Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 23
Daglegt líf 23ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Það var fullt út úr dyrum í listasmiðjunni í Þórsmörk þegar nemendur á hársnyrtibraut Verkmenntaskóla Austurlands héldu þar sýninguna „Hár og tíska í 50 ár“ í síðustu viku. Sýningin er af- rakstur þriggja áfanga þar sem nemendur kynntu sér mismunandi tímabil tískusögunnar, æfðu greiðslur sem einkenndu viðkom- andi tímabil og settu upp stór- skemmtilega sýningu þar sem tíska, tónlist og andrúmsloft var tvinnað saman. Auk þess glæddu aðrir nemendur og leikfélag skólans sýninguna lífi með uppákomum að ýmsu tagi. Að- standendur sýningarinnar voru af- ar ánægðir með afraksturinn. Fullt var út úr dyrum á stundum, en á þriðja hundrað manns mættu til til að skoða verk nemenda. Hár og tíska í 50 ár Morgunblaðið/Kristín Uppákoma Á þriðja hundrað mætti. Fullt var út úr dyrum á skemmtilegri sýningu hársnyrtinema hjá VA Staða og þróun í atvinnumálum er áhyggjuefni margra í Borgar- byggð. Fyrir nokkru var skipaður sérstakur vinnuhópur um atvinnu- mál í Borgarbyggð til vinna að þessum málaflokki. Þessi vinnu- hópur stóð fyrir opnum fundi í Geirabakaríi í hádeginu á fimmtu- daginn var. Þar sagði Hildur M. Jónsdóttir frá Neðribæjarsamtök- unum í Borgarnesi, Kjartan Ragn- arsson fór yfir hugmynd um mið- aldaböðin í Deildartungu og Unnur Halldórsdóttir nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Ís- lands fór yfir stöðuna í ferða- málum og möguleikana í þeim efn- um. Ólafur Sveinsson formaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands sáði nokkrum fræjum um gildi nýsköp- unar og sjálfsbjargarviðleitni. Fundurinn var einnig hugsaður sem vettvangur fyrir þá sem „luma“ á góðum hugmyndum, og líka fyrir þá sem vilja ná sér í hug- mynd til að hrinda í framkvæmd. Góður fundur og gott að líta upp úr svartsýninni.    Í gærmorgun voru karlmenn í app- elsínugulum göllum í óða önn að reisa stærðarinnar jólatré í Borg- arnesi. Vegna framkvæmda orku- veitunnar verður jólatréð að þessu sinni staðsett við Tónlistarskólann. Á sunnudaginn næstkomandi kl. 17, á að tendra ljósin á trénu við hátíðlega athöfn. Að venju mun forseti sveitarstjórnar ávarpa við- stadda, en síðan leikur hljóm- sveitin Álfar nokkur lög, lesin verður jólasaga og sungið. Til að halda hita í gestum verður boðið upp á heitt kakó, og grunur leikur á að einhverjir jólasveinar sem eru komnir snemma til byggða láti sjá sig og ætli að gleðja börnin.    Talandi um jólatré þá hafa verið haldin námskeið á vegum Sí- menntunarmiðstöðvarinnar á Vest- urlandi þar sem Erna Guðlaugs- dóttir kennir að búa til þæfð jólatré. Íslenska ullin sannar enn og aftur notagildi sitt þar sem hún væn og græn er þæfð í kóna og skreytt með jólaseríu. Frumlegt og flott. Ennfremur hefur Ólöf Davíðsdóttir glerlistakona kennt gerð mosaíklampa sem hún nefnir „kærleiksljós“ og loga nú ljós kær- leikans víða um Vesturland.    Þó var Borgnesingum brugðið eft- ir sprengjuárás aðfaranótt föstu- dagsins, en þá grýttu nokkir ungir menn tveimur molotov-kokteilum (bensínsprengjum) í hús lög- reglustöðvarinnar. Þeir munu hafa verið ósáttir við handtöku á einum félaga þeirra fyrr um kvöldið og létu skoðanir sínar í ljós með þess- um hætti. Einhverjum datt í hug að hér væri að hefjast borg- arastyrjöld eða að blóð Egils Skallagrímssonar rynni heitt í æð- um ungmenna. Engan sakaði sem betur fer og vona menn að svona nokkuð gerist ekki aftur og að deilumál verði leyst á frið- samlegan hátt.    Ekki þarf að orðlengja það að sparnaðartillögur í fræðslumálum í Borgarbyggð fóru fyrir brjóstið á mörgum. Haldnir voru gagnlegir íbúafundir í sveitarfélaginu þar sem fólk skiptist á skoðunum, m.a. var stungið upp á því að loka Ráð- húsinu eftir hádegi á föstudögum frekar en leikskólunum í sparnað- arskyni en það var ein tillagan. Sem betur fer var ekki fallist á þessa skerðingu í leikskólanum, en eftir sem áður verður fræðslu- málum þröngt skorinn stakkur.    Það kemur þó ekki í veg fyrir gleði barnanna, en nemendur í grunnskólanum héldu árshátíð ný- lega. Allir bekkir skólans sungu, léku eða sýndu atriði og var þema skemmtunarinnar GLEÐI. Þessi hátíð var ákaflega skemmtileg og nemendum og skólafólki til mikils sóma. Ekki veitir af gleðinni nú sem ávallt. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Guðrún Vala Ullartré Borgnesingar geta nú lært að búa til þæfð jólatré. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 UPPBOÐ á lausafjármunum verður haldið í Vörumiðstöð Samskipa Kjalarvogi 7 - 15, hliði 33, laugardaginn 28. nóvember kl. 12.00 Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem aðflutningsgjöld eru fallin í gjalddaga. Meðal vara sem boðnar verða upp eru bílar, útilegubúnaður, veiðigræjur, skór, marmari, prófílar, boltar, efnavörur, gluggar, gler, innréttingar, húsbúnaður, dekk, kerrur, skrúfur, málningarsprey, myndarammar, timbur, varahlutir í hjólhýsi, varahlutir í bíla, hurðar og margt fleira. Tollstjórinn í Reykjavík tilkynnir: Skútuv ogur Kjalarvogur Sæbra ut B rú arvo g u r K leppsm ýrarvegur H o ltaveg u rBarkarvo gur Uppbo ð hlið 33 Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg. afsláttur 3.160 kr. verð áður 4.480 kr. afsláttur 3.840 kr. verð áður 5.490 kr. afsláttur 3.980 kr. verð áður 5.690 kr. „SPENNANDI, SMELLIN, FJÖRUG OG FRÁBÆR“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.