Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 ✝ Ragnhildur Fann-ey Þorsteinsdóttir fæddist á Ólafsfirði 14. mars 1961. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 17. nóv- ember sl. Hún var fimmta barn hjónanna Þor- steins S. Jónssonar, f. 13.5. 1928, d. 29.9. 2003, og Hólmfríðar S. Jakobsdóttur, f. 20.11. 1929. Systkini hennar eru: a) Berg- þóra Sigurbjörg, f. 20.9. 1949, gift Jóhanni Runólfssyni, eiga þau einn son og eitt barnabarn. b) Jón, f. 11.10. 1951. c) Þorsteinn Jakob, f. 17.1. 1953, kvæntur Sirgíði araháskóla Íslands árið 1986. Hún kenndi í eitt ár í Þorlákshöfn og í eitt ár í Fellaskóla. Fór þá til frek- ara náms í Bandaríkjunum. Lauk mastersgráðu í sérkennslu og ann- arri í lestrarfræðum frá North Car- olina State University árið 1994. Hún kenndi við East Clayton Ele- mentary school frá 1994-2000 en þá flutti hún heim. Kenndi frá 2000- 2002 í Hrísey og við Grunnskólann í Sandgerði frá 2002. Var deild- arstjóri sérkennslu þar árin 2003- 2005. Ragnhildur fylgdist vel með nýjungum í starfi sínu og sótti fjölda námskeiða í lestri og stærðfræði en lestrarkennsla var hennar að- alstarf. Hún var mjög farsæll kenn- ari og vel metin. Ragnhildur var mikill dýravinur og átti lengstum marga hunda. Bjó hún sér og þeim heimili á Skeggjastöðum í Garði. Útför Ragnhildar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, laugardaginn 28. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar H. Þórðardóttur og eiga þau fjögur börn. d) Þyri Emma, f. 6.8. 1957, gift Karli Geirs- syni og eiga þau tvö börn. e) Kristín, f. 20.8. 1962, d. 14.4. 2000, gift Pálmari Magnússyni og eiga þau fjórar dætur. f) Arna, f. 6.2. 1965, gift Gunnlaugi Magnús- syni og eiga þau eina dóttur. Ragnhildur ólst upp á Ólafsfirði til 10 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1983 og kennaraprófi frá Kenn- Það er þriðjudagsmorgunn 17. nóvember. Síminn hringir eins og venjulega kl. 6.38. Ragnhildur syst- ir á línunni eins og alltaf, með kaffi- bollann sinn. Umræður morgunsins um skólamál og fjölskylduna eins og við höfðum gert flesta virka skóladaga undanfarin ár. Mikið um að tala enda báðar sérkennarar. Kvöddumst eins og venjulega. Miðvikudagur 18. nóvember. Síminn hringir ekki. Ég hugsa að nú hafi mín sofið yfir sig. Vinnu- dagur hefst. Hann er rofinn rétt fyrir hádegi þegar presturinn í Garði hringir og tilkynnir mér lát hennar. Reiðarslag sem enginn átti von á. Fjölskyldan sem lömuð. Hugurinn leitar til baka. 14. mars 1961. 11 ára verðandi stóra systir er kölluð inn í svefnherbergi. Barn fætt. Pabbi tekur ungbarnið upp. Sú nýfædda er ekki svo lítil, rúmar 20 merkur. Barnið lyftir höfði, opnar augun og hvessir þau á systur sína. Hún hafði sterkt augnaráð hún systir mín. Þessu augnabliki gleymi ég aldrei. Þarna kom strax fram sterkur persónu- leiki hennar. Glaðværð, smitandi hlátur og hnyttin kímni sem ein- kenndi hana alla tíð. Síðan bættust tvær systur í hópinn og mynduðu þær einskonar þríeyki enda lang- yngstar af okkur sjö systkinunum. Ragnhildur kjörinn foringi sem stjórnaði bæði hljómsveit og kór. Mikil kvenréttinda- og baráttukona þar á ferð. Árin líða. Fyrst á Ólafsfirði, síð- an er flutt suður. Nám hafið og mikið lært. Ævistarfið, kennslan átti hug hennar allan og börnin sem hún tók undir sinn verndar- væng voru henni mjög hjartfólgin. Hún mátti ekkert aumt sjá og fann mikið til þegar hún heyrði sögur um illa meðferð á börnum og dýr- um. Dýrin þ.e. hundar voru hennar ær og kýr enda átti hún þá marga, of marga fyrir smekk fjölskyldunn- ar, en þetta voru börnin hennar, sagði hún og okkur myndi ekki detta í hug að losa okkur við börnin okkar þótt þau yrðu of mörg. Þar höfðum við það. Ragnhildur dvaldi mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún fór í framhaldsnám og kenndi þar um árabil. Eftir að systir okkar lést þar í kjölfar aðgerðar sem þær höfðu báðar farið í festi hún ekki yndi ytra og kom heim. Vorum fegin að heimta hana úr útlegð. Fyrsti viðkomustaður var Hrísey enda tók hún hundana sína með og vildi vera nálægt þeim meðan þeir voru í einangrun. Svo var flutt á Suðurnesin. Hún keypti sér hús í Garðinum og undi hag sínum vel þar með hundunum sínum fimm. Ragnhildur giftist ekki eða eign- aðist börn en systkinabörnin voru henni mjög kær og hafði hún mikið samband við þau. Eftir að hún varð ömmusystir var henni mjög umhug- að um velferð Matthíasar litla. Það er miðvikudagsmorgunn 26. nóvember. Klukkan er 6.38. Síminn er hljóður og ekki verður framar spjallað yfir kaffibolla. Ég kveð kæra systur mína með orðunum sem hún sendi mér í tölvu- pósti til að þakka mér fyrir gögn sem ég hafði sent henni daginn áður en hún dó. „Þakka þér fyrir litla ljósið mitt.“ Þín stóra systir, Bergþóra. Fallin er frá langt, langt fyrir ald- ur fram hjartkær systir mín, Ragn- hildur Fanney. Þessi hæfileikaríka, skemmtilega og skarpgreinda stúlka, sem ekkert aumt mátti sjá sérstaklega hjá börnum og málleys- ingjum. Ragnhildur var næst í röð- inni fyrir neðan mig, fjórum árum yngri, Kristín heitin fimm árum og svo Arna, átta árum yngri. Dengsi, Nonni og Bergþóra eru eldri. Ég deildi herbergi með yngri systrun- um alveg fram á unglingsár og minnist ég þess þegar við vorum að masa á kvöldin, komnar upp í rúm, og hraðhreingerninga í herberginu þegar mikið stóð til, aðallega við að ýta dóti undir kojurnar og rúmið. Þegar ég var að passa þær og þegar við lékum okkur í Barbí. Ragnhildur átti ekki auðvelda ævi, hún barðist við veikindi og maður getur spurt sig hversu mikil sanngirni er í því sem á hana var lagt. Hún var hetja. Þegar ég eign- aðist kærasta tók Ragnhildur hann út og minnist Kalli þess enn hversu stíft augnaráð hún gaf honum eins og hún segði „hvað ert þú að taka systur mína frá okkur“. Seinna urðu þau miklir vinir og sagði hún oft í gríni „Kalli, uppáhalds mágur minn“. Ragnhildur menntaði sig sem kennari, og dvaldi við framhalds- nám og störf í Bandaríkjunum um tólf ára skeið. Það var vík milli vina og aðeins einu sinni á því tímabili hitti ég hana er ég var stödd í Bandaríkjunum. Eftir heimkomu hennar árið 2000 urðu samskiptin tíðari og mikið talað í símann. Ragn- hildi þótti alveg óumræðilega vænt um öll systkinabörnin sín og fylgdist grannt með uppvexti þeirra og námi. Ég veit að hún heldur því áfram. Með söknuð í hjarta en mik- illi gleði og þakklæti yfir að hafa átt hana sem systur kveð ég hjartkæra systur mína. Elsku Ragnhildur mín, hafðu þökk fyrir allt, minning þín lifir. Þín systir, Þyri. Einn ljúfan draum mig dreymir þó draumurinn sé ansi sár Sæt minningin um æðar streymir sem þerrað getur öll mín tár Efst í huga mér og hjarta að héðan ertu flogin brott Hugsa ég um daga bjarta dásamlegt hvað það var gott Þú varst alltaf þolinmóð þó mitt tal sé gallað Það set ég í minn litla sjóð sem við gátum spjallað Sannur vinur varstu mér við vorum eins og hjón Hunda áttum hundaher hún litla Gunna og litli Jón Héðinn Waage. Ragnhildur og Héðinn bróðir minn bjuggu ekki saman og voru ekki „viðurkennt par“ þannig séð. En þau voru samt svo miklu meira. Vinátta þeirra var svo einstök og samband þeirra var miklu meira og betra og nánara en hjá mörgum hjónum. Missir bróður míns er því mikill og söknuður hans sár. Ragnhildur var líka þannig mann- eskja að það er auðvelt að sakna hennar og syrgja. Sjálf hefði ég svo sannarlega vilj- að fá tækifæri til að rækta vináttu við hana um ókomin ár. Og hennar er víst ábyggilega víða saknað. Það er t.d. mikill missir fyr- ir lítið samfélag eins og Garðinn að sjá á bak svo hæfum sérkennara. Ég get ekki stillt mig um að nefna hundana. Þeir voru hennar líf og yndi, – og ég vona að nýir hús- bændur þeirra beri gæfu til að sinna þeim af ást og umhyggju þó að eng- inn komi þar í Ragnhildar stað. Já, það er ekki annað hægt en vera harmi sleginn, þegar stórkost- leg manneskja fellur skyndilega frá, langt fyrir aldur fram. Móður Ragnhildar og systkinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ragnhildar Fanneyjar Þorsteinsdóttur og styrki alla þá sem hennar sakna. Laufey B. Waage. Samstarfsmaður okkar Ragn- hildur Fanney Þorsteinsdóttir sér- kennari í Grunnskólanum í Sand- gerði er látin langt um aldur fram. Það leið ekki nema rúm vika frá því að samráðsfundur sérkennara á Suðurnesjum var haldinn í nýjum og glæsilegum húsakynnum Grunnskólans í Sandgerði þar til fréttin af andláti hennar barst. Það var stoltur sérkennari sem tók á móti hópnum og sýndi okkur nýja starfsaðstöðu sína. Það er mikill missir fyrir skólann sem og fyrir fagfólk á svæðinu að hennar nýtur ekki lengur við. Ragnhildur Fann- ey bar hag nemenda sinna fyrir brjósti, sýndi þeim áhuga og virð- ingu og var metnaðarfull í starfi sínu. Ragnhildur Fanney var vel menntaður lestrarfræðingur, sér- kennari og mikil fagmanneskja. Það fundum við sérkennarar sem vorum í samskiptum við hana. Hún var áhugasöm fyrir nýjungum í sérkennslumálum og fylgdist vel með, ekki síst í lestrarfræðum sem hún var sérfræðingur í. Í gegnum árin hefur Ragnhildur Fanney allt- af verið tilbúin að deila með okkur verkefnum og öðrum nýjungum í kennsluháttum sem hún útbjó eða aflaði sér. Hún var ávallt jákvæð og þægileg í samskiptum og sýndi allri umræðu um kennslumál mikinn áhuga. Á sameiginlegum fundum hafði Ranghildur Fanney alltaf eitthvað til málanna að leggja og sýndi það að starf hennar var henni mjög mikilvægt. Ragnhildar Fann- eyjar er sárt saknað úr hópi sér- kennara og verður skarð hennar vandfyllt. Sjónarsviptir er að henni í hópi þeirra sem starfa að skóla- málum á Suðurnesjum. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldu hennar, sam- starfsfólki og nemendum í Grunn- skóla Sandgerðis. Ragnhildi Fanneyju Þorsteins- dóttur kveðjum við með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. F.h. sérkennara á Suðurnesjum, Gyða Arnmundsdóttir. Í dag kveðjum við Ragnhildi Fanneyju Þorsteinsdóttur, góða vinkonu og frábæran samstarfs- mann. Hún hóf störf við Grunn- skólann í Sandgerði fyrir átta árum og starfaði með okkur fram til dán- ardags. Ragnhildur Fanney var fagmanneskja sem sinnti starfi sínu af mikilli natni og setti þarfir nemenda sinna ávallt í fyrsta sæti. Líf Ragnhildar Fanneyjar var ekki alltaf dans á rósum en und- anfarna mánuði geislaði hún hins vegar því hún hafði náð miklum ár- angri í baráttu sinni og var kát og glöð. Ragnhildur Fanney var félags- lynd og naut nærveru við annað fólk. Hún sparaði ekki að hrósa okkur hinum þegar henni fannst ástæða til, hvort sem það tengdist vinnu okkar eða persónum. Ragnhildur Fanney var árrisul og var oftast nær mætt fyrst allra til starfa og tók hress á móti okkur með bros á vör. Hún var hjartahrein og samskipti hennar við annað fólk einkenndust af virðingu. Ragnhildur Fanney var mikill dýravinur og hundarnir voru hennar líf og yndi; þeir voru í raun börnin hennar. Hundarnir voru hennar bestu vinir og sambandið milli þeirra var einstakt. Hún hugsaði fyrst og fremst um þarfir hundanna, valdi sér m.a. bústað þar sem vel fór um þá, vinnan kom þar á eftir og loks þarfir hennar sjálfrar. Ragnhildur Fanney lagði sig fram um að nemendur hennar næðu sem bestum árangri og hún hafði þann einstaka hæfileika að nemendur hændust að henni, báru mikla virð- ingu fyrir henni, voru agaðir í návist hennar og náðu miklum framförum í hennar umsjá. Ragnhildi Fanneyju var umhugað um nemendur sína og lagði metnað sinn í að sinna þeim á einstaklings- miðaðan hátt. Margir núverandi og fyrrverandi nemendur í Grunnskól- anum í Sandgerði eiga henni lestr- arkunnáttu sína að þakka. Stórt skarð hefur verið höggvið í skólasamfélag okkar í Sandgerði. Við söknum yndislegrar manneskju og metnaðarfullrar samstarfskonu en minning hennar mun lifa í hjört- um okkar og frumkvöðlastarf henn- ar skila sér áfram um ókomna tíð. Það var heiður að fá að vera sam- ferða henni þrátt fyrir að sá tími hafi verið alltof stuttur. Fjölskyldu og vinum Ragnhildar Fanneyjar færum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. vina og samstarfsmanna í Grunnskólanum í Sandgerði, Elín Yngvadóttir, Gróa Axels- dóttir og Bylgja Baldursdóttir. Haustið 1983 hittumst við flest í fyrsta sinn, full eftirvæntingar, að hefja nám við KHÍ. Við vorum um margt ólík og höfðum margbreyti- legan bakgrunn, sem átti þó sinn þátt í því að skapa þann góða bekkj- aranda sem alltaf ríkti í hópnum. Ragnhildur okkar var hluti af þess- um hópi og setti sterkan svip á hann. Hún hafði sig ekki mikið í frammi við fyrstu kynni, hélt sig til hlés og lét lítið fyrir sér fara. Fljót- lega fengum við þó að kynnast hennar hressa, sterka og bráð- skemmtilega persónuleika. Það var alltaf notalegt að spjalla við Ragn- hildi. Hún var góður hlustandi og lagði alltaf eitthvað gott til þegar leitað var til hennar. Í því mikla hópastarfi sem unnið var í kenn- aranámi á þessum tíma var sérlega ánægjulegt og gott að vinna með henni. Hún var víðlesin, fróð og ým- islegt til lista lagt, m.a. góður teikn- ari en það voru eiginleikar sem nýtt- ust vel í hópvinnunni. Ragnhildur orðaði hlutina oft á sinn skemmti- lega hátt og færði þá gjarnan í stíl- inn. Þannig kallaði hún Breiðholtið t.d. aldrei annað en „kutahverfið“ og sagði að þangað væri varasamt að fara. Mannlýsingar Ragnhildar voru kjarnyrtar. Nefna má að þeir sem hún taldi með „svartnætti í kollin- um“ voru einstaklingar sem henni leist ekki vel á. Ef henni mislíkaði eitthvað við þá sem voru með gler- augu (hún var sjálf með gleraugu), leit hún þá manndrápsaugum og sagði milli klemmdra varanna: „Á ég að mylja gleraugun á þér í augn- botnana?“ En alltaf var þá stutt í glottið. Hún var sem sagt mikill húmoristi og góður sögumaður sem átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Eftir góða sögu eða tilsvör fylgdi gjarnan smitandi og hvellur hlátur sem hreif þá með sem á hlustuðu. Innst inni var Ragnhildur þó við- kvæm manneskja, átti sína drauma og þrár en glímdi jafnframt við sína „drauga“, líkt og við hin. Hún var hins vegar tilbúin að leggja ýmislegt á sig að til að láta draumana rætast. Við vottum aðstandendum og vin- um hennar okkar dýpstu samúð og vonum að Guð styrki þau. Fyrir hönd B-bekkjarins, Kristinn R. Sigurbergsson. Ragnhildur Fanney Þorsteinsdóttir Þegar ég var lítil var Ragn- hildur besta frænkan í öllum heiminum. Þegar ég var ung- lingur var Ragnhildur skrítna frænkan í fjölskyld- unni. Þegar ég varð svo full- orðin skildi ég hana betur og bar ótakmarkaða virðingu fyrir henni. Kona sem þorði að vera eins og hún var, hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var og hafði stærsta hjarta í heimi barmafullt af ást handa öllum. Ég er lán- söm að hafa átt þig að elsku Ragnhildur mín og geymi í hjartanu öll samtölin, faðm- lögin og brosin sem okkur fóru á milli. Þín litla frænka, Lilý. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHVÍTAR FRIÐRIKSDÓTTUR frá Efri-Hólum, Norður-Þingeyjarsýslu, síðast til heimilis í Hvassaleiti 24, Reykjavík. Friðrik Stefánsson, Björn Stefánsson, Guðrún Stefánsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Svanhvít Friðriksdóttir, Hjálmar Friðriksson, Svanur Sigurjónsson, Hektor Stefánsson og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.