Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 33
fallegt ullarband á milli fingra og heklunál skapandi herðasjöl sem prýða og ylja nú fjölda kvenna. Eitt sinn er við heimsóttum ömmu buðum við henni að fljóta með í Nes en þang- að hafði hún ekki komið um langa hríð. Hún afþakkaði það með þeim orðum að þangað færi hún ekki aftur fyrr en hún kveddi þessa jörð en þá myndi hún fljúga þar yfir í kveðju- skyni. Það var alltaf bjart yfir ömmu Dísu, hún var góð kona og kenndi okkur að taka lífinu af æðruleysi. Fyrir það þökkum við henni. Minning hennar lifir. Sigurður (Siggi) og Vaka. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. Drottinn dó á krossi, dæmdur og grafinn var, sonur Guðs er saklaus syndir heimsins bar. Móti hans elsku magnlaus dauðinn er. Kristur, með þinn kærleik kom þú og hjá oss ver. Hann var hveitikornið, heilagt lífsins sáð, sent til vor að veita vöxt í ást og náð. Himnanna ljómi lýsir gröf hans frá. Kristur, lát þinn kærleik kveikja þitt líf oss hjá. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Frostenson – Sigurbjörn Einarsson) Með þakklæti fyrir þá fyrirmynd sem amma gaf okkur með lífi sínu, góðvild og gjöfum í orði og verki. Minningin lifir í hjörtum okkar. Vigdís Helga, Erla, Kristín, Jón og Lára frá Kópareykjum. Hún amma mín blessunin virtist vera hvíldinni fegin, henni fannst hún vera orðin „dálítið löt“ á hundraðasta aldursárinu. Hún var nýlega hætt að skrifa í dagbókina sína og hekla sjölin fallegu. Minningarnar streyma um hugann: Ég man þegar ég var lítil að amma gaf mér gráfíkjur og rúsínur í eldhús- inu. Ég man þegar amma kenndi mér að lesa. Ég man að það þýddi ekkert að þræta við ömmu, hún hafði alltaf síð- asta orðið. Ég man þegar amma kom gang- andi frá Nesi og yfir ána í afmælin mín. Ég man allar hlýlegu afmælisgjaf- irnar sem hún útbjó. Ég man eftir stóra jólapakkanum frá ömmu og afa sem tekinn var upp klukkan sex á aðfangadag og það var alltaf eitthvað í honum sem krakka- ormarnir á Kópa gátu dundað sér við meðan foreldrarnir kláruðu búverkin. Ég man notaleg nýársdagsboð hjá ömmu og afa í Nesi. Ég man góðar stundir í garðinum í Nesi sem amma unni svo mjög. Ég man berjaferðirnar með ömmu og hvað mikið var tínt. Ég man þegar amma fór með okk- ur krakkana á Húsafellshátíðirnar og allt nestið í kökudöllunum í gula og bláa tjaldinu. Ég man skautaferðir á vetrum á ánni þegar skroppið var til ömmu í súkkulaði. Ég man hvað það var passlegur göngutúr frá Reykholtsskóla í kvöld- kaffi til ömmu. Ég man þegar ég fór að búa og amma hélt áfram að senda mér jóla- gjafir sem komu sér vel, dúka, kerta- stjaka og fleira. Ég man ullarbolina, sokka og vett- linga og allt sem gert var af alúð handa börnunum mínum. Ég man þegar amma bauð okkur pizzusnúða eftir uppskrift sem hún fann í „Allt for damerne“ þá orðin 95 ára. Já, minningirnar eru margar og dýrmætar og munu ylja mér og mín- um um ókomin ár. Nú fjölgar sennilega englum með falleg sjöl á herðum í himnaríki. Blessuð sé minning Vigdísar ömmu. Kristín Eyjólfsdóttir. Hún Dísa frænka mín í Nesi hefur fengið hvíldina, södd lífdaga og sátt við Guð og menn. Hún var elst systk- inanna frá Skáney en kveður þeirra síðust. Öll byggðu þau upp bú hvert á sínum hluta Skáneyjarjarðarinnar, Dísa og Guðráður fengu land neðan við veg og stofnuðu nýbýlið Nes árið 1934, Villa bjó á Skáney með Marinó en foreldrar mínir byggðu nýbýlið Birkihlíð á vesturhluta jarðarinnar. Meðal fyrstu minninga úr æsku voru ferðirnar í Nes. Talsverður sam- gangur var á milli bæjanna, virðing og væntumþykja alla tíð. Í skjóli Dísu og Guðráðs bjó afi Bjarni, þá háaldr- aður en fór reglulega á efri bæina í heimsókn. Ég minnist þess að þegar ég hafði aldur til gekk ég til móts við hann niður afleggjarann þegar hann var að koma í heimsókn og leiddi hann síðasta spölinn. Heima spilaði hann nokkur sálmalög á orgelið, en við strákinn spilaði hann rússa og marías. Eftir kvöldmat keyrði svo pabbi hann á Willysnum niður að Nesi. Þetta vekur ljúfar minningar, ekki síst vegna þess hversu Dísa var alltaf væn og góð við menn og málleysingja. Alltaf tók hún á móti gestum af mynd- arbrag. Það var sest inn á eldhús- bekkinn, Guðráður sat við borðsend- ann, en Dísa reiddi fram sykraðar pönnukökur, hveitibrauð með ávaxta- salati, kleinur, jólaköku eða aðrar heimagerðar veitingar. Það var gest- kvæmt í Nesi og fólk fann þar í senn hlýju og áhuga fyrir mannlífinu. Um það geta ýmsir vitnað sem átt hafa viðdvöl á bekknum góða. Þau heiðurshjón áttu langt og gott líf saman og árin þeirra í hjónabandi urðu yfir 70. Þegar róleg stund gafst lagði Guðráður kapal og hlustaði á út- varpsfréttirnar meðan Dísa tók upp hannyrðir eða las í norsku vikublaði. Þannig var að eftir að Bjarni sonur þeirra og Sigrún kona hans tóku við búskapnum í Nesi gafst eldri hjón- unum góður tími fyrir sig í notalega, litla bænum þeirra. Að vísu dapraðist sjón þeirra beggja á efri árum, en þegar slíkt gerist þá eflast önnur skilningarvit. Þrátt fyrir daufa sjón gat Dísa heklað og nú skipta sjölin að minnsta kosti hundruðum sem konur nær og fjær punta sig með og hlýja í skammdeginu. Síðustu árin bjó Dísa á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Þar leið henni prýðilega og þar var afar vel um hana hugsað. Öllum féll vel við hana enda er mér til efs að mikið skapbetri og æðrulausari manneskja hafi fyrirfundist. Einhvers staðar segir að eitt lítið bros lengi lífið um nokkrar mínútur og er ég þess full- viss að vegna sinnar léttu lundar náði Dísa einmitt þessum háa aldri. Við leiðarlok langar mig að þakka Dísu í Nesi fyrir allt sem hún hefur fyrir mig og mína gert. Hún hvatti, leiðbeindi og fræddi um liðna tíma úr sveitinni okkar. Hún gladdist alltaf að heyra eitthvað jákvætt af heimaslóð, hvort sem það var af fólkinu, berja- sprettu, grasvexti, skógrækt eða öðru. Ég ætla því að minnast Dísu 9. maí í vor með því að gróðursetja nokkrar skógarplöntur henni til heið- urs. Minna má það ekki vera. Braga, Bjarna, Helgu og öllu fólk- inu hennar Dísu í Nesi færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Takk fyrir allt frænka góð. Magnús Magnússon. Mig langar að minnast ömmu minnar með fáeinum orðum. Amma ætlaði að verða 100 ára og munaði litlu að það tækist. Það voru forrétt- indi að fá að alast upp með ömmu í Reykholtsdalnum sem var okkur svo kær. Hún var góð og heil manneskja sem kvartaði aldrei né talaði illa um fólk. Ömmu fannst óþarfi að verið væri að stjana við hana. Það voru ekki læti né hávaði í kringum hana. Hún var oft ein, út af fyrir sig, var sjálfri sér nóg, en var föst á sínu. Ég man ekki eftir að ömmu félli verk úr hendi. Allt lék í höndum hennar hvort heldur sem var að prjóna á prjónavél, út- saumur, hekl, að rækta garðinn sinn því allt óx og dafnaði í höndum henn- ar. Amma bakaði gott rúgbrauð, tíndi fjallagrös og fór með okkur í berjamó. Þegar við rákum fé á fjall tók amma til nesti og alltaf var súkkulaði með nestinu. Amma sá um að raka rökin sem urðu eftir við heyskapinn, ekkert var skilið eftir. Alltaf var gestkvæmt hjá ömmu, sérstaklega á sumrin og mikið kom af ferðafólki til að skoða nýja fjósið sem pabbi byggði, enda það flottasta á landinu. Amma bar fram veitingar úti í garði sem ekki var algengt á bæjum og allir urðu að fá veitingar. Ömmu þótti ákaflega vænt um fólkið sitt og sýndi því ræktar- semi. Hún fann á sér að endalokin væru að nálgast. Þegar við hittumst í seinasta skiptið fjórum dögum fyrir andlátið sagði hún: „Guð blessi fólkið mitt.“ Kinn hennar var mjúk og hlý eins og alltaf. Það var svo margt ann- að sem við amma gerðum saman og ég geymi í minningunni. Ég er þakk- lát fyrir að hafa notið langra samvista við ömmu og skrítið að hún skuli vera farin, þessi fasti punktur í tilveru minni. Í fögnuði syng ég á sælunnar stund, ég sé í bjarmanum Jesús. Þú lýsir mér veginn um lífsins sund og leiðir mig heim í þitt dýrðlega hús. Þar lyfti ég höndum og hrópa til þín, þakkir og bænagjörð mína. Myrkrið það hverfur og bjarmi þar skín og lýsir upp nærveru þína. Þá fell ég að fótum þér frelsari minn, og fagna í hjarta og sálu. Ég lofa þig Drottinn dýrðin er þín dýrðin í himneskri sælu. (Sigurður Einarsson.) Ég kveð þig, amma mín, og veit að þú hefur fengið góðar móttökur hjá þeim sem farnir eru á undan þér. Ég þakka fyrir allt sem þú kenndir mér og það sem þú gerðir fyrir mig og mína gegnum árin. Guð blessi minn- ingu þína. Sigrún Benediktsdóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Hveitikorn þekktu þitt þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. (Hallgr. Pét.) Elsku langamma takk fyr- ir allar góðu stundirnar. Guð geymi þig. Berglind Helga, Halldór Már, Arna og fjölskyldur. Kveðja frá Maren Sól og Rítu Rún. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir) Maren Sól og Ríta Rún. HINSTA KVEÐJA                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLAFÍA SIGRÍÐUR JENSDÓTTIR, Lóa, Hamraborg 18, Kópavogi, sem lést mánudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Ólöf Línberg Gústafsdóttir, Kristján Ellert Benediktsson, Jens Línberg Gústafsson, Ingvaldur Línberg Gústafsson, Arna Kristmannsdóttir, Guðbjörg Línberg Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, GUÐMUNDUR PÉTURSSON hæstaréttarlögmaður, Hagamel 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Sigríður Níelsdóttir, Pétur Guðmundarson, Erla Jóhannsdóttir, Níels Guðmundsson, Jónanna Björnsdóttir, Snorri Guðmundsson, Bolette Steen Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, áður Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 23. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson, Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg dóttir, móðir og systir okkar, KRISTÍN ELLEN BJARNADÓTTIR, Austurgötu 3, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 3. desember kl. 13.00. Snjólaug Bruun, Bjarni Kristjánsson, Kristján Aage Hilmarsson, Elínborg Hilmarsdóttir, Guðbergur Ingvarsson, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Bruun Bjarnason, Kristján Bjarnason, Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Björn Bjarnason, Knútur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.