Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Opið laugardag til kl. 14 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÍU manna sendinefnd frá Íslandi hélt í gær til Noregs til að sitja aðal- fund samtakanna Nei til EU sem eru systursamtök Heimssýnar hér á landi. Eru þrír þingmenn frá jafn- mörgum flokkum í nefndinni. Norska ríkissjónvarpið og fleiri fjöl- miðlar hafa rætt við Ásmund Einar Daðason, alþingismann og nýkjörinn formann Heimssýnar. Hann segir fjölmiðla einkum hafa spurt um aðildarumsóknina. Margir átti sig ekki á því í Noregi hve mikil andstaða við ESB-aðild komi fram í skoðanakönnunum hér á landi. „Nei til EU buðu okkur að koma en þetta eru samtök með um 30.000 félagsmönnum,“ segir Ásmundur. „Aðalfundarfulltrúar eru um 200. Tilgangurinn með ferðinni er að þétta raðirnar og þeir hafa boðið okkur mikla og margvíslega aðstoð í baráttunni sem er framundan á Ís- landi. Við munum funda með stjórn samtakanna eftir landsfundinn og með ýmsum sem stóðu í slagnum 1994. Einnig hittum við þingmenn sem eru á móti Evrópusambandsað- ild Noregs og ég hef þegar hitt nokkra sem eru á okkar bandi og eiga sumir sæti í norsku stjórninni.“ Ásmundur segir að um sé að ræða gagnaöflunarferð til að efla Heims- sýn, þverpólitísk samtök gegn ESB- aðild. Um 2.000 manns eru nú í sam- tökunum og segir hann margt ungt fólk hafa gengið í þau að undanförnu. En er ætlunin að læra áróðursað- ferðir af Norðmönnunum? „Þeir eru náttúrlega búnir að fara í gegnum þetta tvisvar og á morgun eru 15 ár síðan þeir felldu aðildina 1994. Við munum fara yfir þetta allt með þeim, hver þeirra reynsla er, uppbygginguna á samtökunum og hvað þarf að hafa í huga. Þeir bjóða mikla aðstoð enda sjá þeir eins og aðrir að Evrópusambandið er að sælast í miklar náttúruauðlindir á norðurslóðum. Þeir vilja gera allt sem þeir geta til að hindra sam- bandið í að komast inn með tærnar hjá okkur sem myndi gera erfiðara um vik fyrir Norðmenn.“ Aðstoð fengin hjá Nei til EU Formaður Heimssýnar segir Norðmenn hafa mikla reynslu af því að fella aðildarsamninga við Evrópusambandið og hún geti komið að góðu gagni í baráttunni gegn aðild Íslands að sambandinu Samherjar Frá fundinum í Gardermoen, fremst er norskur fulltrúi, aftan við hann eru alþingismennirnir Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá Konráðs- dóttir og Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar. ÁLFTANESDEILD Rauða krossins og Félag eldri borgara á Álftanesi hafa unnið að því að út- búa ungbarnapakka sem senda á með gámi til Hvíta-Rússlands nú í desember. Á milli 10 og 15 eldri borgarar hafa setið við að prjóna og sauma síðustu tvo mánuði, og eins hefur verið leitað til foreldra barna á leikskólum á Álftanesi til að safna fötum sem einnig fara í gáminn. Unnið var að því af kappi í gær að ganga frá pökkunum. SENDA UNGBARNAFÖT TIL HVÍTA-RÚSSLANDS Morgunblaðið/Golli „VIÐ erum mjög ánægðir með þann stuðning sem lífeyrissjóðirnir og íslenskir og erlendir fagfjárfest- ar hafa sýnt okkur,“ segir Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels á Ís- landi, en hlutafjárútboði á meðal fagfjárfesta lauk í gær. Gjalddagi hinna nýju hluta er 2. desember nk. Umframeftirspurn var eftir hlutafé og ákvað stjórn Marels að taka tilboðum fyrir sjö milljarða króna, eða 38 milljónir evra. Stefnt var að fimmtán prósenta aukningu en heimild var til að fara hærra. Öllum tilboðum var því tekið og þegar upp var staðið jafngilti aukn- ingin átján prósentum. Stjórn Marels samþykkti í kjöl- far útboðsins að auka hlutafé fé- lagsins um 111.136.497 og verður heildarhlutafé félagsins 727.136.497 hlutir. Stefnt að innri vexti Markmiðið með hlutafjárútboð- inu var fyrst og fremst að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og grynnka á íslenskum skuldum. Sigsteinn bendir í því samhengi á að 99% tekna Marels eru í erlendum mynt- um – aðallega evrum – og því sé verið að draga úr gengisáhættu. Hann segir félagið þó mjög stöndugt og stefnt sé að innri vexti, s.s. að styrkja kjarnastarfsemina, eftir öran ytri vöxt undanfarin ár. Umframeftirspurn eftir hlutafé í Marel Tilboðum tekið fyrir sjö milljarða króna BANKASTJÓRI Arion banka, Finnur Svein- björnsson, vill ekki staðfesta að 30 milljarðar hafi verið afskrifaðir af lánum 1998 við yfirfærslu lánsins til nýja bankans. Greint var frá því á vef Við- skiptablaðsins í gær að málefni 1998 hefðu lent á borði Gylfa Magn- ússonar viðskiptaráðherra. Ráðherrann hefði í framhaldinu gefið þau fyrirmæli að setja málið til hliðar þar til ný stjórn hefði tekið sæti eftir að kröfuhafar tækju yfir bankann. Finnur segir þetta ekki rétt. Mál 1998, sem og annarra fyr- irtækja, séu til sífelldrar umræðu innan stjórnar bankans: „Bankinn hefur gefið út að lokaákvörðun verði tekin um málefni 1998 í janúar á næsta ári, en allir kostir verði skoða- ir í þeim efnum. Ég reikna með að þetta mál verði á dagskrá fyrir þann tíma eins og önnur.“ Finnur segist ekki vita til þess að áhugi kröfuhafa á að eignast Arion banka hafi minnkað í kjölfar deilna um skuldamál 1998. Á mánudag rennur út frestur kröfuhafa til að ákveða hvort þeir muni eignast meirihluta í Arion banka. Ef af því verður mun eignarhlutur kröfuhafa líklegast nema um 87-90% í bank- anum. thg@mbl.is Staðfestir ekki stóra afskrift Finnur Sveinbjörnsson Mál 1998 til stöð- ugrar umfjöllunar TÖF á afhendingu bóluefnis gegn A(H1N1) inflúensu raskar áætl- unum sem gerðar höfðu verið um bólusetningar. Þórólfur Guðnason yfirlæknir á sóttvarnasviði land- læknis segir líklegt að þegar fyrir- liggjandi bóluefnisbirgðir klárist verði næsta skammti ekki dreift fyrr en 15. desember. Þórólfur sagði að framleiðsla á bóluefninu hefði ekki verið í sam- ræmi við áætlanir. Hann sagði fleiri en Íslendinga verða fyrir barðinu á þessari töf. Búið er að bólusetja um 70 þúsund Íslendinga. Bóluefnið berst seint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.