Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 maður ætti að vera þakklátur fyrir það sem maður á og hefur, það er eitthvað sem ég ætla að reyna að temja mér eftir þér. Mikið er ég ánægður að Nadia Hólm fékk að kynnast þér, en leiðinlegra fannst mér að næsta barnabarn, sem er á leiðinni, fái ekki að hitta þig í per- sónu, en þú vissir að það væri að koma og það var svo gaman að geta sagt þér það áður en þú fórst. Ég mun segja þeim allt um þig og sjá til þess að þær muni vera jafn stolt- ar af að vera eitt af afabörnunum þínum eins og ég var. Með svaka- legu stolti berum við tvíburarnir nafnið þitt og fyrir það er ég enda- laust ánægður og þakklátur mömmu og pabba. Ég veit að þú vakir yfir okkur öll- um, en nú ertu kannski kominn þangað sem þú getur loksins hitt þá ástvini sem þig hefur langað að hitta í svo langan tíma. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Jón Friðrik Þorgrímsson. Elsku frændi, ég mun sakna þín sárt, þú tókst mig sem barn og lékst við mig og dekraðir, smíðaðir leikföng handa mér og svo fékk ég að fara með þér í drossíurnar og trukkana sem þú keyptir á Vell- inum, ógleymanlegt fyrir lítinn strák, en það var meðan ég var barn, og svo þegar ég komst á ung- lingsárin lánaðir þú mér bíl til að rúnta á, aldrei var sagt nei. Það var ósjaldan sem ég kom og leitaði til þín þegar mig vantaði eitthvað og þú hélst alltaf í höndina á mér. Mér fannst talsvert frá mér tekið þegar Sólveig kom til sögunnar, þá átti ég þig ekki einn lengur. Svo þegar ég fullorðnaðist hélst þú enn utan um mig, þú kenndir mér fagið og komst svo undir mig fótunum með því að selja mér og félaga mínum bíla- verkstæðisreksturinn sem varð BK bílaverkstæði. Jón Þorgrímsson var athafna- maður á Húsavík, hann fór ekki alltaf troðnar slóðir, hann stofnaði Bílaverkstæði Jóns Þorgrímssonar og rak í mörg ár. Það eru ekki margir sem senda 20 fullnuma bif- vélavirkja út í lífið og eru margir þeirra enn starfandi í faginu. Jón hugsaði stórt og farmkvæmdi, hann byggði stórt og nýtískulegt verk- stæði 1963 og stækkaði svo og byggði eitt fullkomnasta verkstæði landsins árið 1979, þótt ýmsir settu stein í götu hans á þessum tíma lét hann aldrei bugast. Nonni var far- sæll í starfi og leik og alltaf tilbúinn ef á hann var kallað. Nonni var einn af stofnendum Lionsklúbbs Húsa- víkur og tók þátt í því starfi og hik- aði ekki við að taka stórar ákvarð- anir með félögum sínum eins og t.d. þegar boðið var til umdæmisþings Lions á Húsavík 1977, þá var Jón formaður Lionsklúbbsins og þá var auðvitað í boði húsnæði á verkstæð- inu hjá Jóni til undirbúnings verk- efninu. Það voru mín fyrstu skref með Lions þegar Nonni bauð mér í klúbbinn og í þetta verkefni sem varð okkur félögunum ómetanleg reynsla. Jón Þorgríms var reynslu- bolti og það sáu þeir sem stýrðu Bílgreinasambandinu og vafalaust hefur hann sett mark sitt á þann fé- lagsskap. Nú er þinni þrautagöngu lokið frændi minn og það veit ég að þín verður sárt saknað. Ég bið að góður guð haldi sinni verndarhendi yfir fjölskyldunni og taki þig í faðm sér og geymi. Í nægta búri andans þú áttir söngva heim, sem andinn stillti saman við lífsins gleði hreim. Þín minning verður síung meðan góðra manna er getið en guð einn launar starf þitt og fær að réttu metið. Með eilíft vor í huga, við alla vildir sátt og alltaf hélstu stefnu í lífsins sólar átt. Drottinn þinn og konungur, þér rétti að hinstu hendur svo höfn þú tókst hjá vinum við ljóss og friðar strendur. (Björg Pétursdóttir.) Birgir Þór og fjölskylda. Jón Þorgrímsson bifvélavirkja- meistari, sem hér er kvaddur, var einn af þeim máttarstólpum sem stuðluðu að hinni skjótu vélvæðingu í dreifðum byggðum landsins skömmu eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Hekla h/f varð eitt af leiðandi fyrirtækjum í innflutningi vinnuvéla og bifreiða á þessum tíma og þar á bæ gerðu menn sér snemma ljóst að sérhvert tæki er því aðeins nothæft til lengdar að það fái viðhlítandi þjónustu, byggða á staðgóðri fagþekkingu. Af þessum sökum var því ákveðið að koma á fót umboðsmannakerfi um landið. Fyrirtækið átti því láni að fagna að Jón Þorgrímsson, sem rak bifreiða- verkstæði á Húsavík, gerðist um- boðsmaður Heklu í Þingeyjar- sýslum og sinnti því starfi meðan heilsa og kraftar leyfðu. Við nutum þess að Jón átti persónulegum vin- sældum að fagna í sinni heima- byggð og átti traust sinna við- skiptavina. Hann hafði þann faglega metnað, sem þarf til að láta eingöngu vel unnin verk frá sér fara, enda lagði hann mikla áherslu á að hafa í sinni þjónustu góða fag- menn og sjá þeim fyrir nýjustu og bestu tækjum ásamt góðri vinnuað- stöðu. Sjálfur fylgdist Jón vel með almennri þróun í bíltækni og var fljótur að tileinka sér nýjungar og framfarir í öllu, sem varðaði þá fag- grein. Hann var einnig virkur þátt- takandi í starfi innan Bílgreinasam- bandsins og reyndist þar sem á öðrum vettvangi ráðhollur og til- lögugóður. Árið 2004 þegar B.G.S. réðst í að gefa út bók um „sögu bílsins á Íslandi“ kom á daginn að Jón hafði safnað og skráð ýmsar merkilegar heimildir um sögu bíls- ins í sínu heimahéraði, sem hann miðlaði til ritstjóra bókarinnar. Vinsældir sínar á landsbyggðinni á Hekla ekki síst að þakka mönnum eins og Jóni Þorgrímssyni og því til staðfestu var hann við starfslok sín sæmdur gullmerki Heklu. Jóns er nú saknað af starfsmönnum Heklu, sem nutu þess að eiga samskipti við mann, sem starfaði í anda hins fornkveðna: „Orð skulu standa“. Undirritaður naut þeirrar gæfu að kynnast Jóni og eignast hans vináttu, en það tók tíma, því hann var ekki allra og kannski leyndist með honum hin ævaforna viska, að „ekki eru allir viðhlæjendur vinir“. Þau sannindi fékk Jón reyndar staðfest á starfsferli sínum. Ég sakna þess nú að finna ekki framar hans hlýja handtak og skynja góð- látlega glettni í falslausu brosi. Og ég minnist með virðingu manns, sem aldrei lét hnjóðsyrði falla um aðra menn en sneri öllu til betri vegar, manns, sem átti hugsjónir og hafði ríka réttlætiskennd, manns, sem átti hvorki fals né yfirdreps- skap en kom til dyranna eins og hann var klæddur. En fyrst og fremst minnist ég vandaðs manns sem gott var að blanda geði við. Blessuð sé minning hans. Lokið er vöku langri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn fagnandi nýjum gesti. (Hákon Aðalsteinsson.) Ég votta ástvinum Jóns dýpstu samúð. Finnbogi Eyjólfsson. Stefán Aðalsteins- son var einn af at- kvæðamestu vísinda- mönnum á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins þegar ég kom þar til starfa árið 1983 og varð fljótlega lærifaðir minn í erfðafræði og tölfræði. Stefán tók af- ar vel á móti ungu fólki sem var að hefja störf og hafði yndi af að kenna öðrum að nota tölvur og forrit sem oft voru hans eigið höfundarverk. Ég naut góðs af þessu og var áður en varði komin á kaf í talnasöfn frá til- raunabúum í sauðfjárrækt sem voru þá þrjú í umsjá Stefáns. Á haustin var farið í ferðalög á búin til að vigta og meta lömb fyrir slátrun og vinnudag- urinn oft langur. Engum datt í hug að kvarta yfir svoleiðis smámunum enda líkaði okkur starfið vel og ferðalögin voru tilhlökkunarefni. Þá voru líka sagðar sögur, ekki síst af Jökuldaln- um. Stefán var eldhugi í vísindastörfum sínum, ótrúlega fljótur að hugsa og fann oft snjallar og einfaldar lausnir á flóknum viðfangsefnum. Hann var af- burðakennari og hafði hæfileika til að útskýra efni sem mörgum reyndist torskilið á skýran og einfaldan hátt. Best lét honum að ryðja brautina fyr- ir ný viðfangsefni og koma af stað verkum sem menn höfðu ekki ráðist í fyrr. Hann varð heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á litaerfðum búfjár. Hann var meðal fyrstu tölvunotenda hér á landi og skrifaði eigin forrit til tölfræðiútreikninga og uppgjörs á rannsóknum á búfé. Forrit sem hann skrifaði til þess að frumvinna stórar gagnaskrár voru í notkun á Rala ár- um saman og enn hefur ekkert komið að fullu í þeirra stað. Stefán kom af stað rannsóknum í bleikjueldi á veg- um Rala, þegar fiskeldi var að byggj- ast upp, áður en nokkrum manni datt í hug að íslenska bleikjan gæti orðið eldisfiskur. Hann hafði einnig mikinn áhuga á sögu landsins og sögu íslenska bú- fjárins og skrifaði bæði um uppruna Íslendinga og uppruna íslensku bú- fjárkynjanna. Þar var hann líka brautryðjandi og einn af hópi vísinda- manna í Evrópu sem fyrstir létu sig varða um varðveislu sérstæðra bú- fjárkynja, löngu áður en farið var að tala um Ríó-samninginn og líffræði- Stefán Aðalsteinsson ✝ Stefán Að-alsteinsson fædd- ist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 30. des- ember 1928. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 5. nóvember sl. Útför Stefáns fór fram frá Dómkirkj- unni 16. nóvember sl. lega fjölbreytni. Í starfi sínu sem for- stöðumaður Norræna genbankans fyrir búfé, lagði hann síðar grunn að starfsemi sem hefur notið vaxandi athygli og viðurkenningar á undanförnum árum. Það gustaði oft í kringum Stefán og hann var ekki alltaf sammála kollegum sín- um eða öðrum fræði- mönnum um túlkun fræðanna og stefnur í búfjárrækt eða rannsóknum. Hann stóð mjög fast á sínu í slíkum málum og sló sjaldan af, sem gat háð honum að einhverju leyti í samstarfi á stund- um. Það er ekki á mínu færi að rekja öll fræðistörf Stefáns sem eru bæði fjölbreytt og umfangsmikil og hann var alþjóðlega mjög virtur vísinda- maður. Því miður bilaði heilsan síð- ustu árin og mörg verkefni sem hann hafði hug á að sinna urðu ekki að veruleika. Að leiðarlokum er mér efst í huga minningin um ánægjulegt og umfram allt hvetjandi samstarf sem var mér mikils virði og verður ekki fullþakkað. Fjölskyldu Stefáns votta ég inni- lega samúð. Emma Eyþórsdóttir. Ég kynntist Stefáni Aðalsteinssyni í Rithöfundasambandi Íslands kring- um 1998. Sagði ég honum þá, að mér þætti það vera nokkuð þversagnaleg blanda, að hann skyldi vera bæði í Rithöfundasambandinu og í Hag- þenki, því annað væri í raun lista- mannafélag, en hitt fræðimannafélag, og góða listamenn og góða fræði- menn væri tæpast að finna í einum og sama manninum. Enda hafði mér virst í mannfræðinámi mínu, að talið væri að vísindaleg rökhyggja og skáldlegt hugmyndaflug væru nánast andstæður í raun. En hann svaraði því þá til, að þessir heimar væru ekki eins ólíkir og af væri látið, og að öllu heldur væru þeir í framhaldi hvor af öðrum. Þetta svar hefur orðið mér mikið hugleiðingarefni, enda var Stefán í senn hinn ágætasti vísindamaður í erfðafræði, og hinn ágætasti barna- bókahöfundur. En í Félagatali Rithöfundasam- bandsins er sagt um hann: Fæddur 1928, gekk í félagið 1998, og er flokk- aður sem fræðiritahöfundur, barna- bókahöfundur og skáldsagnahöfund- ur. Hann kom mér fyrir sjónir sem hæglátur, hjartahlýr og dagfarsprúð- ur maður. Hann varð mér nokkur fyrirmynd í því að reyna að verða fræðiritahöf- undur og skáldritahöfundur í senn, án þess að grauta þessu tvennu óhóf- lega saman eða láta það bitna hvort á kjarna hins. Því það hlýtur að vera, að maður sem hefur náð fyllsta vits- munaþroska, ætti að rækta með sér bæði listamanninn og vísindamann- inn. Í þessu sambandi þykir mér hæfa að láta fylgja með ljóð úr elleftu ljóða- bók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008), sem nefnist: Vistvænir guðir. En þar má segja að blandist saman náttúrufræðiþankar, fagurfræði og trúarskilningur í senn. Vil ég því skiljast við hann á þessum nótum. Póseidon, græni guðinn Sem reið hvítum hesti berbakt Niður eftir ám svo dundi í bökkum, Dvelur nú í djúpu sjávarsetri Og lætur hvítfexta báruhesta Stjórna höfum: þar sem Silfurglitrandi fjörfiskar Vaða fram í söltum torfum, Þar sem sjófuglabreiður sveima yfir Fram og aftur einsog mýflugnager Með sínu salta úthafsgargi. Og ungfrúin hún Artemis, Veiðigyðjan, bróðurdóttir hans Veitir honum liðsinni með mittismjóum Reyðarhvölum komnum af dádýrum, Og rjúpum sem flögra upp af ísum Til að forðast blóðrauð högl skot- manna. Saman ráða þau yfir Fimbulköldum úthöfunum Sem dynja þó af lífi; Og svo segjum við Að guðirnir hafi dáið út! Tryggvi V. Líndal. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS BALDVINSSON, Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 18. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Guðrún Vigfúsdóttir, Ársæll Þórðarson, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Guðmundur Eyþórsson, Edda Bára Vigfúsdóttir, Jónas T. Sigurgeirsson. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, HLYNUR ÞÓR SIGURÐSSON, Grófarseli 18, lést miðvikudaginn 25. nóvember. Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, Sigurður Arnþórsson, Arnþór Sigurðsson, Kristján Þór Sigurðsson. ✝ Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR MAGNÚSSON húsasmíðameistari, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu- daginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Magnús R. Birgisson, Día Björk Birgisdóttir, Erlendur Geir Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, SÉRA ÁSGEIR INGIBERGSSON, lést á sjúkrahúsi í Edmonton, Kanada, að morgni miðvikudagsins 18. nóvember. Útförin hefur farið fram. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.