Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
fyrst. Eftir það varð ekki aftur snúið.
Takk fyrir allt, elsku Ransý mín,
það var mér sannur heiður að fá að
kynnast þér.
Hvíldu í friði og Guð blessi þig. Ég
elska þig alltaf.
Þín
Michelle.
Elsku Rannsý mín.
Hún er runnin upp kveðjustundin
alltof fljótt, fallega vinkona mín, og
þó svo ég hafi verið hrædd um það af
og til að þessi barátta myndi tapast
hjá þér, gastu alltaf fullvissað mig um
að allt yrði í lagi að lokum.
Og ég virkilega vildi trúa því.
Enda, hvernig er annað hægt, fjör-
ið í augunum og dugnaðurinn sem þú
sýndir gáfu fyrirheit um að allt yrði
sennilega í lagi.
Ég vissi af þér í mörg ár, áður en
við urðum vinkonur, það þyrlaðist í
kring um þig lífið og fjörið og sem
áhorfandi í fjarlægð var ég viss um að
ég væri ekki, hvað segir maður, þín
týpa? En svo hittumst við, og ég
skildi að þér fannst allt fólk þín týpa,
og að fjörið og dugnaðurinn kom frá
einlægri stúlku sem ekkert aumt
mátti sjá og vildi öllum svo mikið vel,
hvort sem um var að ræða ókunnuga
eða vini og vandamenn.
Og ég hafði þau forréttindi að vera
þér náin í mörg ár þegar þér leið svo
vel og varst svo hamingjusöm og
ánægð, með börnunum þínum og fjöl-
skyldu, þær stundir ætla ég að varð-
veita vel í hjartanu og muna.
Það er svo margt að rifja upp elsku
vinkona, vilja þinn til þess að vera til
staðar fyrir vini þína og fjölskyldu,
heimili þitt sem, hvar sem þú bjóst
var alltaf rómantískt og fallegt, ást-
ina sem þú barst til barnanna þinna.
Já, og líka orðheppnina, þú gast
sagt ótrúlegustu hluti sem út úr öðr-
um myndu hljóma, ja ekki nógu vel,
en voru fullkomlega í lagi komandi
frá þér.
Ræktaðu garðinn þinn, sagðirðu
einu sinni við mig þegar þér fannst of
langt síðan þú hafðir heyrt í mér, og
ég reyndi upp frá því að gera einmitt
það þegar við hittumst.
Og þegar við töluðum síðast saman
í síma, var ákveðið að við yrðum að
fara að hittast, ég var erlendis þegar
þetta símtal átti sér stað, og mikið er
ég fegin að hafa talað við þig þann
daginn, annars hefði verið óbærilega
langt síðan við töluðum saman.
Og þó svo að hittingnum sé frestað
veit ég að á móti þér tekur breiður
faðmur þeirra sem á undan fóru, og
ég veit líka að þinn æðri máttur bíður
þín með frið ást og ró.
Ég sendi börnum þínum og fjöl-
skyldu allri mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og bið guð að styrkja ykkur
öll á þessum erfiða tíma.
Ég ætla líka að trúa þvi að nú sé allt
í lagi.
Harpa.
Elsku besta vinkona, nú kveðjumst
við í hinsta sinn.
Við vorum búnar að vera vinkonur í
35 ár og áttum yndislegan tíma sam-
an. Allar minningarnar geymi ég í
mínu hjarta. Þetta er stórt skarð sem
þú skilur eftir. Nú veit ég að þú ert
komin í Paradís og öllum þínum þján-
ingum lokið. Ég mun ætíð geyma þig í
mínu hjarta og þar átt þú stórt pláss
og ég er svo lánsöm að eiga svo margt
fallegt sem þú hefur gefið mér í gegn-
um tíðina. Elsku Ransý mín, hvíldu í
friði.
Samúðarkveðjur til Tryggva, Íris-
ar og barna. Til Kristínar og Klöru
dætra þinna. Til Jenna litla sonar
þíns og Michelle fósturdóttur þinnar.
Einnig vil ég votta Georg og Súsönnu
mína dýpstu samúð.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Einnig senda Haukur Sveinn
Hauksson og Gísli Þór Hauksson sín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Þín
Anna Aðalsteinsdóttir
og Róbert M.
Elsku kæra vinkona.
Nú ertu farin yfir móðuna miklu og
komin til Jesú Krists og Maríu meyj-
ar, þar sem allt er fallegt og gott og
nú hefur þú fengið friðinn sem þú
þráðir svo mikið. Það var okkur heið-
ur að fá að kynnast þér og áttum við
rúmlega þrjátíu ár saman. Við þökk-
um þér fyrir samveruna í gegnum ár-
in, bæði fyrir súrt, sætt, tár og gleði.
Strákarnir okkar léku sér mikið sam-
an yngri árum og frömdu mörg
prakkarastrikin saman.
Elsku Rannsý mín, ég þakka þér
fyrir að elska dóttur mína Michelle
Marie frá fæðingu og vera henni stoð
og styrkur í lífinu.
Við kveðjum þig, elsku Rannsý og
eigum eftir að sakna þín mikið, elsku
stelpan okkar.
Við vottum börnum þínum og
systkinum þínum okkar dýpstu sam-
úð.
Guð veri með ykkur.
Við látum þetta litla ljóð fylgja með
þér, elsku Rannsý.
Í sólhvítu ljósi
hinna síðhærðu daga
býr svipur þinn.
Eins og tálblátt regn
sé ég tár þín falla
yfir trega minn.
Og fjarlægð þín sefur
í faðmi mínum
í fyrsta sinn.
(Steinn Steinarr.)
Bless í bili.
Þínar
Gayle og Hólmfríður (Íja).
Í dag kveðjum við vinkonu okkar,
hana Ransí. Við vorum 6 hressar,
ungar konur sem lærðum svæðanudd
fyrir 11 árum og höfum alltaf haldið
sambandi í gegnum árin. Á þessum
tíma hafðir þú nýlega eignast hann
Jenna þinn og allt gekk vel. Þetta
voru góð ár.
Við kláruðum skólann og héldum
sambandi, einu sinni á ári hittumst
við í sumarbústaðnum hennar Ingu
og þá skemmtum við okkur konung-
lega. Þú varst ávallt hress og
skemmtileg. Þín verður sárt saknað,
kæra vinkona.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við þökkum þér, kæra vinkona, all-
ar stundirnar sem við áttum saman.
Þú verður með okkur áfram í minn-
ingunni.
Við vottum börnum þínum innilega
samúð og biðjum um styrk fyrir þau.
Nuddurnar,
Kristín, Vilhelmína, Sigríður,
Anna og Ingibjörg.
✝ Gísli Gíslasonfæddist í Hvammi
á Barðaströnd 21. maí
1918. Foreldrar hans
voru hjónin Salóme
Guðmundsdóttir og
Gísli Gíslason er þar
bjuggu. Gísli var
þriðji í röð sjö barna
þeirra hjóna. Af þeim
eru á lífi Guðmundur
og Gunnar en látin
eru systurnar Guðrún
og Hákonía, sem voru
eldri, og bræðurnir
Kristján Pétur og
Hjalti. Föður sinn missti Gísli þegar
hann var aðeins fimm ára gamall.
Móðir hans stóð áfram fyrir búi
næsta áratuginn. Gísli var hjá nýj-
um ábúanda í Hvammi til vors 1934,
fór þá í vinnumennsku að Saurbæ á
Rauðasandi. Frá Saurbæ kom hann
aftur að Hvammi árið 1943, en þá
reksfirði og hafði ekki misst úr
sumar þegar sunnanverðir Vest-
firðir tengdust þjóðvegakerfi
landsins við Fjarðarhornsá austan
Klettsháls. Þá var tekið til við að
leggja veg frá Hellu í Vatnsfirði á
Barðaströnd upp á Dynjandisheiði.
Var Gísli í hópi þeirra vegagerð-
armanna sem fögnuðu, ásamt fleir-
um, tengingu norðanverðra Vest-
fjarða við þjóðvegakerfið fyrir
hálfri öld.Við þjóðveginn upp á
Dynjandisheiði skammt fyrir norð-
an Hellu stendur minnisvarði um
vegagerðarmanninn. Kunnugir
telja sig þekkja andlitsdrætti Gísla
á styttunni. Á Tálknafjarðarár-
unum vann Gísli mest við fisk-
verkun. Árin 1966 til 1971 vann
hann við saltfiskverkun í Grindavík
á vetrum og með símavinnuflokki á
sumrum. Eftir að Gísli fluttist til
Patreksfjarðar fór hann fljótlega
að vinna hjá Áhaldahúsi Patreks-
hrepps og vann þar til starfsloka.
Útför Gísla fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju í dag, 14. nóvember, og
hefst athöfnin kl. 14.
bjuggu þar Hákonía
systir hans og maður
hennar Karl Sveins-
son. Til Tálkna-
fjarðar fluttist hann
árið 1961 en aftur að
Hvammi í árslok
1965. Frá Hvammi
fluttist Gísli síðan al-
farið til Patreks-
fjarðar í árslok 1971
og bjó þar í íbúð sinni
að Urðargötu 9 til
hausts 2008. Þá var
hann fluttur sjúkur á
Fjórðungssjúkra-
húsið á Ísafirði þar sem hann var í
góðu yfirlæti uns hann lést 31. októ-
ber sl.
Fram um 1960 vann Gísli vega-
vinnu á sumrum og ýmsa vinnu til
sveita og við sjávarsíðuna á öðrum
árstímum. Hann mun hafa byrjað
vegavinnu á Raknadalshlíð í Pat-
Okkur langar að minnast góðs
vinar, Gísla Gíslasonar, sem lést
hinn 31. okt. sl., 91 árs að aldri.
Gísli var stórbrotinn persónu-
leiki, hann var það sem nútíma vís-
indi myndu sennilega kalla mis-
þroska. Hann eignaðist marga góða
vini og fjölda kunningja, en til voru
líka einstaklingar sem nýttu sér
annmarka hans.
Orðið vinur hafði stóra merkingu
í hans huga.
Sumarið 2008 heimsóttum við
Gísla á heimili hans á Patreksfirði,
þar sat einmana gamall maður í
óhrjálegu umhverfi.
Í rúmt ár hafði Gísli átt heima á
öldrunardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Ísafirði. Þar leið honum
vel, og þar sáum við aftur þann
Gísla sem við þekktum áður, kátan
og félagslyndan, með brennandi
áhuga á pólitík og íslenskri knatt-
spyrnu.
Fyrir mánuði sagði hann orðrétt
„Ég verð hér þann tíma sem mér er
ætlaður, ég fékk nú eitt gott ár í
lokin“.
Gísli minn, við vitum að þú færð
góðar móttökur á nýjum stað.
Afrek þín verða ekki í annálum talin
né upphafið nafn þitt á gullnum
skýjum,
en í hjarta mannsins er fegurðin
falin
fagnað þér verður í heimkynnum
nýjum.
(G.G.)
Farðu vel vinur,
Hrafn og Guðríður.
Gísli Gíslason
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
PÉTURS ÓLAFS WELKER ÓLAFSSONAR,
Frostafold 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við gjörgæsludeild
Landspítalans Fossvogi og Axel Sigurðssyni hjartalækni fyrir góða
umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Þ. Welker Friðgeirsdóttir,
Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir, Þorbjörn Ásgeirsson,
Hrólfur Arnar Sumarliðason, Sólveig R. Sæbergsdóttir,
Pétur Ólafur Pétursson, Jónheiður B. Kristjánsdóttir,
Rúnar Þór Pétursson, Heiða Steinarsdóttir,
Karen Welker Pétursdóttir, Stefán Viðar Egilsson,
Birgir M. Welker Pétursson, Stefanía Helga Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
MARGRÉTAR SCHEVING,
Hringbraut 45,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A2 á Grund
fyrir umönnun og hlýlegt viðmót.
Guð blessi ykkur öll.
Ágústa Erlendsdóttir,
Baldur Sveinn Scheving, Konný Hansen,
Gylfi Guðmundur Scheving, Jóhanna Guðríður Hjelm,
Knútur Örn Scheving, Anna Helga Kristinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÓSU GEIRÞRÚÐAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Rjúpufelli 31,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild B2
Landspítala Fossvogi og starfsfólki á deild K2
Landspítala Landakoti fyrir hlýhug og góða umönnun.
Rósa Sigríður Sigurðardóttir,
Þorleifur Már Sigurðsson
Dóra Guðný Sigurðardóttir, Jón Harry Óskarsson,
Elmar Örn Sigurðsson, Tinna Sigurðsson,
Kristján Guðni Sigurðsson,
Heimir V. Pálmason,
Emil Thorarensen,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANFRÍÐAR KRISTÍNAR
BENEDIKTSDÓTTUR
frá Hnífsdal,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir
frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Ágúst Jónsson, Birna Geirsdóttir,
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, Jón K. Guðbergsson,
Anna Jenný Rafnsdóttir, Gylfi Ingólfsson,
Ásdís Lára Rafnsdóttir,
Elinborg Jóna Rafnsdóttir,
Edda Maggý Rafnsdóttir, Þórarinn Kópsson,
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.