Morgunblaðið - 28.11.2009, Síða 52
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast -1°C | Kaldast -10 °C
A og SA 8-13 m/s og
snjókoma á Vestur-
landi, en annars held-
ur hægari norðanátt
og dálítil él. »10
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
123,21
202,36
115,12
24,688
21,621
17,578
121,94
1,4226
197,58
183,77
Gengisskráning 27. nóvember 2009
123,5
202,85
115,46
24,76
21,685
17,629
122,28
1,4268
198,17
184,28
236,3851
MiðKaup Sala
123,79
203,34
115,8
24,832
21,749
17,68
122,62
1,431
198,76
184,79
FÓLK Í FRÉTTUM»
MYNDLIST»
Gerir tilraun til að læra
verk eftir Bach. »44
Listin er í eðli sínu
plat þótt hún kunni
að kalla fram raun-
verulegar tilfinn-
ingar, segir í gagn-
rýni Ransu. »45
MYNDLIST»
Friedrich og
Patreka
KVIKMYNDIR»
Kvikmynd fyrir róm-
antískar sálir. »48
TÓNLIST»
Jimi Hendrix heitinn á
besta gítarsólóið. »46
Stephen Fry á
marga afbragðsgóða
sjónvarpsþætti að
baki, m.a. spurn-
inga- og grínþáttinn
QI. »46
Gáfnaljósið
Fry og QI
AF LISTUM»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Flaug yfir slysstaðinn
2. Fannst eftir þriggja tíma leit
3. Stórhætta skapaðist í Örfirisey
4. 11. september mínútu fyrir mínútu
Íslenska krónan veiktist um 0,2%
Forráðamenn
þýska meistara-
liðsins Kiel eru
greinilega ánægðir
með störf íslenska
þjálfarans Alfreðs
Gíslasonar.
Hann samdi
upphaflega til ársins 2011 og nú vilja
forráðamennirnir að Alfreð skrifi
undir nýjan samning sem gildir til
ársins 2014.
„Ég sé enga ástæðu til að færa
mig um set, hvorki innan né utan
Þýskalands. Kiel er frábært félag í
alla staði,“ sagði Alfreð við Morg-
unblaðið í gær.
HANDKNATTLEIKUR
Kiel vill framlengja samn-
ing Alfreðs til ársins 2014
Jólastjarnan
heitir ný útvarps-
stöð á netinu sem
sendir út jóla-
tónlist allan sólar-
hringinn. Stöðin
fór „í loftið“ 22.
nóvember sl. en
slóðin á hana er jolastjarnan.net.
Sigurður Þorri Gunnarsson er
dagskrárstjóri stöðvarinnar og segir
á vefsíðunni að hann sé rödd stöðv-
arinnar og hafi mikla reynslu af fjöl-
miðlum. Sigurður er auk þess út-
varpsmaður á Voice 987 á Akureyri,
stjórnar spjallþætti á sjónvarpsstöð-
inni N4 og nemur fjölmiðlafræði.
FJÖLMIÐLAR
Jólalög leikin á netútvarps-
stöð allan sólarhringinn
Gunnar
Ágústsson,
rekstrarstjóri
hverfastöðvar
Reykjavíkurborgar
á Miklatúni, lét af
störfum í gær eftir
52 ára starf fyrir
borgina. Árið 1957 var Gunnar ekki
viss um hvaða ævistarf hann ætti að
velja sér. Hann ákvað því að sækja
um hjá borginni meðan hann hugsaði
sig um. Í kaffisamsæti Gunnari til
heiðurs sagði Hanna Birna Kristjáns-
dóttir borgarstjóri að borgin hefði
verið lánsöm að Gunnar hefði tekið
sér svo góðan umhugsunartíma.
ÆVISTARFIÐ
Lét af störfum eftir 52 ára
starf hjá Reykjavíkurborg
Morgunblaðið/RAX
Langlíf systkini Filippus og Margrét Hannesarbörn á hlaðinu á Núpsstað fyrir fimm árum. Lómagnúpur í baksýn.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ er bara eins og hjá hinum,
betri aðbúnaður hjá fólkinu og allt
önnur húsakynni og veðrátta,“ segir
Filippus Hannesson á Núpsstað í
Fljótshverfi þegar hann er spurður
um skýringar á langlífi systkinanna
frá Núpsstað. Filippus verður 100 ára
næstkomandi miðvikudag og heldur
upp á það á Hvoli í Fljótshverfi kl. 14
til 17 í dag.
Hannes Jónsson bóndi og land-
póstur á Núpsstað og Þóranna Þórar-
insdóttir kona hans urðu 88 og 86 ára
gömul. Börn þeirra hafa flest náð
háum aldri. Elsta systirin, Margrét,
fagnaði 105 ára afmæli sínu í sumar.
Hún er næstelst Íslendinga, að því er
fram kemur á vefnum langlifi.net.
Jón bróðir þeirra er 96 ára og býr úti
í Svíþjóð. Yngstu systkinin eru Jóna
Aðalheiður, 85 ára og Ágústa Þor-
björg, 79 ára. Fimm eru látin. Þrjú
þeirra komust á tíræðisaldur, eitt
varð 87 ára og ein systirin lést rúm-
lega sextug. Margrét og Filippus eru
komin í hóp elstu systkina landsins og
þau elstu sem bæði eru á lífi.
„Það eru nú margir sem hafa náð
þessu, fleiri en við systkinin. Alltaf
fleiri og fleiri,“ segir Filippus þegar
slegið var á þráðinn til hans og spurt
um langlífið í fjölskyldunni.
Er hérna ennþá
Filippus hefur alltaf búið á Núps-
stað, ógiftur og barnlaus. „Ekki er
gott að segja hvað maður er að hugsa,
ég er hérna að minnsta kosti ennþá,“
segir hann spurður um það hvort
hann sé nokkuð að hugsa sér til
hreyfings.
Hann sér um sig sjálfur og fer allra
sinna ferða á dráttarvél og bíl. „Ég
versla á Klaustri og keyri þangað
sjálfur, oftast,“ segir hann.
Hann hefur upplifað miklar breyt-
ingar frá 1909. Man til dæmis eftir
Kötlugosinu 1918. „Það var mikill
mökkur og sandur yfir alla jörð, fok-
sandur. Þá voru lítil hey til að gefa
enda áburðurinn ekki kominn,“ segir
Filippus. Hann nefnir veðráttuna
þegar spurt er um breytingar á þess-
um tíma. „Hún hefur breyst mikið, til
hins betra. Það er hlýrra og logn
heilu dagana, blíðalogn.“
Núpsstaður, bærinn sem Filippus
hefur haldið tryggð við alla sína ævi,
er sérstakur staður vegna gömlu
torfhúsanna sem mynda merka bæj-
arheild í fallegu umhverfi. Bærinn
stendur undir bröttum klettum,
skammt frá Lómagnúp, vinsælt
myndefni og viðkomustaður.
Veðráttan hefur breyst
Filippus Hannes-
son upplifir miklar
breytingar
„ÞAÐ er geggjað að vera kominn í
baráttuna aftur og fá tækifæri til
að reyna að gera eitthvað í mál-
unum inni á vellinum í stað þess að
geta ekki gert neitt,“ sagði Her-
mann Hreiðarsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu og
leikmaður enska úrvalsdeildarliðs-
ins Portsmouth, við Morgunblaðið í
gær.
Hermann er mættur til leiks á
nýjan leik eftir langa fjarveru
vegna meiðsla en Eyjamaðurinn
spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu
um síðustu helgi
þegar Ports-
mouth tapaði
fyrir Stoke. Í dag
verða Hermann
og félagar í eld-
línunni á heima-
velli sínum,
Fratton Park, en
þá fá þeir sjálfa
Englandsmeist-
arana í Man-
chester United í heimsókn í úrvals-
deildinni. | Íþróttir
„Það er geggjað að vera
kominn í baráttuna aftur“
Hermann
Hreiðarsson
INGA Dóra Björnsdóttir hefur ritað
ævisögu Ásu Guðmundsdóttur
Wright. Ása hélt ung til Englands og
lærði þar hjúkrun, tók þátt í aðgerð-
um kvenréttindakvenna, giftist
breskum lögfræðingi og varð hefð-
arfrú í Cornwall. Hún flutti með eig-
inmanni sínum á eftirstríðsárunum
til eyjarinnar Trinidad þar sem þau
keyptu sér búgarð inni í frumskógi
og ræktuðu flóðsvín. Ása stóð að
stofnun náttúruverndarsvæðis þar
sem ber nafn hennar. „Ása stundaði
miklar bréfaskriftir alla ævi, sér-
staklega á Trini-
dad. Hún var
mjög nákvæm og
skrifaði afrit af
öllum bréfum sín-
um. Ég fann því
ekki aðeins bréf
til hennar, heldur
líka bréfin sem
hún skrifaði, sem
er einstakt. Allt
hennar skjalasafn
lá undir skemmdum á Trinidad, en
var bjargað,“ segir Inga Dóra. | 43
Ræktaði flóðsvín og stofn-
aði náttúruverndarsvæði
Inga Dóra
Björnsdóttir