Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLS voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í október sl., borið saman við 78 í sama mánuði í fyrra. Hafa aldrei áður verið skráð jafn- mörg gjaldþrot í einum mánuði, frá því að Hagstofan fór að skrá gjald- þrotin árið 1990. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hafstofunnar kemur fram að fyrstu tíu mánuði ársins hafa 747 fyrirtæki orðið gjaldþrota, sem er jafnmikið og allt árið 2008. Fyrstu tíu mánuðina í fyrra voru 600 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Því er ljóst að met verður slegið í ár hvað þetta varðar. Er hér aðeins átt við fyrirtæki í eig- inlegum rekstri, ekki einkahlutafélög og eignarhaldsfélög sem misst hafa allar eigur sínar. Fjöldi greiðsluþrota félaga á fyrstu tíu mánuðunum slag- ar hátt í tvö þúsund, samkvæmt upp- lýsingum frá Creditinfo. Ef staðan í einstökum atvinnu- greinum er skoðuð kemur í ljós að flest gjaldþrot í október, eða 24, voru í byggingastarfsemi og 18 gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun. Frá áramótum hafa yfir 200 byggingafyr- irtæki orðið gjaldþrota en allt síðasta ár var talan um 150. Aukning miðað við árið 2008 er 35% og enn eiga tveir Aldrei fleiri fyrirtæki í þrot í einum mánuði Gjaldþrot fyrirtækja 1990–2009 800 700 600 500 400 300 200 100 0 1990 2009* *jan.-okt. Heimild: Hagstofan 372 747 Gjaldþrot fyrirtækja eftir mánuðum 2007-2009 J F M A M J J Á S O N D 120 100 80 60 40 20 0 2007 2008 2009 Gjaldþrot ekki ver- ið meiri frá upphafi skráningar 1990 Í HNOTSKURN »Nú þegar hafa fleiri fyr-irtæki í fasteigna- viðskiptum verið tekin til gjaldþrotaskipta en allt síð- asta ár, eða 60, borið saman við 56 árið 2008. »Svipaða sögu er að segjameð veitinga- og gisti- húsarekstur. Ríflega 50 fyr- irtæki í þeim geira hafa orð- ið gjaldþrota í ár. »Creditinfo telur að um2.700 fyrirtæki stefni í greiðsluþrot á næstu 12 mánuðum, einkum í bygg- ingastarfsemi, verslun og fasteignaviðskiptum. mánuðir eftir að skila sér í skráningu Hagstofunnar á þessu ári. 2.500 félög í greiðsluþrot? Creditinfo spáði því í upphafi árs- ins að um 3.500 fyrirtæki færu í greiðsluþrot en að sögn Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo, stefnir í að sú tala verði nærri 2.500. Skiptir þar mestu inn- grip bankanna sem hófust að krafti í vor. Þá var byrjað að afturkalla skráningu á vanskilaskrá í stórum stíl og bankar fóru að bjóða fyrir- tækjum ýmis úrræði, segir Rakel, eins og frystingu lána og skilmála- breytingar. Samt sem áður hafa vanskil fyr- irtækja aukist. Í byrjun nóvember voru ríflega 5.000 fyrirtæki á van- skilaskrá, og þá eru greiðsluþrota fé- lögin ótalin. TAKMA RKAÐ MAGN Kanarí 19. desember - jólaferð Verð frá 109.900 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 109.900 14 nátta jólaferð Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Green Park Apartments í 14 nætur. Aukalega m.v. gistingu í smáhýsi m. 2 svefnherb. á Parquesol kr. 18.050. Verð m.v. 2 í íbúð á Green Park kr. 134.900. Sértilboð 19. des. Verð kr. 154.900 með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Jardin del Atlantico í 14 nætur með “öllu inniföldu”. Verð m.v. 3 í íbúð með „öllu inniföldu” kr. 182.900. Verð m.v. 2 í íbúð með „öllu inniföldu” kr. 199.900. Sértilboð 19. des. Frá kr. 154.900 með „öllu inniföldu ” Frábær sértilboð - 14 nátta jólaferð! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum um jólin á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Green Park Apartments, sem er einfalt og vel staðsett íbúðahótel á ensku ströndinni. Einnig bjóðum við frábært sértilboð með „öllu inniföldu” á Jardin del Atlantico íbúðahótelinu. Fjölbreytt önnur gisting einnig í boði, s.s. hin vinsælu Parquesol smáhýsi sem staðsett eru í hjarta ensku strandarinnar. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.