Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 MAÐURINN er orðinn allsmáttugur, a.m.k. milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar (IPCC) og Evr- ópusambandið (ESB) sem ætla nú að stjórna loftslaginu á jörðinni. Þau hafa boðað leið- toga heimsins á lofts- lagssirkus í Kaup- mannahöfn fyrir jól. Síðast sýndi sirkusinn á Balí og voru sýningar vel sóttar af skriffinnum og umhverf- istrúarsöfnuðum. Flugfélögin og ol- íufélögin græddu vel. Mörg góð sýningaratriði Í sirkus eru trúðarnir skemmti- legastir og má reikna með að þeir keppi hver við annan í Köben: Stjórnmálamenn munu keppa um hver býður hæst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að setja á kolefnisskatta. Umhverfisvernd- ararnir munu keppa í krassandi heimsendaspám. Vísindamennirnir svo kölluðu munu keppa í spám um bráðnun íss og hækkun sjávar. Þeir eru margir og búnir að eyða nærri 100 milljörðum dala í gagnslaus tölvulíkön og vantar því meira fé í „rannsóknirnar“. Fastur liður á þessum sirkusum er að kynntar verða sérpantaðar „vísindanið- urstöður“ um bráðnun Grænlands- jökuls og Suðurskautsins. Skriffinn- arnir munu svo keppa í að koma sem mestum kvöðum og skrifræði á heimsbyggðina. Og kvótabrask- ararnir munu keppa í að fá sem flesta starfsemi undir losunar- kvótakerfi. Alheimsstjórn Á sýningunni munu IPCC og ESB reyna að láta leiðtogana samþykkja að koma alheimsstjórn og kvótakerfi á koltvísýringslosun svo iðnaður vaxi ekki út um allar koppagrundir þar sem engin yfirstjórn er á hlutunum. Borið verður fé á þróunarlöndin, beitt hótunum og svo þrýstingi um- hverfistískunnar sem fjölmiðlar hafa tekið að sér að sjá um. Hver heilvita maður skilur að ekkert vit er í að láta hvern sem er reisa iðjuver þeg- ar hinn iðnvæddi, siðmenntaði heim- ur eins og ESB er að hætta því. Það er ekki hægt að láta alla vera að byggja upp velsæld á kostnað um- hverfisins. Þessi uppbyggingaróðu lönd keppa við hin vel skipulögðu og sífellt grænni iðnríki sem vita hvern- ig á að stjórna heiminum enda göm- ul og reynd heimsveldi. Kvótakaup góð fjárfesting Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð í helstu fjárglæframiðstöðvum heims, eins og London og New York, af forsvarsmönnum „loftslagssamninganna“ til þess að kaupa los- unarkvóta og selja áfram til auðmanna. Í þessum nýju kvótamiðl- unarfyrirtækjum er kominn góður fjárfest- ingarkostur og veitir ekki af eftir að fjár- plógsgeirinn hrundi í fyrra. Ýkt sniðug fyr- irtæki hafa sprottið upp til að versla með kvóta, t.d. Enron sem var því miður af- hjúpað áður en kvótakerfið komst í gagnið. Helstu heimsendaspámenn- irnir eru stórhluthafar í kvótamiðl- unarfyrirtækjunum. Kominn tími til að þeir græði, sumir eru búnir að basla við þetta eins lengi og Maurice Strong, Al Gore fer líka að komast til ára sinna og þarf að fara að græða á einhverju öðru en glærusýningum. Ríkisstjórn Íslands með skemmtiatriði Ríkisstjórn Íslands leggur sitt af mörkum til þess að sirkusinn megi takast sem best. Hún ætlar að lofa að minnka losun um 25% sem sam- svarar því að bílaflotanum sé lagt – kominn tími til, bílarnir eru orðnir allt of margir. Hún ætlar ekki heldur að framlengja íslenska ákvæðið sem leyfði Íslendingum að byggja iðjuver með reyklausri orku. Enda óþarfi, það á ekki að byggja nein fleiri iðju- ver, bara græna atvinnu. Rík- isstjórnin ætlar að fá losunarkvóta hjá sjálfu ESB sem ætlar að draga saman losun um 30%. Það tryggir enn frekar að engin iðjuver verða byggð. Raunveruleikinn fúll Því miður hefur ekki verið hægt að bjóða til Köben þeim sem stjórna loftslagi á jörðinni enda óhægt um vik, langt að fara og engir stjórn- málamenn til að taka við boðs- bréfum. Þetta eru Sólin, geislagjafar í geimnum, rykið í spunahölum Vetr- arbrautarinnar og svo auðvitað Jörðin á sinni sveiflukenndu braut um sjálfa sig og Sólu. Og loftslagið hunsar alla loftslagssamninga og heldur áfram að kólna. En það gerir ekkert til, á sirkusnum í Köben verð- ur hvort sem er ekki talað um raun- veruleikann. Loftslagssirkusinn kemur til Köben Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson »Reynt verður að koma alheimsstjórn og kvótakerfi á koltví- sýringslosun svo iðn- aður vaxi ekki út um all- ar koppagrundir Höfundur er verkfræðingur. FÉLAGSMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ stóð fyrir stefnumörkun í málefnum geðfatlaðra árið 2006 og hefur unnið eftir þeirri áætlun með verkefn- inu Straumhvörfum. Ný búsetuúrræði hafa verið fundin og byggð upp og virkni efld. Jafnframt hefur verið unnið að upplýs- ingaöflun frá þeim sem njóta þjón- ustunnar, um mat þeirra á gagn- semi ýmissa þátta. Starfsfólk Hlutverkaseturs, með not- endaþekkingu, hefur á skipulagð- an hátt í samstarfi við fagaðila séð um þá upplýsingasöfnun. Gerðar eru þær kröfur til fé- lags- og heilbrigðisþjónustunnar að hún sé byggð á rannsóknum. Þetta er kallað sannreynd eða gagnreynd þjónusta. Krafan er sanngjörn og veitir notendum þjónustunnar, sem og þeim sem veita fjármagn, ákveðið öryggi. Rannsóknir hafa það að markmiði að finna bestu lausnina fyrir sér- hvert vandamál. Væntingar til rannsókna eru að þær gefi einföld og skýr svör um bestu leiðir í hverju tilviki. Rannsóknarnið- urstöður t.d. innan geðheilbrigð- ismála eru hins vegar oft mót- sagnakenndar. Nýrri rannsóknir kollvarpa oft niðurstöðum þeirra eldri. Þó lifa rótgróin viðhorf og staðalímyndir góðu lífi. Nið- urstöður margra rannsókna eru aldrei birtar, njóta ekki sömu virðingar eða fá ekki verðskuldaða athygli. Þrátt fyrir sömu einkenni, sjúkdómsgreiningu eða færn- iskerðingu hefur komið í ljós að mismunandi nálgun hentar. Ein tegund þekkingar er sprott- in frá samanburðarrannsóknum. Þær eru þannig gerðar að þátttak- endur eru valdir af handahófi og skipt í a.m.k. tvo hópa. Annar hópurinn fær t.d. nýja meðferð eða lyf sem á að rannsaka og hinn fær lyfin eða meðferðina sem not- uð hefur verið eða lyfleysu eða enga meðferð. Hvorki þátttak- endur né rannsóknarfólk veit hvað hver hópur fær. Þetta er gert til að tryggja gæði og trúverðugleika rannsóknarinnar. Önnur þekking er sprottin frá reynslu fagfólksins. Fagmenn læra hvað gefur bestan árangur og safna þannig þekkingu með starfsreynslu. Eðli þekkingar sem verður til er háð vinnuum- hverfi, samstarfsfólki og tíð- aranda; þar sem bæði tækifæri og hindranir liggja. Starfsfólk spítala eða stofnana sem skipt hefur um starfsvettvang og farið að vinna t.d. í nærumhverfi skjólstæðinga segist hafa fengið allt aðra sýn á vandamál þess fólks sem það aðstoðar og uppgötv- ar að það eru ekki endilega sömu lögmál sem gilda inni á stofn- unum og utan þeirra. Þriðja forsendan í gagnreyndri þjónustu er að safna upplýs- ingum frá þeim sem nýta þjónustuna; not- endunum sjálfum. Fé- lags- og trygginga- málaráðuneytið hefur með stefnumótun sinni, frá árinu 2006, nýtt sér notendaþekkingu. Sú þekking hefur síðan verið kynnt og gerð sýnilegri með mál- þingum sem nefnd hafa verið „Valdefling í verki“ og haldin hafa verið víðsvegar um land. Lífssagan og umhverfið sem viðkomandi notandi hrærist í er hluti vandans og lausnarinnar. Fagstéttir hafa sína hug- myndafræði og vinnureglur. Ef hver stétt rígheldur í sína hug- myndafræði og er ekki opin fyrir annarri nálgun eða rannsóknar- aðferð verður ágreiningur um gildi aðferða. Þá er hætt við að þeir sem þegar hafa skapað sér sess hafi vinninginn. Skilgreining gagnreyndrar þjónustu veltur því oft á völdum, fjármagni og þegar viðurkenndum aðferðum. Það er ekki endilega sú meðferðaraðferð sem notuð er sem stuðlað hefur að árangri, heldur geta tengsl hlut- aðeigandi skipt höfuðmáli. Þegar komið er að því að þiggja aðstoð geðheilbrigðisþjónustu hefur fólk oft farið langan veg og býr því yf- ir heilmikilli reynslu. Því miður er ekki hefð fyrir því að starfsfólk sýni áhuga á að nýta sér þá reynslu við meðferð. Það má ekki gleymast að líf þeirra sem stríða við geðheilsubrest snýst ekki bara um sjúkdómseinkenni og vanda- mál. Þeir hafa styrkleika, bæði hinn innri og í félags- og stuðn- ingsneti sínu, sem geta verið bata- hvetjandi. Þeir sem starfa innan stjórn- sýslunnar, geðheilbrigðisþjónust- unnar, aðstandendur og notendur eiga að vera vel upplýstir um mis- munandi rannsóknaraðferðir og niðurstöður. Ef dæmi er tekið um þunglyndi þá leiða mismunandi að- ferðir til árangurs en munur á milli aðferða er oft lítill. Hugræn atferlismeðferð, samtalsmeðferð og hreyfing hefur jafn góð áhrif og stundum betri en lyfin. Nýju þunglyndislyfin verka ekki endi- lega betur en þau gömlu. Not- endarannsóknir hafa sýnt fram á að hafi fólk eitthvert val um að- ferð getur það eitt orðið helsti hvatinn í bata. Gagnreynd þjón- usta byggist því á fleiri en einni tegund rannsókna. Hagsmuna- samtök hafa víða um heim barist fyrir auknum valmöguleikum í meðferð fyrir þá sem kljást við geðrænar truflanir. Margir þættir hafa áhrif á líðan og geðheilsu. Þjónustan verður því alltaf að hluta til að vera klæðskerasniðin fyrir hvern og einn. Gagnreynd geðheil- brigðisþjónusta Eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur »Rannsóknir hafa það að markmiði að finna bestu lausnina fyr- ir sérhvert vandamál. Væntingar til rann- sókna eru að þær gefi einföld og skýr svör. Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er iðjuþjálfi/dósent við HA og framkvæmdastjóri Hlutverka- seturs. Í DAG fer fram prófkjör Fram- sóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í Reykja- vík. Einar Skúlason sækist eftir 1. sætinu á lista flokksins. Einar er vel þekktur úr flokksstarfinu og hefur unnið öt- ullega að þeim breytingum sem flokkurinn hefur gengið í gegn um á und- anförnum misserum ásamt nýrri forystu flokksins. Nýir tímar eru runnir upp í flokksstarfinu. Ný forysta var kjörin í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar og er flokkurinn sá eini sem hefur geng- ið í gegn um algjöra endurnýjun á forystu eftir hrunið haustið 2008. Jafnframt þessari endurnýjun á forystunni fór fram gagnger end- urskoðun á stefnu flokksins. Í þeirri stefnumörkun færðist flokk- urinn nær rótum sínum og grunn- gildum sem samvinnu- og fé- lagshyggjuflokkur. Það voru ekki eingöngu bank- arnir sem hrundu fyrir ári síðan. Skipulagsstefna alls höfuðborg- arsvæðisins bauð líka afhroð. Því þurfa nýir tímar einnig að renna upp í sveitarstjórnum á svæðinu og það þarf ekki að koma neinum á óvart, ekki heldur sitjandi fulltrúum Framsóknarflokksins. Sú stefna sem mótuð var á lands- þingi flokksins nær nefnilega einn- ig til sveitarstjórnarstigsins. Nú verður fólkið sem byggir sveitar- félögin í forgangi og einkum þeir sem eiga undir högg að sækja á þessum tímum. Umhverfismál og skipulagsmál þar sem fólk er í fyrirrúmi verða ráðandi í stefnu- mörkun flokksins og Einari Skúla- syni er best treystandi til að ná þessum málum fram. Einar var framkvæmdastjóri Alþjóðahúss til 2008 og undir góðri forystu hans varð Alþjóðahúsið stefnumarkandi í samskiptum við erlenda rík- isborgara sem fluttu til landsins. Erlendir nemendur mínir í ís- lenskunámi hafa enda ítrekað tjáð sig um framsýni hans og hjálp- semi í þeirra garð. Frá 2008 hefur Einar verið skrifstofustjóri þing- flokksins og það hefur hinn al- menni flokksmaður orðið var við með auknu upplýsingaflæði til flokksmanna. Ég hef þekkt Einar Skúlason og verk hans, bæði innan flokks sem utan, í fjölda ára, og treysti hon- um best til að leiða flokkinn í borgarstjórn Reykjavikur og framfylgja þeirri stefnu sem mót- uð var á síðasta landsþingi flokks- ins. Ennfremur tel ég að hann muni best koma fram stefnu- málum flokksins á öllum sviðum borgarmálanna í borgarstjórn. Því set ég Einar Skúlason í 1. sætið. REYNIR ÞÓR EGGERTSSON, fv. stjórnarmaður í FUF í Rvík. Kjósum Einar Skúlason til forystu í borginni Frá Reyni Þór Eggertssyni Reynir Þór Eggertsson BRÉF TIL BLAÐSINS ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 1257 fm atvinnuhúsnæði. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Nánari upplýsingar í síma 892 1529 og 892 1519

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.