Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 18

Morgunblaðið - 28.11.2009, Page 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Þetta helst ... ● SPÖLUR, rekstrarfélag Hvalfjarð- arganga, tapaði 129 milljónum króna á nýliðnu rekstrarári, frá 1. október 2008 til 30. september 2009. Hagnaður varð á síðasta ársfjórðungnum upp á 54 milljónir. Veggjöld námu 920 millj- ónum á árinu, sem er 6% lækkun á milli ára. Afskriftir á rekstrarárinu námu samtals 232 milljónum og hækkuðu um 3,8%. Hækkun reikningslegra gjald- færslna vegna hækkunar lána út af vísitöluhækkunum og gengisbreyt- ingum var meiri en áætlað var. Tap hjá Speli og minni umferð um göngin ● VILLA í tölvu- kerfi kauphall- arinnar í London gerði það að verk- um að stöðva þurfti í gær öll viðskipti með bresk hlutabréf í kauphöllinni í þrjá tíma. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem tölvukerfið bregst með þessum hætti, en fyrr í þessum mánuði kom tölvuvilla í veg fyrir að hægt væri að eiga viðskipti með hlutabréf um 300 fyrirtækja í einn og hálfan tíma. Þá stöðvuðust öll viðskipti í september í fyrra af sömu ástæðu. Talsmenn kauphallarinnar segja í samtali við Wall Street Journal að til standi að skipta um tölvukerfi. Tölvur léku kauphöllina í London grátt SLITASTJÓRN Sparisjóðabankans hefur tekið afstöðu til ríflega fimmt- ungs krafna í þrotabú Icebank. Í heild var kröfum upp á 370 milljarða lýst í þrotabú Icebank, en þar af nema kröfur frá Seðlabanka Íslands og ríkissjóði um 200 milljörðum. Sú krafa er tilkomin vegna svokallaðra ástarbréfa. En í slíkum viðskiptum notuðu íslensku bankarnir skulda- bréf hver frá öðrum til að eiga end- urhverf viðskipti við Seðlabanka Ís- lands. Andri Árnason, sem situr í slitastjórn Sparisjóðabankans, seg- ist ekki geta tjáð um sig hvernig verður tekin afstaða til krafna Seðla- bankans og ríkissjóðs. Hann segir ákvörðun um kröfuna verða tekna í janúar. Frestunin tengist ekki mögulegum rannsóknum á ást- arbréfaviðskiptum í aðdraganda bankahrunsins og of snemmt að segja til um endurheimtuhlutfall á kröfum bankans. thg@mbl.is Morgunblaðið/RAX Uppgjör Slitastjórn Icebank á kröfuhafafundi í húsnæði sparisjóðanna við Rauðarárstíg í gær. Um það bil 20 manns sátu fundinn fyrir hönd kröfuhafa. Ástarbréfin 54% krafna í þrotabú Örlög ástarbréfakrafna ráðast í janúar FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is NÝI Landsbankinn, NBI, á ís- lenskra banka mest undir þegar litið er til skulda sjávarútvegsins. Fyrir liggur að skuldir atvinnugrein- arinnar nema um 550 milljörðum króna. Um það bil 45% þeirra skulda eru á bókum NBI, eða um 248 millj- arðar króna. Um fjórðungur skuldanna er hjá Íslandsbanka, um 15% hjá Arion banka og afgangurinn hjá öðrum lánastofnunum, til að mynda sparisjóðum. NBI er eini bankinn sem öruggt er að verður í meirihlutaeigu ríkisins á næstu ár- um. Tap vegna virðisrýrnunar veða í aflaheimildum mun því lenda á skattgreiðendum, enda gerir sam- komulag NBI við skilanefnd gamla bankans um greiðslur fyrir yfirfærð- ar eignir einungis ráð fyrir hækkun eignaverðs. Ekki liggur fyrir á hvaða verði skuldir sjávarútvegsfyrirtækja voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins kemur fram að nafnverð skulda íslenskra fyrirtækja upp á 3.200 milljarða sem færðar voru yfir í nýju bankanna séu færðar inn á raunvirðinu 1.000 milljarðar á bók- um nýju bankanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru skuldir sjávarútvegsins þó færðar yfir á hærra verði, enda er sá at- vinnuvegur gjaldfærari en velflestir atvinnuvegir um þessar mundir vegna þess að lungi tekna er í er- lendum gjaldeyri. Ekki var gert ráð fyrir stjórn- valdsaðgerðum á borð við fyrning- arleið þegar eignir voru færðar yfir í nýju bankana. Hins vegar er ljóst að verðmæti veða í skipastól og afla- heimildum honum tengdum mun minnka talsvert ef af innköllun afla- heimilda verður, en það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar. NBI færi langverst út úr fyrningarleið Ekki er gert ráð fyrir fyrningu aflaheimilda í færslu eigna Útgerð NBI er eini bankinn sem öruggt er að verður í meirihlutaeigu rík- isins á næstu árum. Tap vegna virðisrýrnunar veða mun því lenda á ríkinu. Morgunblaðið/Golli NBI er með tæplega helming allra skulda sjávarútvegsins á sínum bókum. Ef af fyrningarleið stjórnvalda verður er hætta á að verðmæti veða í aflaheimildum rýrni og efnahagur banka einnig. Skuldir sjávarútvegsins við bankana 247,5 milljarðar kr. Skuldir alls: 550 milljarðar kr.137,5 milljarðar kr. 82,5 milljarðar kr. Aðrir 82,5 milljarðar kr. 45% 25% 15% 15% SMÆRRI leik- fangaframleið- endur í Banda- ríkjunum horfa nú fram á að þurfa að fækka starfsfólki eða jafnvel hætta starfsemi vegna harkalegra ör- yggisreglna, sem taka fljótlega gildi þar í landi. Fréttir af því að kínversk leik- föng, seld í Bandaríkjunum, inni- héldu hættuleg efni leiddu til þess að settar voru reglur um að öll leikföng þyrftu að fara í gegnum ítarlegt öryggis- og eiturefnaeft- irlit til að hægt væri að selja þau. Jason Gold, sem á og rekur smá- fyrirtækið Camden Rose, segir í samtali við ABC sjónvarpsstöðina að þessar reglur ógni framtíð fyr- irtækisins. Camden Rose fram- leiðir leikföng úr viði og öðrum náttúrulegum efnum, en þarf að lúta sömu eftirlitskvöðum og plast- leikföng stórfyrirtækja. Segir hann að nýju reglurnar henti reyndar stórfyrirtækjunum vel. Mattel hafi t.d. nú þegar fengið undanþágu þess efnis að það megi sjálft sinna eftirlitinu í verk- smiðjum sínum í Kína. bjarni@mbl.is Stífar reglur um leikföng Nýjar reglur bitna á smærri fyrirtækjum ● NÝR upplýsingavefur, vdb.is, er stendur fyrir Visual Data Base, hefur verið settur á laggirnar. Að honum standa íslensku félögin Icestat og Cipher ehf. Vefnum er ætlað að efla upplýsingastreymi frá Íslandi til er- lendra aðila sem og frá erlendum gagnaveitum til Íslands. Á vefsíðunni eru yfir 2.000 töflur sem eiga að sýna samspil íslenska hagkerfisins við ESB og helstu áhrifasvæði, s.s. Bandaríkin, Bretland og Japan. Nýr vefur með gögnum um íslenska hagkerfið ÍSLENSKI fataframleiðandinn 66̈Norður opnar nýja verslun í Ósló í dag, sem er fyrsta verslun fyrir- tækisins í Noregi. Vörur undir merkjum 66°Norður fást nú í ríf- lega 300 verslunum í 16 löndum og að sögn Halldórs G. Eyjólfssonar forstjóra stendur til að fjölga versl- unum enn frekar vegna aukinnar eftirspurnar. Rekstraraðili versl- unnarinnar í Ósló er fyrirtækið Red Mule Invest. Er hún til húsa í versl- unarmiðstöðinni Aker Brygge í miðborg Óslóar, sem um fimm milljónir manna heimsækja á ári hverju. „Það er vissulega ánægju- legt fyrir fyrirtækið að geta státað sig af því að vera í útrás um þessar mundir,“ segir Halldór. bjb@mbl.is Noregur Verslun 66°Norður verður í Aker Brygge í Óslóarborg. 66°Norður áfram í útrás ORKUVEITA Reykjavíkur tapaði 11,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þrátt fyrir þetta mikla tap er viðsnúningurinn um- talsverður því að tapið á sama tíma í fyrra nam tæpum 40 milljörðum. Hagnaður var á rekstrinum á tíma- bilinu fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir og nam hann 8,6 millj- örðum. Eigið fé OR við lok tímabils- ins var ríflega 36 milljarðar en var 48 milljarðar í fyrra. Eiginfjárhlut- fallið var 13,6% við lok tímabilsins en 18,6% á sama tíma í fyrra. Fjár- hagsáætlun var samþykkt í stjórn OR í gær sem gerir ráð fyrir fram- kvæmdum á næsta ári upp á 18 milljarða. 12 milljarða tap hjá OR Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra Umsóknir um styrki Stjórn Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að menntun heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra, formlegrar og óformlegrar sem og starfsþjálfunar. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé fullgildur félagsmaður í Félagi heyrnarlausra. Upplýsingar um sjóðinn ásamt umsóknareyðublöðum fást á heimasíðu félagsins: http://deaf.is/Forsida/Umfelagid/Sjodir/Menntunarsjodur/ Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntanlegt nám, ber að senda til stjórnar Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2010.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.