Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 37
Messur 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 ✝ Birgir Magnússon(Helgi Gunnar Birgir Magnússon) fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1934. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Ásgeirsson, fæddur á Eiði í Hest- firði, N-Ís. 1902, dáinn 1988, og Margrét Re- bekka Híramsdóttir, fædd á Búðum í Sléttuhreppi, N-Ís. 1899, dáin 1992. Systkini Birgis eru, sammæðra, Anna María Helgadótt- ir, f. 1927, og Helgi Gunnar Helga- son, f. 1930, d. 1931, og alsystkini, Sigríður Kristín Magnúsdóttir, f. 1932, og Ólína Rut Magnúsdóttir, f. 1936, d. 2004. Eiginkona Birgis var Jenný Hall- börn eru Jenný, f. 1988, Reynir, f. 1989, og Hrönn, f. 1994. Dóttir Jennýjar og Birgis er Día Björk, f. 1961. Hennar maður er Er- lendur Geir Arnarson, f. 1961. Þeirra börn eru Örn, f. 1989, og Lilja Sif, f. 1993. Birgir og Jenný kynntust þegar þau voru 15 og 16 ára og gengu í hjónaband 1953. Fyrstu árin bjuggu þau í Hafnarfirði þar sem Birgir nam húsasmíði. Þau fluttu til Vest- mannaeyja 1956. 1967 fluttust þau aftur til Hafnarfjarðar og bjuggu þar upp frá því. Birgir bjó í Reykja- vík í nokkur ár eftir fráfall Jennýjar en flutti síðan enn til Hafnarfjarðar og bjó þar til dauðadags. Lengst af vann Birgir sem smiður, en um tíma vann hann á lager í Vörumark- aðnum í Ármúla, hjá áhaldahúsi Hafnarfjarðar og síðustu starfsár sín sem skjalavörður, fyrst í Versl- unarbankanum í Bankastræti og síðan hjá Íslandsbanka. Birgir var jarðsunginn í Hafn- arfirði 27. nóvember og fór útför hans fram í kyrrþey að hans ósk. bergsdóttir, f. í Vest- mannaeyjum 15. sept- ember 1935, dóttir Þuríðar Sigurð- ardóttur, f. í Rang- árvallasýslu 1909, d. 1998, og Hallbergs Halldórssonar, f. í Borgarkoti á Skeiðum 1910, d. 1982. Jenný lést 1995. Sonur Jenn- ýjar og Birgis er Magnús Rögnvaldur, f. 1954. Fyrri kona hans var Hanna Valdi- marsdóttir, f. 1958 í Færeyjum. Börn þeirra eru 1) Birg- ir, f. 1979, maki Lise Kristin Magn- usson, f. 1985, þeirra barn er Magn- ús, f. 2008, og 2) Jólana, f. 1982, maki, Lars Rahbek, f. 1977, þeirra barn er Maj, f. 2008. Seinni kona Magnúsar var Björk Guðlaugs- dóttir, f. 1957. Þau eru skilin. Þeirra Þegar ég settist niður og fór að hugsa um að skrifa nokkur orð til að kveðja Birgi, tengdaföður minn, átt- aði ég mig fljótlega á því að það sem mér var efst í huga var þakklæti. Ég er þakklátur fyrir að rúmlega eins árs baráttu við erfiðan sjúkdóm er loksins lokið og ég er fullur þakk- lætis í garð þess frábæra fólks sem hefur annast hann og hjálpað okkur í veikindunum. Mig langar sérstak- lega að nefna Ingvar Hákon Ólafs- son skurðlækni, starfsfólkið á deild B6 í Fossvogi og á líknardeild Landakotsspítala. Umhyggja ykkar og viðmót hefur verið okkur öllum, sem tengjumst Birgi, mikil stoð. Birgir varð 75 ára, en fyrir rúmu ári var hann eins og táningur, fullur starfsorku og lífsgleði. Það var svo í september á síðasta ári, þegar hann kom til að hjálpa okkur að leggja parket á stofuna, að við sáum að ekki var allt með felldu. Vinnan gekk illa, hann var utan við sig og hættur að blístra og syngja við vinnu sína. Mein sem talið er að hafi verið að búa um sig í mörg ár var komið að þan- mörkum og þrátt fyrir mikla baráttu þá varð Birgir aldrei samur aftur. Hvert sem ég lít í húsinu okkar er eitthvað sem minnir á hann, hurð- irnar sem hann setti í, parketið og flísarnar sem hann lagði, sólpallur- inn og skjólveggurinn sem hann rauk í að hjálpa mér að reisa þegar hann í sakleysi sínu hafði litið inn uppábúinn í sunnudagskaffi og eyði- lagði spariskóna sína í atganginum. Birgir var smiður, eins og pabbi. Þeir náðu vel saman og þau eru ótelj- andi handtökin sem þeir eiga í hús- inu okkar. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að endur- gjalda tengdaföður mínum, þó að ekki sé nema lítið eitt af allri hjálp- inni, undanfarna mánuði. Nú er þessari jarðvist lokið hjá Birgi og hann hefur skilað sínu með sóma. Ekkert okkar veit hvað tekur við. Jenný, tengdamóðir mín, lést fyrir 14 árum. Þau höfðu verið sam- an frá því þau voru 15 og 16 ára og fráfall hennar var reiðarslag sem Birgir var lengi að jafna sig á. Ég vil trúa því að þegar Birgir fór frá okk- ur hafi Jenný tekið á móti honum á nýjum áfangastað. Ef sú er raunin er þakklæti mitt fullkomnað. Erlendur Geir Arnarson. Birgir Magnússon Hlín, föðursystir mín, fæddist í Haga- nesi og bjó þar fyrstu búskaparárin ásamt Rögnvaldi, eiginmanni sínum. Hlín var alla tíð logandi af áhuga fyrir því sem var að gerast í heiminum. Það hefði verið gaman að fylgjast með henni á þingi því hún kunni vel að koma fyrir sig orði og var ekkert að skafa utan af hlutunum ef henni misbauð. Hún var fagurkeri og bar inn blóm úr haganum til að fegra heimilið, bók- og listelsk var hún og þegar frænka setti Rósina hans Friðriks Jónssonar á fóninn sinn í flutningi Pavel Lisitian, eða Hamra- borgina í flutningi Einars Kristjáns- sonar flæddu tónarnir um húsið og hátíð var í bæ. Það hefðu ekki marg- ir tekið tvær átta ára stelpuskjátur með í árabát og róið með þær yfir Mývatn í Reykjahlíð til þess að hlusta á tónleika, en það gerði Hlín og hún lét sig ekki muna um að sauma kjóla á okkur frænkurnar af tilefninu, var það kannski þá sem Hlín Stefánsdóttir ✝ Hlín Stefánsdóttirfæddist í Haga- nesi í Mývatnssveit 21. október 1915. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð 5. nóvember sl. Útför Hlínar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 16. nóv- ember sl. það uppgötvaðist að tónlistin býr yfir galdri sem Hlín hafði löngu uppgötvað? Eitt sinn er Hlín og Rögnvaldur bjuggu í Haganesi bar þar að garði sendiherra Sov- étríkjanna, það var nú ekki daglegur við- burður að slík pró- sessía birtist á hlaðinu og eðalvagninn með rauðum fána á húdd- inu vakti óneitanlega athygli, en Rögnvald- ur og Hlín voru ekki feimin við að bjóða komumönnum til stofu. Þau voru heimsborgarar, í þeirra augum voru allir jafnir. Það var lærdóms- ríkt að kynnast þessari fordóma- lausu umgengni við fulltrúa þjóðar sem átti ekki upp á pallborðið hjá þorra þjóðarinnar á þessum tíma. Hlín og Rögnvaldur brugðu búi og fluttu inn á Akureyri árið 1949, um þær mundir var heilsa þeirra ekki góð og búskapurinn hafði ver- ið þeim erfiður. En þau gerðu það sem í þeirra valdi stóð til þess að bæta heilsuna og þegar aðrir svolgruðu í sig kaffi var boðið upp á blóðbergste á þeim bæ og þegar Rögnvaldur brá sér út fyrir hús- vegg og sótti arfa og fíflablöð í sal- atið hristu menn nú höfuðið. Var þetta nú ekki einum of langt geng- ið? Inni á Akureyri komu þau sér upp matjurtagarði á baklóðinni í Munkaþverárstrætinu og þangað var grænmetið sótt og heilsan batnaði. Þeim hjónum búnaðist vel á Ak- ureyri. Hefði nú einhvern órað fyr- ir því að hún Hlín frænka mín yrði kaupmaður? En engin veit sína æv- ina fyrr en öll er. Umgengni við þau frómu og góðu hjón markaði óafmáanleg spor í sálartetur und- irritaðrar, blessuð sé minning þeirra. Bryndís Helgadóttir. Við viljum minnast Hugrúnar frænku. Við kynntumst henni þegar við vorum 7, 9 og 11 ára. Í byrjun vorum við ekki alveg sátt við breyttar aðstæður hjá Bigga frænda. En svo kynnt- umst við henni og uppgötvuðum gæði hennar og góðvilja í okkar garð. Hugrún bjó fallegt heimili og var annt um það. Mjög gott var að heimsækja Bigga og Hugrúnu á Skarðsbrautina. Alltaf voru nýbak- aðar kökur og kræsingar bornar á borð fyrir okkur. Hún var mikið jólabarn, skreytti húsið fallega og eigum við margar góðar minningar úr jólaboðum fjölskyldunnar. Hugrún var falleg kona, fagur- keri mikill og hún var alltaf vel til höfð. Ekki breyttist það þrátt fyrir erfiða sjúkdómsbaráttu hennar. Hún barðist af reisn við sjúkdóm sinn og við áttuðum okkur ekki allt- af á hversu mikið veik hún var orð- in. Hún var mjög sterk og lífsglöð. Jákvæðni og gleði eru þær minn- ingar sem við munum ylja okkur Hugrún Bylgja Þórarinsdóttir ✝ Hugrún BylgjaÞórarinsdóttir fæddist á Akranesi 13. nóvember 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 4. október sl. Hugrún var jarð- sungin frá Akra- neskirkju 26. október sl. við þegar við minn- umst hennar. Í seinni tíð var samgangur mun meiri og við hittumst við ýmis tækifæri og alltaf var gleðin við hönd. Hún var mjög barngóð og lét ekki á sig fá þótt fjörið væri oft mikið. Hennar verður sárt saknað af okkur og fjölskyldum okkar. Viljum við þakka fyrir allar góðu sam- verustundirnar og vottum Bigga, Ellý og ástvinum okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þorleifsson.) Aðeins eitt kerti á gluggasyllu einn dropi af hjartahlýju yfirbugar kolsvarta sorgarveröld (Toshiki Toma.) Guð blessi minningu hennar. Bjarndís Fjóla, Björn Þór, Helga Þórdís og Unnur Elín. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, vinsemd og hlýhug vegna andláts föður okkar, sonar, bróður og mágs, STEINGRÍMS EYFJÖRÐ GUÐMUNDSSONAR, sem lést mánudaginn 2. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-G á Landspítala fyrir frábæra umönnun og stuðning. Sigurður Árni Steingrímsson, Sindri Már Steingrímsson, Guðmundur Pétursson, Bergljót Björg Guðmundsdóttir, Sveinn Haraldsson. ✝ Fjölskylda HLÍNAR STEFÁNSDÓTTUR sendir innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Hlínar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Skógarhlíð fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét og Úlfhildur Rögnvaldsdætur. ✝ Til allra nær og fjær. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við fráfall PÉTURS GUÐJOHNSEN. Grete Marion, Sveinbjörn Guðjohnsen, Katrín Gísladóttir, Viðar Helgi Guðjohnsen, Margrét Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Við sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, bróður, tengda- sonar og mágs, RÚNARS ARNAR HAFSTEINSSONAR flugvélaverkfræðings. Kærar þakkir færum við Helga Sigurðssyni lækni, starfsfólki deildar 11E við Hringbraut, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg varðandi erfidrykkjuna. Einnig hugheilar þakkir til allra sem hjálpuðu okkur á þessum erfiðu tímum sem og þeim sem lagt hafa inn á styrktarsjóð dóttur hans. Hlýhugur og stuðningur ykkar hefur verið okkur ómetanlegur. Una Björg Einarsdóttir, Arna Eir U. Rúnarsdóttir, Guðmunda Ingimundardóttir, Þórarinn B. Guðmundsson, Hafsteinn Sigurjónsson, Jónína Ólöf Sighvatsdóttir, Rakel Ösp Hafsteinsdóttir, Reynir Örn Jóhannsson, Samúel Arnar Hafsteinsson, Hafsteinn Ernir Hafsteinsson, Einar Ármannsson, Ásdís Garðarsdóttir, Ármann Einarsson, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Emil Karel Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.