Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmunds- dóttur og Önnu Sigríði Einarsdóttur TOR-AKSEL Busch, ríkissaksókn- ari Noregs, telur mikilvægt að allt sé gert til að halda sjálfstæði ákæruvaldsins við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku sam- félagi. Busch, sem var skipaður rík- issaksóknari í Noregi 1987, var staddur hér á landi í gær til að taka þátt í sameiginlegum fundi ríkissaksóknara og Ákærenda- félagsins. Mikilvægt sé að stjórnmálamenn séu vel kunnugir dóms- og ákæru- kerfinu en virði jafnframt sjálf- stæði þess. „Rannsókn og ákæru- ferli vegna ólöglegra atburða verður að vera án afskipta stjórn- málamanna,“ sagði Busch. Hann telur niðurskurð á fjár- magni til þessara málaflokka einnig óæskilegan og raunar hættulegan á tímum sem þessum. „Lögreglan, ákæruvaldið og dómstólarnir verða að starfa við skilyrði sem gerir þeim mögulegt að vinna vinnuna sína. Almenningur væntir þess bæði og krefst.“ Busch átti einnig fund með Ólafi Haukssyni sérstökum saksóknara og kveðst hann á þeim fundi hafa ítrekað boð Norðmanna um aðstoð. Vissulega byggju Norðmenn ekki yfir neinni töfraformúlu um það hvernig taka skuli á þessum mál- um, en þeir byggju engu að síður yfir mikilvægri reynslu. Góðir að greina og endurskapa upplýsingar „Þess vegna tel ég að við séum góðir í að meðhöndla mikið magn tölvuupplýsinga, þ.e. að greina þær og við getum einnig endurskapað upplýsingar sem hefur verið eytt. Það höfum við gert í málum í Nor- egi.“ Norðmenn búi líka yfir reynslu af rannsóknum á flóknum efnahagsbrotamálum, sérstaklega í gegnum Efnahagsbrotastofnunina Økokrim. Þeir geti því aðstoðað íslensk yf- irvöld með ýmsum hætti. „Það er hins vegar íslenskra yfir- valda að ákveða hvað þau vilja og þá reynum við að gera það sem við getum. Viljinn er að minnsta kosti fyrir hendi.“ Virði sjálfstæði ákæruvalds  Norðmenn búa yfir mikilvægri reynslu af rannsóknum á flóknum efnahags- brotamálum  Gengur vel að greina og endurskapa tölvuupplýsingar Morgunblaðið/Golli Dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir flutti tölu á fundi ríkissaksóknara og Ákærendafélagsins sem boðað var til með ákærendum. „ÞAÐ er mikil gleði þessu fylgjandi,“ segir Þórhallur Heimisson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju, um nýtt orgel sem Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, vígir í kirkj- unni á sunnudag. Orgelið er í barokk- stíl og er verk þýska orgelsmiðsins Kristians Wegscheiders. „Þetta er ótrúlega fallegt hljóðfæri,“ segir Þór- hallur, en handverksmenn voru í óða- önn að marmaragera hljóðfærið er blaðamaður ræddi við hann. Með tilkomu barokkorgelsins verða orgelin í Hafnarfjarðarkirkju orðin tvö. Í fyrra var nefnilega vígt annað og minna orgel sem er í rómantískum stíl og Christian Scheffler smíðaði. Gamla orgelið sem verið hafði í kirkjunni um hálfrar aldar skeið vís- aði til tvenns konar hljómgerðar – rómantísks hljóms 19. aldar og bar- okkhljóms 18. aldar. Ríkti samstaða um það í Hafnarfjarðarkirkju að end- urnýjun orgelsins skyldi miðast við þennan hljóm. Hljómur orgelanna tveggja er því mjög ólíkur. Mjúkur í því rómantíska, að sögn Þórhalls, en hvellari og harð- ari í barokkorgelinu, sem nú stendur við altarið. Rómantíska orgelið held- ur hins vegar hinni hefðbundnu stað- setningu á kórloftinu og býður þessi skipan upp á fjölbreytilega mögu- leika í notkun orgelanna, að sögn Þórhalls. annaei@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hvellra og harðara en það rómantíska Sannkallað listaverk Helgi Grétar Kristinsson hefur unnið að því að marmorera orgelið ásamt Birgi Ísleifs- syni. Sigurjón Pétursson, formaður sóknarnefndar, fylgist með. Orgelið er verk Kristians Wegsheiders. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 27 ára karlmann, Gunnar Viðar Árnason, til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna brota gegn fíkniefnalöggjöfinni. Gunnar stóð að innflutningi á rúmum sex kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Íslands í apríl síðastliðnum. Hann þarf að auki að greiða rúmar tvær milljónir króna í sakarkostnað. Málið á rót sína að rekja til rann- sóknar umfangsmeira máls sem hófst á síðasta ári í samvinnu við hol- lensk yfirvöld. Lögregluyfirvöld hófu þá að fylgjast með tveimur nafngreindum Hollendingum og síð- ar Gunnari. Þegar hann hitti annan þeirra hér á landi. 20. apríl bárust upplýsingar frá hollenskum lög- regluyfirvöldum um að hugsanlega væri í uppsiglingu flutningur fíkni- efna til Íslands. Fjölskipaður héraðsdómur taldi brot Gunnars sannað og er tekið fram að hann eigi sér engar máls- bætur enda hafi hann ítrekað brotið gegn fíkniefnalöggjöfinni. Fangelsi fyr- ir fíkniefni UNDIRSKRIFTALISTI með nöfn- um u.þ.b. helmings atkvæðisbærra sóknarbarna á Selfossi var í gær af- hentur lögfræðingi Biskupsstofu. Með listanum vilja sóknarbörnin krefjast þess að nýr sóknarprestur í sameinuðu Hraungerðis- og Selfoss- prestakalli verði kosinn í almennum prestskosningum. Ákveðið var á kirkjuþingi 12. nóv- ember sl. að sameina prestaköllin. Sóknarbörn á Selfossi eru ekki öll sátt við að sóknarprestur Hraungerðisprestakalls taki sjálf- krafa við embættinu. Stærðarmunur á söfnuðunum sé gríðarlegur – um 500 manns búi í Hraungerðispresta- kalli en íbúar á Selfossi séu um 6.600. Við afhendingu undirskriftalistans í gær las Sigríður Jensdóttir, for- svarsmaður söfnunarinnar, upp opið bréf til biskups. Í áskoruninni sem listanum fylgdi kemur fram að fullt traust þurfi að ríkja milli sóknar- prests og safnaðarins. Því trausti sé ógnað sé lýðræðislegur réttur sókn- arbarna um kosningu ekki virtur. Sigríður segir málefni safnaðarins nú í höndum Kirkjuráðs. „Kirkjuráð fundar næst 10. desember þannig að við bíðum þess bara spennt að vita hvernig þeir taka á þessu.“ Íbúar vilja að kosið sé í embætti sóknarprests Undirskriftalisti sóknarbarna afhentur biskupi Morgunblaðið/Ómar Selfosskirkja Ekki eru allir sáttir við að fá ekki að velja sóknarprest. NORSKIR fjár- eigendur eru þessa dagana að sæða fé sitt með sæði úr íslensk- um hrútum. Sauðfjársæð- ingastöð Suður- lands seldi nýlega 540 skammta af frystu sæði til Noregs og er það í fyrsta skipti sem hrútasæði er flutt til þangað. Norðmenn nota íslenska hrúta- sæðið til að kynbæta Spælsau fé sem er til víða í landinu. Sveinn Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Suðurlands, segir að fyrir um sjö árum hafi verið fluttir fósturvísar úr fé á Ströndum til Nor- egs til kynbóta á Spælsau fénu. Það hafi skilað árangri. Síðar þurfti að farga kynbótahrútunum vegna þess að mæðiveiki kom upp á sæð- ingastöð sem þeir voru til húsa. Sveinn segir að Norðmenn hafi stundum spurst fyrir um sæði til kynbóta og nú hafi komið ákveðin pöntun og því gengið í að ljúka því sem upp á hafi vantað til að uppfylla skilyrði sem sett eru fyrir útflutn- ingi til Noregs og Evrópusambands- ríkja. Sæði hefur verið flutt til Bandaríkjanna í mörg ár. helgi@mbl.is Íslenskt sæði flutt til Noregs Spælsau fé kynbætt Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A fyrir Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.