Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 AFMÆLISFUNDUR Auðlindar- Náttúrusjóðs verður haldinn í Þjóð- minjasafni Íslands þann 1. desember, kl. 16:00-17:00. Fundurinn er öllum opinn. Fundurinn hefst á ávarpi verndara sjóðsins, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Þá mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar fjalla um votlendisendurheimt í Flóanum. Ró- bert A. Stefánsson líffræðingur fjallar um rannsóknir á haförnum og Sal- vör Jónsdóttir, formaður Auðlindar, fjallar um næstu skref í starfi sjóðsins. „Tilgangur Auðlindar-Náttúrusjóðs er að vernda þjóðararfinn sem felst í náttúru Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Sjóðnum er ætlað að standa vörð um náttúru Íslands, vatn, vatnafar, endurheimt fyrri landgæða og vistkerfið í heild. Þá er markmið sjóðsins að efla virðingu fyr- ir ómetanlegum gæðum íslenskrar náttúru,“ segir í tilkynningu. Votlendi og hafernir á fundi Auðlindar KATRÍN Jakobsdóttir, mennta- málaráðherra, veitti sigurvegurum Snilldarlausna Marel – hugmynda- samkeppni framhaldsskólanna verð- laun við athöfn í menntamálaráðu- neytinu í gær. Verðlaunin voru eftirfarandi: Snilldarlausnin: Valdís Stein- arsdóttir fyrir „Gítartré“ og fékk hún að launum 100.000 krónur. Frumlegasta hugmyndin: Ari Páll Ísberg og Elís Rafn Björnsson fyrir „Grænu línuna“ og fengu þeir 25.000 kr. í peningum ásamt pung frá NOVA. Flottasta myndbandið: Kristinn Pálsson fyrir „Í röð og reglu“ og fékk hann 25.000 kr. í peningum og pung frá NOVA. Hægt er að sjá myndbönd með vinningslausnunum á vefnum: www.snilldarlausnir.is. Gítartré var snjallasta hugmyndin Snjallt Valdís Steinarsdóttir sýnir á Youtube hvernig gítartré virka. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FRÁ bankahruninu í fyrra hafa átta fyrirtæki eða samtök fyrirtækja verið sektuð af samkeppnisyf- irvöldum og nema sektirnar sam- tals 460 milljónum króna. Hæsta sektin var ákveðin vegna misnotk- unar Haga á markaðsráðandi stöðu, eða 315 milljónir króna. Kemur þetta fram í pistli samkeppniseft- irlitsins, sem birtist í gær. Af áðurnefndum átta fyr- irtækjum og fyrirtækjasamtökum hafa tvö verið sektuð vegna mis- notkunar á markaðsráðandi stöðu. Þrjú hafa verið sektuð vegna ólög- mæts samráðs og tvö vegna brota á banni við framkvæmd samruna áð- ur en eftirlitið hefur fjallað um hann. Yfirtökum banka fjölgar Frá byrjun október á síðasta ári hefur Samkeppniseftirlitið haft rúmlega 250 mál til meðferðar og eru 120 þeirra nú í gangi. Frá bankahruni hefur eftirlitinu verið tilkynnt um 33 samruna eða yfirtök- ur og í 22 málanna er um að ræða yfirtöku banka á fyrirtækjum. Hef- ur Samkeppniseftirlitið lokið athug- unum á 19 samrunum og af þeim hafa tíu verið tilkynntir til eftirlits- ins frá október síðastliðnum. Segir í pistlinum að sú staðreynd gefi vís- bendingu um mikla fjölgun þessara mála. Í pistlinum er einnig vísað til skýrslu Norrænu samkeppniseft- irlitanna um áhrif efnahagsþreng- inga á samkeppnisstefnu þjóða. Segir þar að hagvöxtur og nýsköp- un séu meðal forsendna þess að varðveita og auka samkeppn- ishæfni. Segi þar jafnframt að virk sam- keppni sé mikilvæg til að hraða efnahagsbata og mynda grundvöll fyrir atvinnusköpun og hagsæld. Af fjármálakreppum fyrri tíðar megi læra að aðgerðir sem miði að því að viðhalda og efla virka sam- keppni stuðli að því að þjóðir vinni sig hraðar en ella upp úr efnahags- lægðum. Sektirnar nema alls 460 milljónum króna Samkeppniseftirlitið hefur fengið til umfjöllunar 250 mál frá hruni Morgunblaðið/Heiddi Eftirlit Samkeppniseftirlitið hefur gert fjórar húsleitir frá bankahruni. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær starfs- menntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Í ár hlutu mörg öflug fyrirtæki og fræðsluaðilar tilnefningu. Vinningshafarnir eru þessir: Í flokki fyrirtækja: Securitas fyr- ir fræðslustarf fyrirtækisins, þar sem öryggisvarðanám fær sérstaka viðurkenningu. Í flokki skóla- og fræðsluaðila: IÐAN fræðslusetur fyrir fjölbreytt fræðslustarf þar sem raunfærnimat fær sérstaka viðurkenningu. Í flokki félagasamtaka og ein- staklinga: Stjórnvísi fyrir faghópa- starf. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna fram- úrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfs- manna sinna. Nánari upplýsingar um verðlaun- in og verðlaunahafa fyrri ára á vef- síðu Starfsmenntaráðs: www.starfsmenntarad.is Morgunblaðið/Kristinn Verðlaun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt fulltrúum þeirra sem hlutu starfsmenntaverðlaunin í ár við athöfnina sem fram fór í gær. Verðlaun veitt fyrir framúrskarandi starfsmenntun TVEIR ofursportbílar frá Porsche verða frumsýndir hér á landi í dag, laugardaginn 28. nóvember. Bílarn- ir sem um ræðir eru Porsche 911 GT3 og Porsche 911 Turbo. Þessar nýju útgáfur af bílunum hafa tekið miklum breytingum. þannig fer hröðun Porsche 911 Turbo frá 0 upp í 100 km hraða úr 3,7 sek- úndum niður í 3,4. Sýningin er opin frá kl. 11-16 í Porsche-salnum hjá Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23. Tveir ofursportbílar sýndir á Íslandi LJÓSTÆKNIFÉLAGIÐ stendur að vöruþróunarverkefninu „Ljós- tvistar“ sem hefur að markmiði að auka áhuga og styðja hönnuði til að þróa lampa úr ljóstvistum til inn- lendrar framleiðslu. Ljóstækni- félag Íslands og Orkuveita Reykja- víkur hafa nú auglýst eftir tillögum vegna verkefnis og er skilafrestur 16. desember. Fyrir 1. sæti er veitt- ur 600.000 kr. styrkur, 250 þús. fyr- ir 2. sætið og 150 þús fyrir 3. sætið. Framleiðsla lampa úr ljóstvistum Vefslóð bankans er arionbanki.is Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.