Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Kvikmyndin Ástin gerirekki boð á undan sér,sem nú er til sýningarhérlendis, gefur sig út fyrir að vera rómantísk gam- anmynd en er í raun án mikils til- hugalífs og sprellandi gríns. Hún er frekar létt drama en þessi tví- skinnungur sem kristallast í titl- inum er svolítið stuðandi fyrir áhorfendur og ekki bætir úr skák að auglýsingarnar eru afar vill- andi. Myndin fylgir samt fastmót- uðum formgerðum út í gegn og áhorfinu er stýrt til að hámarka tilfinningalega upplifun eða ka- þarsis áhorfenda, eins og venjan er í rómantískum gamanmyndum. Upplifunin er í anda sykurhúð- aðrar sáluhjálpar líkt og umfjöll- unarefni myndarinnar. Sagan segir af sálfræðingnum og sjálfshjálp- arfrömuðinum Burke Ryan (Aaron Eckhart) sem hjálpar öðrum að komast yfir missi ástvina en hefur sjálfur ekki jafnað sig á sviplegu fráfalli konu sinnar. Hann er upp- rennandi Dr. Phil og fundar með viðskiptafræðilegum stengjabrúðu- meisturum og stórlöxum sem hyggjast markaðssetja vörur eins og fæðubótarefni og bumbubana með ásjónu hans fyrir neysluóða, ginnkeypta áhangendur. Þessir áhangendur fylgja í blindni – eins og margir áhorfendur – vélun kap- ítalismans. Gangverk vélunarinnar er afhjúpað í myndinni og það sýnt í spaugilegu ljósi án þess þó að í því felist bein gagnrýni. Burke er hræsnari sem fylgir ekki eigin ráð- um, hann er að tapa áttum í skin- helginni milli frægðar og frama og leitarinnar að nærandi einkalífi fjarri flassleiftrum. Með mann- gæskuna sér til halds og trausts ratar hann á rétta braut en sú vegferð kjarnar framvindu mynd- arinnar. Þetta er ekki mynd fyrir alvöru- gefna né menningarsnobbara held- ur rómantískar sálir sem heillast af myndum með Jennifer Aniston í aðalhlutverki. Þó má segja að hún gegni í raun aukahlutverki í þess- ari mynd og persóna hennar sé að- eins samsuða af fyrri hlutverkum leikkonunnar. Frammistaða leik- ara er í heildina sannfærandi og einlæg en segja má að John Car- roll Lynch sem fer með auka- hlutverk syrgjandi föður steli sen- unni og auðveldi áhorfendum að samsama sig við frásögnina. Klipp- ingin er svolítið ruglingsleg á köfl- um því stundum er eins og eitt- hvað vanti og í einu atriði er notast við stuðandi stökkklippinigu sem hæfir ekki mynd sem er svo fastheldin í formgerðir og klass- íska, ósýnilega, flæðandi framvind- uklippingu. Allir þættir mynd- arinnar vinna þó að því að veita áhorfendum hámarkað kaþarsis og sykurhúðaða sáluhjálp í neyslu- vænum umbúðum og sem slík stendur hún fyllilega fyrir sínu. hjordst@hi.is Smárabíó, Regnboginn Ástin gerir ekki boð á undan sér / Love Happens bbbnn Leikstjórn: Brandon Camp. Handrit: Brandon Camp og Mike Thompson. Að- alhlutverk: Aaron Eckhart, Jennifer An- iston, Judy Greer, Martin Sheen, Dan Fogler, John Carroll Lynch og Francis Conroy. 109 mín. Bandaríkin, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Gott kaþarsis Love Happens Ekki mynd fyrir alvörugefna eða menningarsnobbara. Gríski heimspekingurinn Aristó- teles var fyrstur til að skilgreina hugtakið kaþarsis sem tilfinn- ingalega útrás, í verki sínu Um skáldskaparlistina. Hugtakið vísar bæði til tilfinningalegra átaka per- sóna í leikverki og upplifunar áhorfenda sem fá útrás fyrir upp- safnaða spennu við áhorfið. Til þess að áhorfendur geti not- ið kaþarsis verða þeir að geta samsamað sig persónum og að- stæðum þeirra eða borið kennsl á formgerð frásagnarinnar og því eru kvikmyndir sem stíla inn á slíka tilfinningaútrás gjarnan með afar fastmótaða framvindu. Upp- haflega spyrti Aristóteles kaþarsis einungis við harmleiki en í seinni tíð getur það einnig átt við gam- anleiki og flestar tegundir drama- tíkur. Kaþarsis Nia Vardalos, stelpan úr "My big fat greek wedding" er loksins komin til Grikklands í frábærri rómantískri gamanmynd. HVERNIG STÖÐVARÐU MORÐINGJA SEM ER NÚ ÞEGAR Í FANGELSI? SÝND Í KRINGLUNNI GERRARD BUTLER OG JAMIE FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU HASARMYND Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK ÞRIÐJA STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Í USA BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER ÞETTA SÖGÐU LESENDUR Á KVIKMYNDIR.IS „ÆÐISLEG“ „HÚN VAR ÆÐI“ „ÉG VILDI SJÁ MEIRA“ „HÚN VAR ÓLÝSANLEGA GEGGJUГ „GEÐVEIKT SKEMMTILEG“ Robert Pattinson og Kristen Stewart eru mætt í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma! STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! „ÞEIR SEM DÝRKUÐU FYRSTU MYNDINA... MUNU ÁBYGGILEGA ELSKA ÞESSA ÚTAF LÍFINU.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁBÆR MYND UM UPPVAXTARÁR EINS ÁSTSÆLASTA KÖRFUBOLTAMANN SAMTÍMANS, LEBRON JAMES. á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ / KRINGLUNNI THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl.2:50D -5:20D -8D -10:10D -10:50D 12 DIGITAL A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D 7 3D-DIGITAL A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.5:503D -83D ótextuð 7 3D-DIGITAL MY LIFE IN RUINS kl.3:40-5:50-8 L LAW ABIDING CITIZEN kl.10:10 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl.13D L 3D-DIGITAL UPP (UP) kl.1:30 L / ÁLFABAKKA THETWILIGHT2NEWMOON kl. 12 - 3 - 6 - 8 - 8:50 - 10:50 - 11:30 12 DIGITAL PANDORUM kl. 8 - 10:20 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 12 - 2:50 - 5:20 - 8 - 10:50 LÚXUS VIP LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:20 16 A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 1:303D -3:403D 7 3D DIGITAL MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 5:503D ótextuð 7 3D DIGITAL COUPLES RETREAT kl. 8 12 A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 7 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 12 - 2 - 4 - 6 Síð. sýn. L A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 8 - 10:10 7 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.