Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 N JARÐARBRAUT 9 - REYK JA NE SB Æ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Mikið og gott úrval af jeppa- og vetrardekkjum frá TOYO. Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Gæða vetrardekk fyrir alla bíla Til leigu skrifstofuhúsnæði á besta stað! Nánari upplýsingar í síma 660 3364 eða hjá Stóreign í síma 897 1401 Nýlega innréttað skrifstofu- húsnæði með eða án húsgagna, til leigu á Suðurlandsbraut 18. 5. hæð 370 fm. 4. hæð 700 fm. Næg bílastæði. Húsnæðið er laust til afhendingar með stuttum fyrirvara. FLESTUM er ljóst að með efnahags- hruninu á Íslandi eru forsendur fast- eignalána brostnar. En íslenska fjárkúg- unarvaldið er ekki á því að gefa eftir neitt af sínum uppsafnaða gróða. Því er haldið á lofti að fólk eigi að standa við skuldbindingar sínar og borga refjalaust. En fólk sem í granda- leysi tók lán til að koma sér þaki yf- ir höfuðið skuldbatt sig ekki til að borga fyrir misnokun eigendanna á bönkunum til að falsa verð á eigin braskfyrirtækjum, fyrir utan margháttað bílífi. En nú er því ætl- að að borga þetta gjald margfalt. Fyrst með okurvöxtum og óðaverð- bótum, svo með verðhruni á eigin eignum og loks með óbærilegum skattaklyfjum. Allt er þetta til þess að þeir sömu sem græddu í góð- ærinu haldi áfram að græða í kreppunni meðan vaxandi hluta þjóðarinnar er steypt í þrældóm og örbirgð. Leiðrétting lána Fram hefur komið að lánasafnið hafi flust frá gömlu bönkunum til þeirra nýju með hátt í 600 milljarða afföllum. Með aðeins hluta af þessu svigrúmi mætti leiðrétta húsnæðislán lands- manna þannig að lang- flestir slyppu við áföll. En ríkisstjórnin og bankarnir vilja ekki heyra minnst á neins konar leiðréttingar. Almenningur á að taka á sig byrðarnar langt inn í framtíðina. Sagt er að afföllin á lána- safninu eigi að nota til að afskrifa kröfur sem sannanlega séu tapaðar. En innherjar bank- anna og ýmis fyrirtæki fá afskrif- aðar skuldir eftir samkomulagi, meðan almenningur fær engar af- skriftir, nema með greiðsluþroti og nauðungarsölu á eignum. Helstu viðbárur ríkisstjórnar- innar við leiðréttingu lána eru að það kosti of mikið og því eigi aðeins að „hjálpa“ þeim sem verst eru settir. En þeir sem eru í vanskilum með sín lán fá hins vegar engin úr- ræði, þó að þeir sér séu óvéfengj- anlega meðal þeirra verst settu. Og þeim fer ört fjölgandi. Allt ber þetta að sama brunni. Ætlunin er að keyra fólk í þrot í hæfilegum skömmtum fyrir þá sem bíða eftir að kaupa fasteignir á hrakvirði. Þeir sem enn geta borgað eiga að borga áfram meðan eitthvert blóð er í kúnni og tapa svo aleigunni þegar þeirra tími kemur. Þetta er inntak þeirrar stefnu ríkisstjórnar- innar sem stefnir í að skrúfa sam- félagið áfram niður í kviksyndi kreppunnar. Það fer ekki hjá því að þeir sem eru með gengistryggð lán standa frammi fyrir stærsta vandanum að óbreyttu. Nú eru bankarnir að bjóða fólki að breyta þeim með því að afnema gengistrygginguna með lækkun höfuðstóls um t.d. 25%. Með þessu eru bankarnir að reyna að fá fólk til að skrifa undir nýjar skuldbindingar áður en dómar falla um lögmæti gengistryggingarinna. Ef dæmt verður eftir lögunum mun höfuðstóll gengistryggðra lána lækka miklu meira en sem þessu nemur. Það er því ráðlegt að skrifa ekki undir slíka pappíra nema með fyrirvara um betri rétt. Greiðsluverkfall Hver og einn skuldari má sín lít- ils gagnvart fjárkúgunarvaldinu en með virkri samstöðu getur staðan breyst. Til að spyrna við fótum hafa Hagsmunasamtök heimilanna boð- að greiðsluverkfall sem að þessu sinni stendur frá 15. nóvember til 10. desember. Almenningur er hvattur til að greiða ekki af lánum á þessum tíma og um leið að taka innistæður sínar út úr bönkunum. Samtökin krefjast þess að fá aðild að lausnum á skuldavanda heim- ilanna og tekið verði mið af sjón- armiðum þeirra. Þessum kröfum verður fylgt eftir með fleiri greiðsluverkföllum og vaxandi þunga. Með þátttöku almennings geta greiðsluverkföllin orðið öflugt verkfæri til að stöðva þá fjárkúgun sem ríkisvaldið og bankarnir beita. Ríkisrekin fjárkúgun Eftir Þorvald Þorvaldsson Þorvaldur Þorvaldsson »Hver og einn skuld- ari má sín lítils gagnvart fjárkúgunar- valdinu en með virkri samstöðu með greiðslu- verkfallið að vopni getur staðan breyst. Höfundur er trésmiður og er formað- ur greiðsluverkfallsstjórnar HH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.