Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 319. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu Tímarit Öryrkjabandalags Íslands fylgir Morgunblaðinu í dag «BLOODGROUP HEFUR VERIÐ Á FERÐ OG FLUGI ALLT ÁRIÐ «RAKSTUR MEÐ SKÖFU Besta tólið til að skafa skeggið 6 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐI frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun ríkissjóðs að lögum verður litið á hluta arðgreiðslna einkahlutafélaga sem launatekjur og þær skattlagðar sem slíkar. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, segir að með frum- varpinu hafi stjórnvöld viljað draga úr þeim mun sem sé á skattlagningu launatekna og skatta sem einka- hlutafélög greiða. Gunnar Egilsson, lögfræðingur hjá Deloitte, segir að verið sé að „umbylta kerfinu“ með þeim tillög- um sem gerðar eru á skattlagningu arðgreiðslna. Breytingarnar geti komið illa við einyrkja, sérstaklega þar sem skattalegt bókfært eigið fé einkahlutafélaga sé almennt lágt. Indriði segir að það sé trúlega enn eitthvert skattalegt hagræði af því fyrir einyrkja að vera með rekstur- inn í einkahlutafélagi frekar en á eig- in kennitölu. „Hann er orðinn til mikilla muna minni og það fer að verða spurning hvort það borgi sig fyrir menn að vera með þetta í þess- um félögum því að það kostar ým- islegt í fé og umstangi að vera með þetta í félögum,“ sagði Indriði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að brögð hafi verið að því að launa- greiðslum til ráðandi aðila hafi verið haldið í lágmarki á sama tíma og greiddur hefur verið út verulegur arður úr félögum. „Þessi aðferð við úttekt úr rekstri skapar óeðlilegt misræmi í skatt- lagningu heildartekna á milli rekstr- arforma og hefur þannig haft áhrif á ráðstöfunartekjur eigenda rekstrar, auk þess að skerða tekjur sveitarfé- laga,“ segir í greinargerðinni.  Skattleggja arð | 4 Hluti arðgreiðslna skatt- lagður eins og launatekjur » Skattar á arð og vaxtatekjur fara úr 10% í 18% » Tekjuskattur fyrirtækja hækkar úr 15% í 18% » Tryggingagjald hækkar í annað sinn á þessu ári NÝI Landsbankinn, NBI, færi lang- verst út úr fyrningarleið veiðiheim- ilda, sem stjórnvöld hafa áformað. Bankinn er með nærri helming allra skulda sjávarútvegsins í sínu bók- haldi, eða um 248 milljarða króna. Ef fyrningarleiðin verður farin er hætta á að verðmæti veða í aflaheimildum rýrni og efnahagur NBI og annarra banka einnig. Ekki er gert ráð fyrir fyrningu aflaheimilda í færslu eigna á milli gömlu og nýju bankanna. NBI er eini bankinn sem öruggt er að verður í meirihlutaeigu ríkisins á næstu ár- um. Tap vegna virðisrýrnunar veða í aflaheimild- um mun því lenda á skattgreiðendum, enda gerir sam- komulag NBI við skilanefnd gamla bankans um greiðslur fyrir yfir- færðar eignir aðeins ráð fyrir hækk- un eignaverðs. Ekki liggur fyrir á hvaða verði skuldir sjávarútvegsins voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. thg@mbl.is | 18 Fyrning gæti rýrt efnahag bankanna NBI á mest undir NÚ KVIKNAR á jólatrjánum einu af öðru um borg og bý og í dag kl. 14 verður kveikt á jólatrénu í Kringlunni. Sveppi tendrar ljósin og sprellar eitthvað í leiðinni. Við sama tækifæri hefst góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð. Unnið var að því í gær að hengja skraut á jólatréð. Jólapakkasöfnunin er í samstarfi Kringlunnar, Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands og er árviss viðburður á aðventunni. Fyrir síð- ustu jól bárust 5.000 gjafir í söfnunina og Mæðrastyrksnefnd og Fjöl- skylduhjálp útdeildu pökkunum til fjölskyldna sem hafa úr litlu að moða. JÓLATRÉN UPPLJÓMAST EITT AF ÖÐRU Morgunblaðið/Ómar  ÞINGFUNDI á Alþingi var frest- að á níunda tím- anum í gær- kvöldi. Enn hefur ekki tekist að ljúka annarri umræðu um rík- isábyrgð vegna Icesave- skuldbindinga og verða sex þing- menn á mælendaskrá þegar fundur verður settur kl. 10.30 í dag. Oft á tíðum í gær var fund- arstjórn forseta til umræðu. Meðal annars sökuðu stjórnarliðar þing- menn stjórnarandstöðunnar um að beita málþófi og halda þannig þinginu í gíslingu. Á meðan komast ekki önnur mál til umræðu, m.a. áform ríkisstjórnarinnar í skatta- málum, fjárlög og frumvarp til fjár- aukalaga. Útlit er þó fyrir að Icesave- umræðan klárist í dag. »8 Umræða um Icesave heldur áfram á Alþingi í dag  UM 8.500 manns höfðu seint í gærkvöldi skráð nafn sitt á vef InDefence- hópsins og með því skorað á Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Ís- lands, að synja nýjum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar. Taki forset- inn áskoruninni fer lagafrumvarpið í dóm þjóðarinnar. Jóhannes Skúlason, einn að- standenda InDefence, segir að opið verði fyrir skráningar á meðan málið er í meðförum Alþingis. Hann segir skráningum hafa fjölgað um 200-250 á klukkustund í gær. Áður en undirskriftunum er skil- að verður farið rækilega yfir þær og teknar út falskar kennitölur, s.s. ungra barna og fyrirtækja. Hjá skrifstofu forseta fengust þær upplýsingar að Ólafur Ragnar mundi ekki tjá sig um áskorunina að svo komnu máli. Um 8.500 vilja að Icesave- málið fari í þjóðaratkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.