Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 49

Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 49
Velvakandi 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Gæsin er talin mjög styggur fugl. Fuglarnir á Tjörninni laðast hinsvegar að mannfólkinu sem gefur þeim brauð á góðum degi. Mannfólkið laðast ekki síður að þeim eins og þessi unga stúlka sem gefur þeim brauðið sitt. Morgunblaðið/Heiddi Mannelskir fuglar Óðinssjóður ÉG sá það í Morg- unblaðinu 7. nóvember síðastliðinn að varð- skipið Óðinn væri far- inn að láta ásjá, sem von er. Hann þarf að fara í slipp og láta mála hann. Lífið er um aura í dag eins og allir vita. Því legg ég til að við gamlir sjóarar stofnum Óðinssjóð til að létta undir með við- haldið og þar borgi þeir sem vilja eftir efn- um og aðstæðum. Guðmundur Bergsson. Heyrnartappi/tæki týndist HEYRNARTAPPI/tæki inn í eyra tapaðist á göngu frá Alþingi um Vesturgötu til Kaffivagnsins á Granda, milli klukkan 14 og 15, fimmtudaginn 5. nóvember. Ef ein- hver hefur fundið heyrnartappann/ tækið þá er þess sárt saknað og er hægt að koma því til skila með því að hringja í síma 867- 5205. Leðurarmband fannst LEÐURARMBAND með þremur steinum fannst á milli Lista- brautar og Kringlu- mýrarbrautar 10. nóv- ember síðastliðinn. Eigandi þess getur hringt í síma 553-5710. Gucci-herraúr tapaðist DÝRMÆTT Gucci-herraúr tapaðist í World Class í Orkuhúsinu, mögu- lega í World Class í Laugardal, fyr- ir u.þ.b. 2-3 vikum síðan. Úrsins er sárt saknað. Finnandi vinsamlega hafi samband við Sigurð í síma 866- 3665. Ást er… … að hlusta á sögurnar. Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Seinni lota deildakeppninnar um helgina Mikil spenna er í deildakeppni Bridssambands Íslands og Iceland Express, sem fer fram um næstu helgi 14. og 15. nóvember. Þetta er seinni umferðin, fyrri umferðin var spiluð 17. og 18. okt. sl. en keppt er í tveimur deildum að þessu sinni. Í 1. deild eru 8 lið sem spila ein- falda umferð og fæst þá úr því skorið hvaða sveit verður deild- armeistari. Eftir fyrri hluta keppninnar er staðan þessi: Sveit Júlíusar Sigurjónssonar 135 Sveit Eyktar 122 Sveit Breka 110 Sveit Grant Thornton 104 Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar 103 Sigurvegari mun hljóta 300 þús. kr. ferðavinning frá Iceland Ex- press. Deildameistarar síðasta árs urðu sveit Eyktar og spiluðu þeir fyrir Íslands hönd á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi 2009. Í 2. deild eru 18 lið og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Þar verða spilaðar 9 umferðir eftir Monrad-fyrirkomulaginu, en eftir það skiptist hópurinn. Efstu 6 sveitirnar fara í A-riðil og keppa um tvö sæti í 1. deild. Hinar 12 sveitirnar fara í B-riðil og spila 5 umferðir eftir Monrad-kerfinu. Staðan nú er þessi: Sveit Sagaplast 148 Sveit Kjarans 135 Sveit Garðsapóteks 128 Sveit Riddaranna 120 Sveit Munins 111 Keppnin hefst í báðum deildum klukkan 11 á laugardagsmorgun í húsnæði Bridssambandsins í Síðu- múla 37. Reiknað er með að keppn- inni ljúki síðdegis á sunnudag. Allar frekari upplýsingar veitir Ólöf í síma 898-7162. Hægt er að fylgjast með keppninni á vefsíð- unni www.bridge.is Glæsilegt skor hjá konunum í Siglufirði Mánudaginn 2. nóvember var spilaður eins kvölds tvímenningur, sem var loka-upphitun fyrir vænt- anlegt fjögurra kvölda Siglufjarð- armót í tvímenningi. Ekki fer á milli mála að þær Kristín Boga- dóttir og Guðrún Jakobína Ólafs- dóttir virðast komnar í afgerandi spilaform, en þær enduðu með 73,75% skor, auk þess að taka helminginn af öllum toppum sem í boði voru og að líkindum hafa þær sett Siglufjarðarmet. Úrslit urðu annars þessi: Kristín Bogadóttir – Guðrún J. Ólafsd. 118 Ólafur Jónss. – Guðlaug Márusdóttir 96 Jóhann Jónss. – Gottskálk Rögnvaldss. 92 „Sigurðarmót“, kennt við hinn kunna bridsfrömuð Sigurð Krist- jánsson sparisjóðsstjóra, hófst mánudaginn 9. nóvember sl. Til leiks mættu 14 pör. Mótið er fjög- urra kvölda og mun spilað næstu 3 mánudaga. Eins og sjá má af úr- slitum fyrsta kvöldsins virðist ætla að verða um jafna og skemmtilega keppni að ræða, en efstu sæti skipa: Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 188 Hreinn Magnúss. – Friðfinnur Haukss.188 Sigurður Hafliðason – Björn Ólafsson 177 Jóhann Jónss. – Gottskálk Rögnvaldss.177 Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusd. 173 Þorsteinn Jóhannss. – Reynir Karlss. 173 Staða efstu spilara í bronsstiga- baráttunni er nú þessi: Anton Sigurbjörnsson 64 Bogi Sigurbjörnsson 64 Sigurður Hafliðason 62 Björn Ólafsson 62 Þorsteinn Jóhannesson 27 Friðfinnur Hauksson 24 Hreinn Magnússon 24 Þeir bræður Anton og Bogi virð- ast því ætla að verjast af hörku ásókn félaga sinna í að ná af þeim bronsmeistaratitlinum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.