Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 regluverk sambandsins, s.s. að bannað væri að selja banana sem eru „of bognir“. Í öðrum þætti mátti læra að jörðin hefur í raun tvö tungl: þetta sem allir þekkja og svo hnullunginn Cruithne sem er á rösklega 700 ára sporbaug um plánetuna okkar. Ísland hefur meira að segja komið við sögu nokkrum sinn- um, t.d. sem mesti bananafram- leiðandi Evrópu.    QI hefur ekki náð fótfestu ut-an Bretlands, og er sú út- skýring gefin á Wikipediu að því fylgi of mikið umstang og kostn- aður að borga höfundarrétt- argjöldin af því ljósmyndaefni sem notað er til skrauts og skemmtunar í þáttunum. Efast ég því um að íslensku sjónvarpsstöðvarnar ráðgeri að sýna þættina, en það gildir einu því blessunarlega má finna vel- flesta QI þættina á netinu. Nýj- asti þátturinn, sem var sýndur núna á fimmtudaginn var t.d. kominn á Youtube strax sama kvöld. Það fær að liggja milli hluta hvort afritin á Youtube eru öll fullkomlega lögleg, en þeir sem vilja taka sénsinn á að gerast samsekir um höfundarréttarbrot geta slegið inn „QI Fry Gar- dens“ til að finna síðasta þátt. Sá þáttur er þó fjarri því sá besti, og um að gera að fletta fleirum upp á netinu. Má mæla sérstaklega með þáttunum þar sem Jo Brand kemur við sögu.    Þættirnir fylgja, nota bene,stafrófinu og sjöunda þátta- röðin tekur fyrir atriði sem tengjast sjöunda staf enska staf- rófsins: Gardens, Games, Greek og Germany svo nefnd séu nokk- ur þemu vetrarins framundan. Sá sem þetta ritar getur varla beðið eftir að sjá hvernig farið verður í saumana á Þjóðverjum.    Og fyrst lesendur eru á annaðborð komnir að tölvunni er um að gera að mæla með nokkr- um fleiri afbragðsgóðum þáttum með Stephen Fry. Með því að slá inn „Stephen Fry“ á myndbandavef Google, video.google.com, má finna úr- vals sjónvarpsefni eins og Steph- en Fry in America, þar sem þessi breski intellekktúal og sjarmör lítur sínum augum á öll ríkin fimmtíu og á þá í senn heillandi og furðulegu menningu sem þar má finna. Í The Secret Life of the Manic Depressive skoðar Fry sjúkdóm sem hann er sjálfur haldinn, þunglyndi, og í HIV and Me fjallar hann á áhrifaríkan hátt um HIV og alnæmi. asgeiri@mbl.is ESTA gítarsóló allra tíma var valið nýlega af yfir fimm þúsund les- endum tónlistarsíðunnar Music- Radar.com. Það var gítarsóló Jimi Hendrix í „Voodoo Child (Slight Return)“ sem bar sigur úr býtum. Í öðru sæti lenti „Sweet Child O’Mine“ með Guns N’ Roses, en það var í fyrsta sæti þegar sams konar kosning fór fram fyrir fimm árum. „Whole Lotta Love“ með Led Zeppelin lenti í þriðja sæti. Aðeins tvö lög frá þessum ára- tug komust á topp tuttugu- listann; lagið „Plug In Baby“ með Muse, frá 2001, komst í ellefta sæti og „Seven Nation Army“ með The White Stripes í fimmtánda, en það er frá 2003. „Um fjörutíu árum eftir dauða sinn er Jimi Hendrix enn meistari rokkgítarsins. Þessi listi okkar sýn- ir að árið 2009 er klassískt rokk enn aðalmálið,“ segir Mike Golds- mith, ritstjóri MusicRadar.com. Aðrir sem komust inn á topp fimm lista yfir gítarsóló eru Deep Purple, „Smoke on the Water“, og „Layla“ með Eric Clapton á gít- arinn. AC/DC, Metallica, Bítlarnir, Nirvana og The Rolling Stones eru einnig á topp tíu. Hendrix á besta sólóið Hendrix Kannski að taka sólóið í Voodoo Child. Sýnd kl. 2, 4, 7 og 10 (POWERSÝNING) 650kr.SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM HHH -E.E., DV SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Meistarar svarta húmorsins, Coen-bræður er mættir aftur með frábært meistarverk. Skylduáhorf fyrir unnendur góðra kvikmynda! YFIR 30.000 M ANNS! T.V. - Kvikmyndir.is The Box kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Love Happens kl. 8 - 10:30 LEYFÐ 2012 kl. 1 (550 kr.) - 4:45 - 8 - 10* - 11:15** B.i.10 ára This is It kl. 3 - 5:30 - 10** LEYFÐ 2012 kl. 1 - 4:45 - 8 - 11:15** Lúxus Desember kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i.10 ára Jóhannes kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ Friðþjófur forvitni kl. 1 (550 kr.) LEYFÐ HHHHH -Empire HHHH „Sótsvört, bráðfyndin og meistara- lega djörf kómedía... Úrvalsmynd! Ein sú albesta sem ég hef séð í ár.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í STÓRUM SAL Í REGNBOGANUM SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :00 SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! ATH. SÝNINGATÍMAR GILDA FYRIR BÆÐI LAUGARDAG OG SUNNUDAG Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 SÍÐASTA SÝNINGARHELGIN SUMIR DAGAR... Sýnd kl. 2 Sýnd kl. 2 36.000 MANNS! *Aðeins sunnudag **Aðeins laugardag Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 550 kr í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.