væri jafn tóm og vasar al- mennings. Það eru greinilega engin batamerki á lofti. Bara manneskja full af lofti. stormsker.blog.is Laugardagshugvekja Sverris Stormskers Ingibjörg Sólrún reið þjóðinni Sverrir Stormsker ALLIR aðilar efnahagslífsins finna fyrir verulegum búsifjum, tekjur fyrirtækja eru að lækka, laun almennings eru að lækka, verðbólga og vextir eru að sliga skuldara, skattar fara hækkandi og svona mætti telja upp fjölda tilsvar- andi pósta. Á þá staðreynd hefur verið bent að á sama tíma hafa op- inber hefðbundin rekstrarútgjöld (einkum launaútgjöld) ekki fundið jafn illilega fyrir niðurskurð- arhnífnum og virðist minni áhugi á að ráðast á þann þátt opinberra út- gjalda en t.d. að hækka skatta. Á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar og fer þess hægt og rólega að gæta í fjöl- miðlum landsins og í framapoti ein- stakra frambjóðenda með skrifum eða viðtölum um einstök stefnumál í framhaldinu velt því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sveitar- stjórnarmála megi taka til endur- skoðunar – hjá mörgum verður þetta spurning um krónur og aura (útsvarsprósentu) meðan aðrir meta þetta út frá fleiri þáttum, s.s. tilfinn- ingalegum. Nú hef ég svo sem engar beinar forsendur til að segja að þetta sé fjárhagslega skynsamlegt. En ein- hverra hluta vegna finnst mér það ekki ólíklegt. Væri ekki tilvalið fyrir Reykjavíkurborg að ríða á vaðið með úttekt á slíkri stórsameiningu – slíkt myndi hugsanlega vera innlegg í það hvernig ríkisvaldið ætti að taka á sínum niðurskurðarmálum. komandi kosningum. Í næsta nágrenni við höfuðborg- ina eru 6 sveitarfélög – Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarn- arnes, Mosfellsbær og Álftanes. Ör- lítið lengra frá liggja síðan Akranes og Borgarbyggð, Árborgarsvæðið og Hveragerði, Reykjanesbær og sveitarfélögin þar í kring. Á þessu stóra landsvæði búa um eða yfir 3/4 hluta landsmanna eða nokkuð á þriðja hundrað þúsund manns. Það er svo sem ekki mikill fjöldi af fólki – svona í öllum eðlileg- um alþjóðlegum samanburði. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hvort það gæti verið fjárhagslega skynsamlegt að sameina öll þessi sveitarfélög á Suðvesturlandi í eitt. Má ekki kalla eftir fjárhagslegri út- tekt á slíku? Almenningur gæti þá í Kjartan Brodda Bragason Sveitarfélög á Suðvesturlandi Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.