Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
✝ Jón Þorgrímssonfæddist á Húsavík
23. júlí 1933. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga
24. nóvember 2009.
Foreldrar hans voru
Þorgrímur Jóelsson,
f. 2. júní 1908, d. 24.
apríl 1981 og Kristín
Jónsdóttir, f. 26.
október 1908, d. 8.
apríl 1992. Systir
Jóns er Friðrika Sig-
ríður Þorgrímsdóttir,
f. 8. júní 1932. Maki
Þórður Ásgeirsson, f. 4. júni 1930,
d. 3. sept. 2006.
Jón kvæntist 27. október 1956
eftirlifandi eiginkonu sinni Sól-
veigu Þrándardóttur, f. 12. sept-
ember 1930. Foreldrar hennar
voru Signý Jóhannesdóttir f. 1. maí
1898, d. 21. janúar 1986, og Þránd-
ur Indriðason frá Aðalbóli, f. 4. júlí
1897, d. 27. maí 1978.
Börn Jóns og Sólveigar eru: 1)
Ása Kristín Jónsdóttir, f. 21. sept-
eiga eina dóttur, og c) Halldór
Árni, f. 9. október 1998. 4) Ásdís
Brynja Jónsdóttir, f. 21. júlí 1965,
gift Arnari Sigurðssyni, f. 2. ágúst
1963, þau eiga 2 dætur, a) Svövu
Hlín, f. 18. desember 1987, í sam-
búð með Hilmari H. Leifssyni, f. 13.
janúar 1990, og b) Sólveigu Ásu f.
24. mars 1991, í sambúð með Davíð
Þórólfssyni, f. 13. janúar 1984.
Jón nam bifvélavirkjun á véla-
verkstæðinu Fossi. Hann stofnaði
Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgríms-
sonar 1957 og rak hann það sam-
fleytt til 1985 þá snéri Jón sér að
verslunarrekstri, stofnaði mat-
vöruverslunina Kjarabót, en sam-
hliða verkstæðisrekstrinum var
Jón umboðsaðili fyrir Heklu, Velti
og Ford. Hann var einnig umboðs-
maður TM trygginga til marga
ára.
Jón var mjög virkur í félagslífi.
Hann var stofnfélagi í Lionsklúbbi
Húsavíkur, hann sat í stjórn Bíl-
greinasambandsins, var lengi fé-
lagi í Stangveiðifélaginu Flúðum
og Frímúrari frá 1981.
Jón verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju í dag, laugardag-
inn 28. nóvember, og hefst athöfnin
kl.14.
ember 1957, gift Sig-
hvati Einari Sighvats-
syni, f. 11. febrúar
1956, þau eiga 2
börn, a) Erlu Jónu, f.
21. ágúst 1979, í sam-
búð með Halldóri
Gunnari Daðasyni, f.
27. júlí 1979, þau eiga
tvær dætur, og b)
Fannar Veigar f.
30.9. 1982, í sambúð
með Birgit Ósk Bald-
ursd Bjartmars, f. 15.
mars 1984. 2) Sólveig
Jónsdóttir, f. 14.
október 1959, d. 3. febrúar 1970. 3)
Þórný Jónsdóttir, f. 30. október
1960. 4) Þorgrímur Friðrik Jóns-
son, f. 7. september 1963, kvæntur
Rósu Borg Halldórsdóttir, f. 20.
september 1966, þau eiga 3 börn,
a) Jón Borgar, f. 16. janúar 1986, í
sambúð með Erlu Sigurjónsdóttur,
f. 21. apríl 1983, þau eiga einn
dreng, b) Jón Friðrik, f. 16. janúar
1986, í sambúð með Lilju Hólm Jó-
hannsdóttur, f. 18. ágúst 1985, þau
Með sárum söknuði kveð ég þig
pabbi minn. Ótal minningar á ég
um þig en orð mín komast ekki svo
auðveldlega á blað, því hugsa ég
meira en skrifa og geymi þær í
hjarta mínu.
Tendrast sól í sálu mér,
sút í burtu strýkur.
Ætíð mun ég þakklát þér,
þar til yfir lýkur.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Hvíldu í friði elsku pabbi.
Þinn sonur,
Þorgrímur Friðrik.
Það er í mikilli sátt og friði sem
ég kveð föður minn í dag, þetta var
ekki óvænt og átti sér aðdraganda.
Pabbi minn greindist með krabba-
mein vorið 2002, en með markvissri
geislameðferð það sumar tókst að
hemja þetta mein, bjartsýnn kom
hann heim um haustið eftir með-
ferð. Öllu erfiðara var fyrir hann að
fá heilablóðfallið árið 2005, en eftir
það átti hann í töluverðum talerf-
iðleikum sem var honum mjög erfitt
að geta ekki átt skilmerkilegar
samræður við fólk. En við okkur
fjölskylduna var hann svellkaldur
að tala, og oft gaman og mikið hleg-
ið, ekki síst þegar orðin komu ekki
alveg rétt frá honum, alltaf gott að
taka þetta á húmornum.
Pabbi var ákaflega orðheldinn og
heiðarlegur maður, alinn upp í
miklum kærleik og hafði mikið að
gefa, áhugi á fólki og almenn vænt-
umþykju í garð fólks var áberandi í
hans fari „.Ásdís mín, settu þig í
spor annarra,“ var gjarnan við-
kvæðið hjá honum þegar honum
þótti skorta samúð eða dómharka
of mikil hjá dóttur sinni. Í hans
stórfjölskyldu var ekki nokkrum
manni hallmælt. Hann var mikill
jafnaðarmaður, stórkrati er rétta
orðið, fylgdist mikið með póltík og
kom til snarpra skoðanaskipta milli
okkar, en ég hafði mömmu sem
bandamann.
Pabbi kom víða við á sinni ævi,
gerði eitt og annað. Lærði bifvéla-
virkjun, byggði stórt bílaverkstæði
seldi mikið af nýjum bílum, oftar en
ekki söluhæstur, var með umboð
fyrir TM tryggingar, rak stóra
verslun en nú í sumar þegar við
vorum hjá lækni í viðtali og hann
var spurður við hvað hann hafi
starfað svaraði hann, „ég kann bara
að gera við bíla“. En það er fjarri
öllum sannleika því pabbi minn gat
allt fannst mér, sama hvað hann tók
sér fyrir hendur kláraði hann glæsi-
lega svo sem endurbætur á Bjarna-
húsinu svokallaða sem í dag er í
eigu kirkjunnar. Ef ekki hefði verið
fyrir hann, væri líkur á að húsið
væri ónýtt, því ekki var mikill skiln-
ingur á þessum kaupum á sínum
tíma og hann stóð í ströggli við
smið að smíða eitt og annað í upp-
runalegum stíl og á hann allan heið-
ur af því hvernig húsið lítur út í
dag.
Pabbi hafði gríðarlegan áhuga og
metnað fyrir því sem við börnin
hans tókum okkur fyrir hendur,
alltaf tilbúinn að hlusta og koma
með ráðleggingar. Hvalaskoðun og
veitingarekstur hjá okkur Arnari,
svo ég tali nú ekki um endurbætur
á Gamla skólanum sem honum
fannst svo stórkostlegar. Kaupin á
Öskju hjá bróður mínum og mág-
konu en hann lét sig ekki muna um
að gera efri hæðina þar fokhelda
fyrir tveimur árum, illa á sig kom-
inn með ónýt hné, en hann fann sér
leið til að komast um, einfaldlega
renndi sér áfram á gömlum skrif-
borðsstól á hjólum og komst þannig
leiðar sinnar til allra verka.
Það var í vor sem leið sem
krabbameinið tók sig upp á ný og á
fleiri stöðum. Ákveðin var lyfja-
meðferð en hún reyndist honum af-
ar erfið og höfum við fjölskyldan
tekið mikinn þátt í þessu með hon-
um, fylgt honum í allar ferðir á Ak-
ureyri, stutt hann og hvatt og að
lokum lýst okkur sigruð í þessari
baráttu. En ég lýk þessari grein
eins og ég hóf hana, ég er sátt.
Ásdís Jónsdóttir.
Elskulegi tengdafaðir minn, mik-
ið er sárt að vita að þú sért ekki
lengur hér með okkur.
16 ára kom ég inn í líf þitt og öll
þessi ár sem við gengum saman
voru góð og ljúf. Barngóður varstu
með eindæmum og synir mínir Jón
Friðrik, Jón Borgar og Halldór
voru með heppnari börnum að eiga
þig að.
Mig langar svo sérstaklega að
þakka þér fyrir hjálpina með Öskju.
Þú varst sá handlagnasti maður
sem ég hef kynnst og þótt þú gætir
varla staðið í lappirnar á þessum
tíma gastu tínt allt niður af háaloft-
inu, tekið niður allt gamla rafmagn-
ið, rifið niður veggi og oft komstu
eftir að allir voru farnir heim og
lagaðir til eftir mannskapinn því
þér fannst að allir ættu að hefja
nýjan dag á hreinum og rusllausum
stað.
Mín trú er að þín hafi verið þörf á
nýjum stað og allir hinir höfðingj-
arnir mínir muni taka á móti þér
opnum örmum og leiði þig áfram á
nýja staðnum.
Hvíl í friði elsku Jón minn.
Rósa Borg Halldórsdóttir.
Í dag kveð ég vin minn og
tengdapabba Jón Þorgrímsson með
söknuði og þökk í huga fyrir yfir 30
ára kynni. Þú varst góður maður
með hjartað á réttum stað og
reyndist mér besti félagi og læri-
faðir. Að koma inn á heimilið ungur
maðurinn og fá móttökur eins og
þær sem ég fékk eru yndislegar
minningar sem aldrei gleymast. Þú
og Sólveig tókuð strax á móti mér
eins og væri ég fæddur inn í fjöl-
skylduna og hefur sú ástúð haldið
síðan. Strax var mér tekið sem
jafningja þó að ég væri aðeins rúm-
lega tvítugur og óttalega vitlaus,
sér maður eftir á. Mér fannst strax
að ég hefði eignast ekki bara elsku-
lega tengdaforeldra heldur líka for-
eldra. Fljótlega sá ég að þú varst
mikill hagleiksmaður, alltaf að
breyta og laga það sem betur mátti
fara. Ávallt varstu tilbúinn að
hjálpa okkur á allan hátt og ef þín
hefði ekki notið við væri ég enn að
byggja mína fyrstu íbúð. Í veiði-
ferðum sýndir þú mér ótrúlega þol-
inmæði og kenndir mér sem hafði
ekki veitt með neinu nema hand-
færi á bryggjunni, að kasta fyrir
lax á réttum stöðum í drottningu
laxveiðiáa Laxá í Aðaldal.
Ungur stofnaðir þú eigið fyrir-
tæki bifreiðaverkstæði Jóns Þor-
grímssonar sem vatt svo upp á sig
með bílasölu nýrra bíla, húsgangn-
averslun og síðar matvöruverslun.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að starfa með þér í þessum
rekstri og fékk ég að kynnast þér
sem forstjóra og yfirmanni. Það
voru góð kynni því þó að stundum
blési á móti var ekki til neitt í þín-
um orðaforða um að gefast upp.
Það er ekkert til sem heitir von-
laust og óyfirstíganlegt. Það eru
aðeins mismunandi stór verkefni,
sagðir þú alltaf. Það var ótrúlegt
hvað þú varst útsjónarsamur að
finna lausnir og leysa hin ótrúleg-
ustu verk. Vilji, útsjónarsemi, elja
og mikil þolinmæði var einkenni
þitt. Af þér lærði ég fljótlega að
ekkert væri ómögulegt eða óger-
legt nema það væri búið að reyna
allavega einu sinni eða oftar.
Eftir að við fjölskyldan fluttumst
til Reykjavíkur hafa samveru-
stundirnar orðið færri en við höfum
viljað. Þó eigum við margar
ánægjustundir og góðar minningar
af heimsóknum heim til afa og
ömmu á Húsavík og alltaf var
gleðin og kætin við endurfundina
jafn ósvikin þrátt fyrir mikil veik-
indi nú í seinni tíð. Við hjónin vor-
um búin að ákveða að skreppa
norður í byrjun desember, skreyta
fyrir jólin og eiga saman ánægju-
lega stund á Mararbrautinni. Það
var mikil eftirvænting og gleði
vegna þessarar ákvörðunar en ekki
verða allar áætlanir að veruleika.
Skyndilega vorum við minnt á það
að við erum ekki alveg ein um allar
ákvarðanir, þegar sá sem öllu ræð-
ur kallaði þig til sín. Það er alveg
víst að þú verður með okkur í anda
og gleðst með okkur þegar ljósin
verða tendruð.
Með þakklæti og söknuð í huga
fyrir yndisleg kynni, elsku Jón
minn, kveð ég þig með þessum fá-
tæklegu orðum.
Þinn tengdasonur,
Sighvatur Einar Sighvatsson.
Við fráfall tengdaföður míns
kemur margt upp í hugann. Ég
sakna þess að geta ekki lengur not-
ið samvista við Jón, rætt pólitík,
bæjarmálin, setið í kaffi hjá þeim
hjónum á Mararbrautinni, setið
saman á góðviðrisdegi í Vaðkoti og
horft yfir Ásbyrgi og Þeystareyki.
Hann hafði mikinn áhuga fyrir
virkjunaráformum háhita þar, til
uppbygginga atvinnutækifæra á
Húsavík. Jón var ekki bara tengda-
faðir minn hann var líka mikill vin-
ur minn, ég man bara einu sinni eft-
ir að honum sinnaðist við mig. Það
var þannig að ég og Ásdís fengum
lánaðan hjá honum sendibílinn sem
notaður var fyrir matvöruversl-
unina Kjarabót, við fórum í útilegu
uppí Mývatnssveit en þessi bíll var í
miklu uppáhaldi hjá honum, þetta
var gamall sjúkrabíll amerískur,
mjög stór og þungur. Við fengum
tjaldvagn lánaðan hjá Rikku og
Dodda og hengdum aftan í dýrgrip-
inn. Það vakti talsverða athygli á
tjaldsvæðinu þegar sjúkrabíll af
sverustu sort með tjaldvagn aftan í
renndi á svæðið. Ég hafði tekið
stöðuna á kílómetramælinum áður
en við lögðum af stað í ferðina, svo
fyllti ég bílinn af bensíni þegar við
komum heim, þá kom í ljós að hann
eyddi 56 lítrum á hundraði. Ég
þakkaði fyrir lánið á bílnum spurði
hvort væri eitthvert vit í að nota
svona bíl í bæjarsnattið, það snérist
í kalli, hann sagði að mig varðaði
bara ekkert um það.
Ég held að margir hefðu getað
lært mikið af Jóni ekki síst hvernig
hann tókst á við sín veikindi, hann
lét þau ekki stoppa sig, hagræddi
og græjaði aðstæður þannig að
hann gæti gert eitthvað. Við upp-
gerð á gömlum húsum sem við Þor-
grímur stóðum í, sýndi hann ótrú-
lega þrautseigju, eljusemi og
dugnað, t.d. þegar hann náði ekki
uppí loft til að rífa niður klæðningu
þá var bara tekið langt járnrör og
teipað við kúbeinið svo hann næði
upp í loft, sitjandi á gömlum skrif-
stofustól á hjólum sem hann fann
einhvers staðar. Eins átti hann erf-
itt með að beygja sig niður í gólf
þegar hann var að laga til eftir iðn-
aðarmennina, þá var fengin fægi-
skófla úr járni svo hægt væri að
beygja haldið á henni upp, svo var
skaftið af málningarrúllunni, teipað
við haldið, þá var hægt að sópa upp
í skófluna standandi.
Hjónaband þeirra Jóns og Sól-
veigar var afar náið, þau voru
ennþá eins og nýtrúlofuð. Í veik-
indum undanfarinna mánaða þegar
hann hafði heimferðarleyfi yfir
miðjan daginn, heilsuðust þau með
innilegum kossi. Eftir 3-4 tíma þeg-
ar hann fór uppá spítala aftur, var
kvatt með innilegum kossi, ekki
fyrir að þau reiknuðu með að þetta
væri síðasti kossinn, heldur var það
af ást, væntumþykju og virðingu
hvort fyrir öðru. Oft sagði Sólveig
mér að Nonni sinn væri líklega
besti bílstjóri í heimi, sem er al-
gjörlega hennar sannfæring. Ég
veit reyndar ekkert hvort aðrir
vegfarendur séu sammála um það.
Mikið hefur mætt á Sólveigu
tengdamóður minni sem sinnt hefur
Jóni af einstakri natni. Þú hefur
staðið þig eins og hetja, ég er stolt-
ur af þér og að eiga þig fyrir
tengdamóður.
Ég kveð Jón Þorgrímsson með
söknuði.
Arnar Sigurðsson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Hvíl í friði elsku afi.
Halldór Árni Þorgrímsson.
Elsku besti afi minn, nú hefur þú
fengið hvíld frá erfiðum veikindum
og ert kominn á betri stað. Þú barð-
ist eins og hetja við allt sem á þig
var lagt og tókst á við veikindin af
einstöku æðruleysi og jákvæðni
eins og þér einum var lagið. Í gegn-
um þetta ferli hefur ýmislegt látið á
sér bæra, afneitun, reiði og sorg, en
það sem helst situr eftir nú, eftir að
þetta er afstaðið, er þakklæti.
Þakklæti fyrir allar þær stundir
sem ég fékk með þér og fyrir að
hafa allt mitt líf haft til staðar jafn
hjartahlýjan og yndislegan mann
og þú varst. Ég er betri manneskja
fyrir vikið og á þér því margt að
þakka. Ég varð snemma mikil afa-
stelpa enda varst þú mikil barna-
gæla og elskaðir að láta allt eftir
okkur barnabörnunum og spilla.
Fátt var skemmtilegra en fjársjóðs-
ferðirnar um Bjarnahúsið. En þá
voru hreinsaðir aurar úr öllum vös-
um á afa fötum og fengum við svo
að kaupa nammi fyrir fenginn. Eft-
ir á að hyggja hef ég þig grunaðan
um að hafa laumað peningum í alla
vasa til að gera þennan leik sem
mest spennandi fyrir okkur. Það
var alltaf jafn yndislegt að koma til
ykkar ömmu og vera hjá ykkur.
Það var þó ekki háaloftið á Bjarna-
húsinu, kjallarinn eða nammipen-
ingarnir sem drógu okkur krakk-
ana að. Það var sama hvar þið
voruð eða bjuggið, það var fé-
lagsskapurinn við ykkur og það
andrúmsloft sem þið sköpuðuð sem
við sóttum í.
Mikið á ég eftir að sakna þess að
fá ekki aftur að faðma þig og kyssa
því öllum þínum faðmlögum, handa-
böndum og kossum fylgdi meining,
rétt eins og öllu sem þú gerðir. Þú
varst einstaklega hjartahlýr, heið-
arlegur og einlægur og það skein í
gegnum allar þínar gjörðir. Þú
faðmaðir alltaf aðeins of fast, hlóst
aðeins of hátt, og svo var aldrei
langt í stríðnispúkann sem gekk
líka stundum aðeins of langt að
mati lítillar stelpu. Ég man eftir
ófáum skiptum þegar við systkinin
vorum lítil og vorum í pössun hjá
ykkur ömmu að þú sagðir okkur að
mamma og pabbi kæmu líklega
ekki aftur og að þið yrðuð bara að
eiga okkur. Þú varst alvarlegur
nógu lengi til að fá á okkur skeifu
og hlóst svo rosalega hátt og hugg-
aðir okkur og faðmaðir. Húmorinn
hafðir þú líka fram á síðustu stundu
og stríðnisglampinn hvarf aldrei úr
augum þér. Þú gerðir heiminn
miklu betri því þú gafst svo mikið
af þér og allt sem þú gerðir var fyr-
ir aðra gert. Þetta kom vel í ljós
þegar ég talaði við þig síðast og
sagði þér hvað mér fyndist þú ótrú-
legur að leggja á þig hverja lyfja-
meðferðina á fætur annarri og þú
svaraðir „hvernig get ég annað, þið
eruð svo elskuleg“. Alveg framund-
ir það síðasta var allt sem þú gerðir
gert fyrir okkur, fjölskylduna.
Þegar ég var barn og var spurð
hverra manna ég væri svaraði ég
alltaf stolt að ég væri barnabarn
Jóns Þorgrímssonar enda viss
gæðastimpill sem því fylgir. Mér
þykir það afar leitt að þú fáir ekki
að kynnast betur dætrum okkar
Halldórs en ég hlakka til þess að
segja þeim sögur af afa Jóni svo
þegar þær verða spurðar um tengsl
þeirra við Húsavík geta þær stoltar
sagst vera barnabarnabörn Jóns
Þorgrímssonar.
Takk, elsku afi, takk fyrir allt.
Erla Jóna.
Elsku afi, orð fá því ekki lýst
hversu sárt þín verður saknað,
hversu erfitt verður að heyra ekki:
„Nei eruð það þið elskurnar mín-
ar“, þegar maður gengur næst inn
á Mararbrautina til ykkar ömmu,
en amma verður þar, jafn yndisleg
og alltaf og við munum passa hana
fyrir þig og kannski fá að stjana við
hana eitthvað, eins og hún stjanar
alltaf við okkur.
Það voru fáir menn sem mér
fannst standast afa gamla, þú vildir
allt fyrir alla gera og varst alltaf
svo þakklátur og ánægður og aldrei
á minni ævi sá ég þig niðurdreginn
eða reiðan. Meira að segja þegar þú
lást upp á sjúkrahúsi og þér var
boðið vatnsglas þá varstu agndofa
yfir því hversu stjanað væri við þig
alltaf hreint. Það er dæmi um það
hvað þér fannst ekkert sjálfsagt og
Jón Þorgrímsson