Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009  Sigur Rós verður gert hátt undir höfði í París í kvöld þegar sérstakt Sigur Rósar-kvikmynda- kvöld fer fram í Elysées Biarritz kvikmyndahúsinu. Viðstaddir verða Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar, Dean Delois, leikstjóri Heima, og John Best, umboðsmaður sveit- arinnar. Það sem verður sýnt á hvíta tjaldinu er heimildarmyndin Heima, Hlemmur, Síðasti bærinn, Takk kynningarmyndbandið, mynd um gerð lagsins Árabátur, öll myndbönd hljómsveitarinnar og fleira efni. Þá verður líklega sýnt brot úr tónleikamynd um Sigur Rós sem nú er verið að klippa. Er það frá tónleikum sveitarinnar í Alexandra Palace í London fyrir ári síðan þar sem hún lék fyrir um 18 þúsund gesti á tvennum tónleikum. Voru þeir tónleikar teknir upp á myndband sem nú er verið að klippa saman í eina tónleikamynd. Gestir á kvikmyndakvöldi Sigur Rósar eiga því von á góðu. Kvikmyndakvöld tileinkað Sigur Rós Fólk Í DAG opnar Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Sýn- inguna Snjór á himnum í galleríi Kling og Bang kl. 17. Tveir útgangspunktar eru í sýningunni, annars vegar er það verkið Nálæg bygging en í því gerir Bryndís tilraun til að læra á píanó verk- ið Goldberg Variations eftir Bach. „Þetta er rauntíma upptaka af sjálfri mér reyna að spila eftir eyranu verkið í útgáfu Glenn Goulds,“ út- skýrir Bryndís. Hinn hluta sýningarinnar nefnist Græðari/ Soother og segir Bryndís hann vera endurlífgun persónulegra hluta. Í honum notar hún leirtau og skrautmuni frá ömmu sinni og afa. „Ég steypi flísar úr gömlum skrautmunum sem voru brotn- ir og þau geymdu árum saman, mig langaði að finna þeim nýtt hlutverk,“ segir Bryndís. – Er einhver tenging milli þessara verka? „Já, þessi tæknilega vankunnátta, ég kann ekki á píanó og svo hef ég enga reynslu af því að vinna með gler. Píanóverkið er skúlptúr þó þetta sé hljóð, þetta er huglægur skúlptur og þegar glerið er brætt er það fljótandi og flýtur líkt og tónlist.“ Bryndís vann sem lesari á Blindrabókasafninu og varð heilluð af sambandi lesanda og hlust- anda. „Mig langaði að búa til verk sem blindir gætu upplifað, píanóverkið er ekki sýnilegt en áþreifanlegt á annan hátt.“ Uppbyggingin á verkinu er það sem gerir það að skúlptur. „Þú upplifir verkið ekki í heild á sama tímapunkt- inum, þú verður að tengja það í höfðinu á þér og þannig verður skúlptúrinn til.“ kristrun@mbl.is Tæknileg vankunnátta tengir verkin Morgunblaðið/Heiddi Bryndís Píanóverkið er skúlptúr þótt það sé hljóð.  Lítið hefur farið fyrir sýningum í hinni gamalgrónu menningar- stofnun Nýlistasafninu síðustu mánuði. Unnið hefur verið að ritun sögu safnsins og skráningu á safn- eigninni í húsnæðinu sem Nýló hef- ur verið í síðustu árin, á annarri hæð við Laugaveg. Nú hefur frést að safnið, undir forystu Birtu Guðjónsdóttur, hafi verið flutt af Laugaveginum niður á Skúlagötu þar sem kexverk- smiðjan Frón var áður til húsa. Nýló er þar í stóru húsnæði við hlið Reykjavík Art Gallery og Lista- manna. Fyrirhugað er að sýn- ingahald í nýjum salarkynnum Ný- listasafnsins hefjist í lok janúar. Nýlistasafnið er flutt á Skúlagötu 28  Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð stóð um miðjan nóv- embermánuð fyrir góðgerðarviku til styrktar Barna- og unglingageð- deild Landspítalans, BUGL. Meðal þeirra sem lögðu málefninu lið var Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, sem hét því að aflita á sér hárið fyrir 25.000 kr. Nú hefur Unnsteinn aflitað á sér hárið og því styrkt BUGL um 25.000 kr. Meðfylgjandi ljósmynd setti söngvarinn knái svo á sam- skiptavefinn Facebook, vinum sín- um til mikillar kátínu. 44 hafa lýst yfir ánægju með nýja hárið og 60 komið með athugasemdir. Unnsteinn Manuel bú- inn að aflita á sér hárið Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞÓTT megnið af helstu plötum árs- ins sé komið út þá eru plötur enn að detta inn (eða út eftir því hvern- ig á það er litið). Þar á meðal er ný skífa hljómsveitarinnar Bloodgroup sem margir eru orðnir óþreyjufullir að fá að heyra, enda þótti kveða við nýjan hljóm í dansvænni íslenskri músík þegar platan Sticky Situa- tion kom út í nóvember 2007. Segja má að Bloodgroup hafi verið á ferð og flugi allt þetta ár og lengur reyndar. Að því sögðu þá hefur ekki heyrst svo mikið til sveitarinnar hér heima undanfarna mánuði því liðsmenn hennar hafa verið önnum kafnir við að koma saman nýrri breiðskífu. Þeirri vinnu lauk svo fyrir skemmstu og platan, Dry Land, er væntanleg næstkomandi þriðjudag. Ættuð að austan Hljómsveitin Bloodgroup er ætt- uð að austan, skipuð systkinunum Lilju Kr., Halli Kr. og Ragnari Jónsbörnum og Janus Rasmussen, sem er frá Færeyjum en ílentist hér á landi fyrir löngu. Sveitin kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með myljandi elektróst- uð haustið 2007, en var þá eig- inlega búin að vekja athygli ytra áður en menn kveiktu almennilega á henni hér fyrir sunnan. Bloodgroup-liðinn Hallur Kr. Jónsson segir mér í samtali að skíf- an hafi verið í vinnslu í um hálft annað ár, en sveitin settist meðal annars að í Berlín þarsíðasta sum- ar og vann þar að plötunni. „Þetta var frábær tími, við bjuggum við Tiergarten og gátum skokkað úti í garði á morgnana áður en við fór- um í stúdíóið að vinna,“ segir hann, en þar var unnið af kappi á milli þess sem sveitin skrapp heim til tónleikahalds að ná sér í skotsilfur. „Við unnum mjög mikið á þess- um tíma, vorum meira og minna að semja í stúdíóinu, enda var gott að vera í burtu frá öllu sem var að gerast á Íslandi og geta einbeitt sér að því að þróa okkar sánd.“ Tónleikaferðalag um heiminn Fyrsta skífa Bloodgroup kom út fyrir tveimur árum og í kjölfarið má segja að sveitin hafi verið á tónleikaferðalagi um heiminn, enda vakti hún athygli langt út fyrir landsteinana. Þetta hafði eðlilega nokkur áhrif á tónlistina og Hallur segir að nokkur lög hafi einmitt orðið til á sviðinu, svo að segja, sem voru síðan hljóðrituð um leið og færi gafst. Hallur segir að sveitin hafi ekki gefið sér neinn tíma til að spila, platan hafi gengið fyrir, og þau sé því farið að langa mikið til að halda tónleika. Að því sögðu þá hafi allt þetta tónleikahald eðlilega haft talsverð áhrif á það hvernig sveitin hljómar nú um stundir og þess sjái stað á skífunni nýju. „Það urðu nokkur lög nánast til á tónleikum, lög sem við sömdum og fórum strax að spila læf þannig að þau breyttust á sviðinu og það hefur eflaust haft einhver áhrif á heildarmyndina, skilað ákveðinni tónleikastemmningu. Við fáum bæði að rokka út á sviði og að nördast í einhverjum midi- tengingum í stúdíóinu – maður er nörd og töff í einu,“ segir hann og skellir uppúr. Annir framundan „Við erum núna að pikka plötuna upp til að spila hana læf, enda vor- um við ekkert að spá í hvernig þau myndu hljóma á tónleikum þegar við tókum þau upp. Núna þurfum við að útfæra lögin fyrir spila- mennsku, en það er ekki flókið, það er ekkert á plötunni sem við getum ekki gert læf, nema strengja- kvartettinn, við nennum ekki að vera með hann á öllum tónleikum,“ segir Hallur og hlær, „við notum hann ekki fyrr en á útgáfutónleik- unum.“ Þeir tónleikar verða þó ekki í bráð, því Hallur segir að þau vilji taka sér meiri tíma til að undirbúa þá tónleika, til að gera þá sem glæsilegasta. „Við höldum örugg- lega ekki útgáfutónleika fyrr en eftir miðjan janúar eða í byrjun febrúar, en við erum samt að fara að spila í desember,“ segir hann ákveðinn. „Við erum með þrenna tónleika bókaða hér heima, eina tónleika í Bretlandi og aðra í Hol- landi, en svo tökum við okkur smá jólafrí.“ Það verður síðan nóg að gera á næsta ári, því Hallur segist sjá fram á að næsta sumar verði sveitin meira og minna á ferðinni á tónlistarhátíðum um alla Evrópu og víðar. „Við erum komin með svo góð sambönd að það verður meira en nóg að gera og um að gera að þiggja það; það er æðislegt að eiga kost á því að vera að þessu, maður er þakklátur fyrir það.“ Morgunblaðið/Einar Falur Elektro Bloodgroup-flokkurinn: Lilja Kr., Hallur Kr. og Ragnar Jónsbörn og Janus Rasmussen. Ættuð að austan og einn frá Færeyjum. Bloodgroup tekur flugið  Bloodgroup hefur unnið að skífu í hálft annað ár  Mikill áhugi á sveitinni ytra og sífelldar óskir um tónleikahald  Settust að í Berlín um hríð Frumraun Bloodgroup, breiðskífunni Sticky Situation, var gríðarvel tekið hér heima og erlendis. Í dómi hér í blaðinu sagði meðal annars: „Platan er svo sannarlega ein af partíplötum ársins enda er efniviðurinn útúrhress danstónlist þar sem hvergi er slegið af. Hér er ekkert verið að tvínóna við hlutina og varla uppfyllingarlag að finna, 100% metnaður ... Núna þegar myrkrið er sem mest og dagurinn svo stuttur er ekkert betra en að láta dans- inn duna og lýsa upp nóttina með flúorpinnum – Bloodgroup er með réttu fjörefnin og sveitin er fremst í flokki: Ballið er byrjað!“ 100% metnaður Sticky Situation

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.