Morgunblaðið - 14.11.2009, Síða 60
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2009
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,73
208,06
118,16
24,925
22,155
18,119
122,81
1,388
199,13
185,48
Gengisskráning 13. nóvember 2009
125,03
208,57
118,51
24,998
22,22
18,172
123,15
1,3921
199,72
186,0
239,4267
MiðKaup Sala
125,33
209,08
118,86
25,071
22,285
18,225
123,49
1,3962
200,31
186,52
Það hefur verið í
nógu að snúast hjá
Bryndísi Krist-
jánsdóttur skatt-
rannsóknarstjóra
að undanförnu. En
nú bíður Bryndísar
nýtt og spennandi
verkefni því frá og með þessari helgi
fer hún í fæðingarorlof, sem standa
mun fram í júní á næsta ári.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið
að Stefán Skjaldarson, skattstjóri
Vesturlandsumdæmis, verði settur
skattrannsóknarstjóri þennan tíma.
Stefán er gamalreyndur og hefur
starfað við skattamál frá 1981.
SKATTAMÁL
Skattrannsóknarstjóri er
farinn í fæðingarorlof
Eyjólfur Sverr-
isson sat á meðal
áhorfenda í bænum
Serravalle í San
Marínó í gærkvöld
og horfði á læri-
sveina sína í 21 árs
landsliðinu í fót-
bolta bursta heimamenn, 6:0. Eyjólf-
ur þurfti að taka út eins leiks bann
og mátti því ekki stjórna liðinu en
Tómas Ingi Tómasson sá um það í
staðinn. Eyjólfur sagði við Morg-
unblaðið að hann hefði skemmt sér
konunglega í stúkunni, enda hefðu
strákarnir spilað frábæran fótbolta
frá fyrstu mínútu. Þeir hafa nú gert
22 mörk í síðustu fjórum leikjum.
FÓTBOLTI
Eyjólfur skemmti sér
vel á meðal áhorfenda
Í næstu viku
hefst alþjóðleg at-
hafnavika. Andrea
Róbertsdóttir
verður þá með
„gjörning“ að eigin
sögn en hún hefur
elt nokkrar ís-
lenskar konur á röndum undanfarið
og tappað orkunni sem af þeim gust-
ar á tóbakshorn. Þau verða seld í
nýrri verslun Eymundsson á Skóla-
vörðustíg á 1.000 íslenskar krónur
og rennur ágóðinn í innkaup fyrir
iðjuþjálfun heimilismanna á Hrafn-
istu og Grund.
ORKUMÁL
Átöppuð kvenorka seld á
alþjóðlegri athafnaviku
Heitast 8°C | Kaldast 2°C
Rigning eða súld
með köflum á aust-
anverðu landinu en yf-
irleitt þurrt
vestan til » 10
FÓLK Í FRÉTTUM»
TÓNLIST»
Egill vill vinna nýtt
Þursaefni. »54
Ísland verður heið-
ursgestur á bóka-
messunni í Frank-
furt 2011. Halldór
Guðmundsson stýrir
vinnunni. »50
BÓKMENNTIR»
Frankfurt
2011
LEIKLIST»
Megan Fox gerir það
ekki endasleppt. »59
TÓNLIST»
Metal-munkar þrífast á
Ítalíu!? »58
Ingveldur Geirs-
dóttir skrifar um
svokallaðar „chick
lit“-bækur, sem
sýna konur í raun-
verulegu ljósi. »56
Burt með
falsið
AF LISTUM»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ríkustu fjölskyldur skera sig úr
2. Héldu að þau hefðu unnið 16.000
3. Valdur að banaslysi
4. Facebook kom honum til bjargar
Íslenska krónan styrktist um 1,1%
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
„ÞAÐ hefur verið gaman og fræð-
andi að taka þátt í sjálfboðaliðastarf-
inu og það hefur opnað augu mín
fyrir því um hvað þetta snýst. Ég hef
meðal annars verið að vinna í Dvöl,
athvarfi sem Kópavogsdeild Rauða
krossins rekur fyrir fólk með geð-
raskanir,“ segir Valtýr Ingþórsson
en hann er einn af þeim nemendum
Menntaskólans í Kópavogi sem hafa
verið í áfanga við skólann um sjálf-
boðið Rauðakrossstarf, en það er
kennt í samstarfi við Kópavogsdeild
Rauða kross Íslands.
Lokaverkefni áfangans felst í því
að nemendur skipuleggja og hafa
umsjón með árlegum handverks-
markaði Rauða krossins sem verður
í dag í sjálfboðaliðamiðstöðinni
Hamraborg 11 í Kópavogi. Þar ætla
krakkarnir að selja fjölbreytt hand-
verk sem allt er unnið af sjálf-
boðaliðum. Þar má finna fjölbreyttar
og fallegar sauma- og prjónavörur,
kökur, jólakort og föndur. Einnig
verður Afríkuhorn þar sem selt
verður handverk frá Mósambík,
skartgripir, box, töskur, batikmynd-
ir og fleira. Allur ágóði rennur til
neyðaraðstoðar innanlands.
Ætlar til Afríku seinna meir
Hafdís Rún Gylfadóttir tekur nú í
annað sinn þátt í þessum áfanga,
enda er hún mjög áhugasöm um
sjálfboðaliðastarf almennt. „Ég
ákvað þegar ég var lítil stelpa að ég
ætlaði að vinna fyrir Rauða krossinn
þegar ég yrði stór. Strax og ég hef
aldur til ætla ég að bjóða mig fram í
sjálfboðaliðastörf í Afríku eða ann-
ars staðar þar sem þörf er fyrir
hjálp. Ég hvet líka vini og fólk í fjöl-
skyldunni minni til að leggja sitt af
mörkum, það er þörf á mörgum
stöðum hér á landi,“ segir Hafdís
sem starfaði í fyrri áfanganum í
Rjóðrinu sem er hvíldarstaður fyrir
langveik börn. „Við vorum að lesa
fyrir þau, spjalla og leika, fara með
þau út í göngutúra og halda þeim fé-
lagsskap. Við aðstoðuðum líka
starfsfólkið eftir þörfum. Núna í
seinni áfanganum hef ég verið í Eld-
hugum, en það er félagsstarf fyrir
unglinga af erlendum og íslenskum
uppruna, það hefur verið mjög gam-
an.“ Nemendur sem velja áfangann
Sjálfboðið starf fá fræðslu um hug-
sjónir og störf Rauðakrosshreyfing-
arinnar og sækja námskeið fyrir
sjálfboðaliða. Þau geta valið áfang-
ann aftur og allir nemar innan
Menntaskólans í Kópavogi geta ver-
ið með en í sum verkefnin þurfa þau
reyndar að vera orðin 18 ára.
Markaðurinn verður opinn frá kl.
11-16 í dag.
Menntskælingar með
Rauðakrossmarkað í dag
Þátttaka í sjálf-
boðaliðastarfi er
valfag fyrir nema
Morgunblaðið/Ómar
Gaman Stemningin var góð hjá krökkunum sem voru á fullu í gær að undirbúa markaðinn, raða upp vörunum,
verðmerkja og sjá um annað skipulag. Svo er nauðsynlegt að sprella aðeins með fjölbreytt og fallegt handverkið.
ÍSLANDSMEISTURUM KR í körfuknattleik
karla hefur verið boðið til Chengdu í Kína. Þeir
fara þangað skömmu fyrir jólin og spila tvo sýn-
ingarleiki gegn sterku kínversku atvinnuliði,
Beijing Aoshen. Leikirnir eru liðir í viðamikilli
aðstoð við fórnarlömb jarðskjálfta sem reið yfir
nágrenni Chengdu á síðasta ári en fjöldi fólks á
þar enn um sárt að binda. | Íþróttir
KR-ingar til Kína
EIVÖR Pálsdóttir gaf í vikunni út tónleikaplöt-
una Eivör Live sem hefur að geyma lög frá hin-
um og þessum skeiðum í hennar tiltölulega
stutta en um leið frjóa ferli. Hún gerði stuttan
stans hér á landi í gær og tók upp strengi ásamt
félögum úr Caput-hópnum fyrir nýja hljóðvers-
plötu sem út kemur í mars á næsta ári. Á henni
vinnur hún með hljómsveit, gömlum félögum úr
heimabænum Götu, og segist hún hafa rokkað
sig nokkuð upp, meira sé um læti og heilnæman
hávaða en á fyrri plötum. Í viðtali við Arnar
Eggert Thoroddsen segist hún ávallt glöð yfir
því að vera komin „heim“, þó að stoppin kunni
stundum að vera stutt. | 52
Eivör með tónleikaplötu
Færeyska drottningin
gerði hér stuttan stans
Gyðja Er glöð yfir því að vera komin „heim“.