Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 42

Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr ÞAÐ er orðið kalt úti og eftir morguninn situr snjór úti í kanti á götum höf- uðborgarinnar. Það spáir frosti og meiri snjó í næstu viku og lítur út fyrir að haustið hafi loksins vikið og að vetrarveðrið sé komið til að vera. Morgunblaðið/Golli Vetur tekur við af hausti Stórkostleg sýning Ég fór á tískusýningu í Fjölbraut í Breiðholti hjá nemendum sem eru að útskrifast af textíl- og handmennta- kjörsviði. Sýningin var haldin í hátíðarsal í nýju byggingunni og á móti manni tók kerta- ljós og upplýst svið. Trúbador hitaði upp og svo hófst sýningin. Ég var alveg gáttuð á því hvað þetta var æðis- legt. Fötin voru falleg og klæðileg og sýning- arstúlkurnar mjög flottar. Öll tónlist sem var spiluð smellpassaði við það sem var að ger- ast. Þetta var eins og í flottasta tískuhúsi í París. Heiðar Jónsson var kynnir og verður að segjast að hann er alveg á heimsmælikvarða. Hann lýsti öllu svo vel og var svo skemmti- legur. Boðið var upp á malt, appelsín og piparkökur og fólki gefinn kostur á að skoða það sem krakkarnir hafa verið að hanna. Ég fór ekki með neinar væntingar en þetta var alveg frábært. Þetta var flott hönnun og yndisleg kvöldstund. Takk fyrir mig. Ánægður sýningargestur Kannast einhver við þessar myndir? Spurt er um tilurð þessara mynda sem hafa kannski verið teknar um 1940. Líklega hafa þær eitthvað með eplasendingar frá Bandaríkjunum að gera en Grund er með þessar myndir í fórum sínum. Ef einhver kannast við myndirnar má viðkom- andi endilega hafa samband við Guð- björgu R. Guðmundsdóttur á Grund í síma 530-6100 eða á netfangið gud- bjorg@grund.is. Ást er… … að bylta þér varlega svo þú truflir ekki svefninn hennar. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Bridsfélag Reykjavíkur Þriggja kvölda hraðsveitakeppni lauk með sigri Grant Thornton. Í sveitinni spiluðu Sveinn R. Ei- ríksson, Ómar Olgeirsson, Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason og Ragnheiður Nielsen. Lokastaðan var þessi: Grant Thornton 1.646 Símon Símonarson 1.627 Ferðafélagið 1.599 G. Bald. 1.598 Stefán Jóhannsson 1.591 Kjaran 1.582 VÍS 1.576 Guðlaugur Sveinsson 1.521 Hafinn er Cavendish-tvímenning- ur. Fyrsta kvöldi af þremur er lokið og staðan er þessi: Hlynur Angantýs. – Ragnar Hermannss.619 Helgi Bogason – Gunnlaugur Karlsson 595,5 Sveinn R. Eiríksson – Ómar Olgeirsson 551 Garðar Hilmarsson – Csaba Daday 509 Símon Símonars. – Birkir Jón Jónss. 501 Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrsta kvöldið í 3ja kvölda Mitch- ell fór fram mánudagskvöldið 16. nóvember með þátttöku 22 para. Efstu pör í NS: 305 Erla Sigurjónsd. og Óli B. Gunnarss. 301 Sveinn Ragnarss. - Runólfur Guðmss. 291 Snorri Markúss. - Ari Gunnarss. AV 322 Páll Valdimarss. - Ragnar Magnúss. 300 Sigurjón Harðars. - Haukur Árnason 290 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. Harpa Fold Ingólfsdóttir og Daní- el Már Sigurðsson sigruðu með yf- irburðum í eins kvölds tvímenningi Bridsfélags Hafnarfjarðar sem lauk nýlega, Lokastaðan: 66,3% Harpa Ingólfsd. – Daníel M. Sigurðss. 56,5% Ólafur Jóhannss. – Pétur Sigurðss. 56,2% Sigurður Sigurjss. – Eðvarð Hallgrss. 56,2% Friðþ. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss. Akureyrarmót í tvímenningi Síðastliðinn þriðjudag lauk öðru kvöldi af fjórum í Akureyrarmótinu í tvímenningi. Staða þriggja efstu manna þetta kvöldið er eftirfarandi: 60,8% Pétur Guðjónss. – Hörður Blöndal 60,6% Reynir Helgas. – Frímann Stefánss. 59,0% Ragnh. Haraldssd. – Sig. Erlingss. Samanlögð úrslit eftir fyrstu tvö kvöldin eru þá: 60,7% Pétur Guðjónsson – Hörður Blöndal 57,9% Grettir Frímanns. – Stefán Ragnars. 55,4% Reynir Helgas. – Frímann Stefánss. 53,0% Jón Björnsson – Sveinn Pálsson 51,5% Ævar Ármannss. – Árni Bjarnas. Frekari upplýsingar um úrslit má nálgast á heimasíðunni www.bridge.is/felog. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.