Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 43
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ hafa margir heyrt Ásu Guð- mundsdóttur Wright getið, ekki síst í tengslum við Minningarsjóðinn í hennar nafni sem styrkt hefur margvísleg verkefni á liðnum árum. En hver var Ása Guðmundsdóttir Wright? Ása var læknisdóttir úr Stykk- ishólmi sem lifði óvenjulegu lífi mið- að við Íslendinga á þeim tíma. Inga Dóra Björnsdóttir hefur rit- að ævisögu Ásu: Kona þriggja eyja – Ævisaga Ásu Guðmundsdóttur Wright. „Ég var í menntaskóla árið 1968, þegar ég uppgötvaði Ásu. Þá var hún búin að gefa Þjóðminjasafni Ís- lands innbúið sitt sem ég uppgötvaði síðar að hún hafði sent heim með mikilli fyrirhöfn. Það var lítill gler- skápur í kjallara Þjóðminjasafnsins sem sýndi nokkra muni úr búinu. Ása var þá enn á lífi. Þarna sá ég að Ása hafði gifst breskum auðmanni og búið á plantekru á Trinidad. Mér fannst þetta ægilega spennandi og fór að forvitnast um hana. Þá kom í ljós að Ása og amma mín voru jafn- öldrur og báðar Snæfellingar, þann- ig að amma gat sagt mér aðeins frá henni.“ Ása nálæg í Karíbahafinu Síðar urðu það örlög Ingu Dóru að skrifa bækur um íslenskar konur í Ameríku; um íslenskar konur sem giftust hermönnum og svo um Ólöfu eskimóa. Þegar Inga Dóra fór svo eitt sinn í siglingu um Karíbahafið, áttaði hún sig á því hvað það hlaut að hafa verið framandlegt fyrir Ásu að setjast þar að, svo fjarri Íslandi, sér- staklega á þeim tímum, en þá var seinni heimsstyrjöldinni nýlokið. „Ég ákvað þá að um leið og ég lyki við bókina um Ólöfu yrði Ása næst. Mig langaði að skila þessum konum aftur heim til Íslands. Það kemur líka mörgum á óvart hvað íslenskar konur eiga mikla sögu í Ameríku.“ En hvernig gekk Ingu Dóru að afla heimilda um konu sem bjó fjarri Íslandi mest allt sitt líf? „Það var alls ekki eins erfitt og ég hélt í fyrstu. Ása stundaði miklar bréfaskriftir alla ævi, sérstaklega á Trinidad. Hún var mjög nákvæm og skrifaði afrit af öllum bréfum sínum. Ég fann því ekki aðeins bréf til hennar, heldur líka bréfin sem hún skrifaði, sem er einstakt. Allt hennar skjalasafn lá undir skemmdum á Trinidad, en var bjargað. Studdi náttúrurannsóknir Heimili Ásu og manns hennar á Trinidad varð fljótt griðastaður vís- indamanna og náttúruunnenda; þangað streymdu þeir sem vildu rannsaka náttúrufar eyjunnar. Þetta þróaðist þannig að þau auglýstu staðinn fyrir hópa, til dæmis fugla- skoðara en Ása var mjög ákveðin í því að staðurinn yrði ekki auglýstur fyrir ferðamenn, aðeins vísindamenn og náttúruáhugafólk. Frá þessum tíma voru mörg bréf í safni Ásu.“ Vinir Ásu og manns hennar, Don og Virginia Eckelberry, stóðu síðar á bak við það að á landareign Ásu yrði stofnað náttúrusetur, sem enn er víðfrægt, og segir Inga Dóra að þau hafi átt gríðarmikið af gögnum um Ásu. „Ég fór líka til Bretlands, þar sem hún bjó, og fann margt þar og loks hér heima á Íslandi.“ Inga Dóra segir að Ása hafi alla tíð haft mikið yndi af gróðri og dýr- um, lesið mikið og verið fróð. „Þeir sem unnu á landi hennar voru bresk- ir og bandarískir vísindamenn í fremstu röð. Hún hafði mikinn áhuga á rannsóknum þeirra og var einlæg stuðningskona náttúruvís- indanna,“ segir Inga Dóra. Ásu skilað til Íslands  Inga Dóra Björnsdóttir hefur ritað ævisögu Ásu Guðmundsdóttur Wright  Ása fluttist ung til Englands og þaðan í hitabeltisskóginn í Trinidad Morgunblaðið/Ómar Inga Dóra Björnsdóttir „Þarna sá ég að Ása hafði gifst breskum auðmanni og búið á plantekru á Trinidad. Mér fannst þetta ægilega spennandi.“ Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 S temningin var róleg í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Kannski of róleg? Meira um það hér neðst. Sónata fyrir tvær fiðlur, selló og fylgirödd í G-dúr eftir Buxtehude í upphafi virkaði alltént fullkomlega, hún var sem ljúfur eftirréttur, fal- legur á litinn og bragðgóður. Fiðlur og selló skiluðu til áheyrenda hverri notalegri hendingunni á fætur ann- arri, og hljómur sembalsins skapaði annarsheimslega stemningu, ævin- týraljóma úr grárri forneskju. Þetta voru fiðluleikararnir Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, Sigurður Halldórsson á selló og Guðrún Óskarsdóttir á sembalinn. Í næsta verki, hinum inn- hverfa strengjakvartett nr. 11 eftir Sjostakóvitsj, hvarf Guðrún en Svava Bernharðsdóttir víóluleikari bættist í hópinn. Samleikurinn var sérlega vandaður og grípandi, hið myrka andrúmsloft var ávallt til staðar í flutningnum; rauði þráður- inn slitnaði aldrei. Klarinettukvintett í h-moll eftir Brahms var síðastur á dagskrá, en þá bættist Ármann Helgason klarin- ettuleikari í hópinn. Mýkt klarin- ettuleiksins var aðdáunarverð, og hinir voru líka með flest sitt á hreinu. Maður spurði sig þó stund- um hvort meiri snerpa hefði ekki verið til bóta í túlkuninni. Það er talsvert til í því sem George Bern- hard Shaw sagði, að þessi kvintett eftir Brahms væri innihaldslaust málæði. Til er svokallað geisla- baugsheilkenni, sem felst í því að fólki finnst allt frábært eftir þann sem hefur samið nokkur snilld- arverk. Sá sem vogar sér að benda á þetta er sagður vera með hleypi- dóma. Það er ekki rétt; Brahms var ekki fullkominn og sumt sem hann samdi er einfaldlega langdregið og leiðinlegt og væri sjálfsagt aldrei flutt í dag ef einhver annar hefði samið það. Hér var stemningin býsna daufleg; tónlistin bauð upp á það. Það litla lífsmark sem var að finna hefði vel mátt magna upp með fjörlegri, snarpari leik. Brahms með geislabaug Bústaðarkirkja Kammertónleikar bbbnn Verk eftir Buxtehude, Sjostakovitsj og Brahms. Flytjendur: Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Sigurður Halldórsson. 22. nóvember. JÓNAS SEN TÓNLIST JOSEPH Calleja er sagður næsta stjarna óperu- heimsins. Stjórn- endur óperuhúsa segja þennan þrítuga Mal- tverja hafa ein- staka tenórrödd, sem minni helst á gömlu stjörn- urnar eins og Caruso, og að slík hunangsrödd hafi ekki heyrst frá því að Pav- arotti kom fram á sjónarsviðið. „Röddin er eins og sólskin,“ segir stjórnandi í MET. Eins og sólskin Joseph Calleja Á MORGUN kl. 14 mun Hall- dór Björn Runólfsson, safn- stjóri Listasafns Íslands, fjalla um verk Svavars Guðnasonar, á Gljúfrasteini. Samhliða því verður kynning á nýrri bók Kristínar G. Guðnadóttur list- fræðings um Svavar. Klukkan 16 hefst upplestur rithöfunda úr verkum sínum. Þórarinn Eldjárn les upp úr bók sinni Alltaf sama sagan, Sindri Freysson úr Dóttir mæðra minna, Ragna Sigurð- ardóttir úr Hið fullkomna landslag og Kristín Óm- arsdóttir úr Hjá brúnni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Aðventuupplestrar hafa verið ár- lega á Gljúfrasteini seinustu fimm ár. Listir Fjallað um Svavar og lesið úr bókum Kristín Ómarsdóttir Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika á Kjarvals- stöðum í dag kl. 17 í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæð- ingu tékkneska tón- skáldsins Franz Krommer. Leiknir verða tveir blásaraoktettar eftir Krommer og einn eftir nafna hans Joseph Haydn en 200 ár eru frá andláti hans. Báðir voru óhemju afkastamikil hirðtónskáld, Krommer lengst af við hirð Austurríkiskeisara í Vín en Ha- ydn starfaði eins og kunnugt er hjá hinni auðugu Esterházy fjölskyldu. Krommer sem var sam- tímamaður Mozarts samdi tugi blásaraoktetta, dillandi fjöruga partítónlist. Tónlist Dillandi klassísk partítónlist Hnúkaþeyr LÚÐRASVEIT Reykjavíkur, heldur hausttónleika sína í Neskirkju í dag kl. 17. Sveitina skipa 50 hljóðfæraleikarar en stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Leroy Andersen, en hann dvaldi hér á landi í njósn- aradeild bandaríska hersins á stríðsárunum. Verk hans sem flutt verða eru Home Stretch, The Typewriter, Clarinet Candy og Irish Washerwoman. Verkið The Type- writer, þekktasta verk hanns er einstakt í sinni röð, þar sem það er samið fyrir fulla sinfóníu- hljómsveit og einleikara sem spilar á Remington ritvél. Frank Aarnink verður einleikari á ritvél. Tónlist Lúðrar og einleikur á Remington-ritvél Lárus Halldór Grímsson „ÞETTA eru tónskáldin sem mér finnst gaman að spila,“ segir Peter Maté píanóleikari, hálfundr- andi, spurður að því hvers vegna verk eftir tékk- nesku tónskáldin Dvorák og Suk urðu fyrir valinu fyrir tónleika Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg annað kvöld. Þessi tónskáld standa Peter kannski nær en önnur, því þótt hann sé Ungverji er hann fæddur í Slóvakíu og kynntist því tékkneskri tón- listarmenningu mjög snemma. „Rómantíka kammertónlistin frá Tékklandi er á mjög háum standard og um leið mjög ljúf. Hún er ljóðrænni og þjóðlegri en sambærileg rómantík í Þýskalandi. Þess vegna er hún líka stundum skemmtilegri áheyrnar fyrir tónleikagesti en til dæmis Schumann eða Brahms.“ Stóru verkin sem tríóið leikur annað kvöld eru Píanótríó í c-moll op. 2 eftir Suk og sívinsæla Dumky-tríóið eftir Dvorák. Auk þeirra verða leik- in tvö smærri verk eftir sömu tónskáld, en fyrst á efnisskránni er þó háklassísk sónata fyrir píanó og fiðlu eftir Mozart. „Tríóið eftir Suk er samið undir miklum og greinilegum áhrifum frá Dvorák. Hann var bara sautján ára strákur þegar hann samdi það og hef- ur sennilega ekki grunað þá að hann ætti eftir að verða tengdasonur Dvoráks síðar. Þeir tengdust ekki bara gegnum tónlistina, heldur tengdust þeir líka fjölskylduböndum,“ segir Peter. Félagar Peters í Tríói Reykjavíkur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Eins og venjulega á þessum árstíma eru tónleikarnir tileinkaðir rökkrinu, bera yfir- skriftina Klassík við kertaljós og hefjast kl. 20. begga@mbl.is Skemmtilega rómantíkin Tríó Reykjavíkur Peter, Guðný og Gunnar. Tríó Reykjavíkur spilar við kertaljós í Hafnarborg Ása Guðmundsdóttir fór ung til Englands, þar sem hún nam hjúkrun. Þar kynntist hún New- come Wright, ungum lögfræðingi sem hún giftist. Þau bjuggu á Englandi þar til í lok seinni heimsstyrjaldar er þau fluttust til Trinidad og bjuggu þar alla tíð. Ása Wright – frá Íslandi til Trinidad heitir sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu í dag kl. 15. Þar er hluti þeirra gripa sem Ása gaf safninu á 7. áratug síðustu aldar. Margir gripanna hafa ekki verið sýndir áður. Ævisögu Ásu verður líka fagn- að á sýningunni og Inga Dóra segir frá aðdragandanum að gjöf Ásu til safnsins og kynnir bók- ina sína, sem Mál og menning gefur út. Sýning á munum Ásu í Þjóðminjasafni Já, þessi tæknilega vankunnátta, ég kann ekki á píanó. 44 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.