Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 ✝ Vigdís Bjarna-dóttir fæddist á Skáney í Reykholts- dal 9. maí 1910. Hún andaðist 18. nóv- ember síðastliðinn á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin á Skáney, Helga Hannesdóttir frá Deildartungu, f. 5. maí 1878, d. 5. ágúst 1948, og Bjarni Bjarnason frá Hurð- arbaki, f. 30. sept- ember 1884, d. 5. júní 1979. Systkini Vigdísar voru þau Vilborg Bjarna- dóttir, f. 31. október 1915, d. 16. nóvember 2008, og Magnús Bjarna- son, f. 2. febrúar 1918, d. 8. júlí 2002 . Eiginmaður Vigdísar var Guð- ráður Davíðsson, f. 6. nóvember 1904 á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jósafatsdóttir og Davíð Guð- mundur Davíðsson þá á Hraunhálsi. Guðráður lést 13. apríl 2003. Börn Vigdísar og Guðráðs eru: 1) Bragi, f. 29. mars 1932, sjómaður, nú bú- settur í Hafnarfirði. Kona hans var Magnúsína Erna Þorleifsdóttir frá Grindavík, f. 19. febrúar 1934, d. 8. f. 8. maí 1961, Jón, f. 8. janúar 1963, og Lára, f. 18. september 1964. Barnabörn Helgu og Eyjólfs eru 15 og barnabarnabörn 6. Vigdís var fædd og uppalin á Skáney. Hún stundaði nám í Stað- arfellsskóla í Dölum veturinn 1929- 1930. Vigdís og Guðráður giftu sig árið 1930 og áttu heima á Skáney til ársins 1937 er þau reistu nýbýlið Nes í landi Skáneyjar. Ráku þar bú fram yfir 1980 en í félagi við Bjarna og Sigrúnu frá 1957. Þau héldu heimili meðan líf og heilsa leyfðu en Vigdís var á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi frá miðju ári 2005. Vigdís var vel lesin og menntuð á alþýðu vísu. Hún naut ekki mikillar skólagöngu í bernsku en hannyrðir, bókmennt og tónlist voru jafnan höfð í hávegum á heimili hennar. Hún las reiprennandi dönsku og norsku, stundaði um skeið heima- nám í þýsku. Hún tók þátt í starfi Ungmennafélags Reykdæla og í Kvenfélagi Reykdæla var hún for- maður nokkur ár. Skógrækt, hann- yrðir og prjónles voru, auk dag- legra húsmóður- og bústarfa úti og inni, stór þáttur í lífsstarfi hennar og hafa margir notið hlýju af verk- um hennar allt fram til síðustu daga. Útför Vigdísar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, laugardag- inn 28. nóvember 2009, og hefst at- höfnin kl. 11. september 1998. Börn þeirra eru: Vigdís, f. 28. maí 1952, Stef- anía, f. 17. mars 1955, Sigríður, f. 16. nóv- ember 1956, Helga, f. 10. febrúar 1961, Erla, f. 11. mars 1962, og Guðráður Davíð, f. 9. nóvember 1966, d. 16. maí 1981. Barna- börn Braga og Ernu eru 19, barna- barnabörn 28 og barnabarna- barnabörn 2. 2) Bjarni, f. 13. janúar 1935, bóndi í Nesi. Kona hans er Sigrún Ein- arsdóttir frá Kletti f. 8. apríl 1935. Börn þeirra eru: Sigurður, f. 4. júní 1955, Einar, f. 4. desember 1958, Sigrún (ættleidd), f. 25. janúar 1959, Sigríður, f. 31. ágúst 1960, og Helga Björk, f. 4. október 1969. Barnabörn Bjarna og Sigrúnar eru 15 og barnabarnabörn 4. 3) Helga, f. 1. ágúst 1936, húsfreyja á Kópa- reykjum, gift Eyjólfi Sigurjónssyni frá Kópareykjum, f. 14. maí 1932. Börn þeirra eru: Vigdís Helga, f. 27. október 1956, Sigríður Erla, f. 15. maí 1958, Sigurjón, f. 30. desember 1959, d. 3. nóvember 1961, Kristín, Til þín elsku amma. Þögnin ríkir. Friðurinn sem umlyk- ur nú er án efa sá friður sem umlukti andlit þitt þegar ég heimsótti þig síð- ast. Þér leið vel og þú varst sátt. Sátt við öll góðverkin þín, sátt við allt fal- lega handverkið þitt sem hefur fengið athygli og farið víða og sátt við þig sjálfa. Manngæskan fylgdi þér alla tíð. Þú tókst á við alla hluti með já- kvæðni að leiðarljósi og gerðir gott úr hlutunum. Þannig minnist ég þín. Ég er svo heppin að hafa orðið þér samferða. Þú varst amma sem elskaði blóm, sem gekk um fallega garðinn sinn með lítilli ömmustelpu og kennd- ir henni að huga að blómunum og ganga ávallt vel um garðinn. Þú kenndir líka að spila. Ófáar stundirn- ar var setið í gamla bænum í Nesi og spilað. Þar var líka prjónað, heklað eða saumað út og stundum mátti prufa gömlu prjónavélina. Þar voru líka til molar fyrir litla munna. Þú varst nægjusöm og hjartahlý. Nægjusemi þín var eftirtektarverð. Ég minnist dagsins sem þú varst 95 ára. Þú vildir enga fyrirhöfn. Við héldum upp á daginn þinn, fengum þig, systur þína og fólkið þitt inn á okkar heimili og áttum gleðistund saman. Þú talaðir um hvað þér þótti vænt um þennan dag. Tilganginum var náð. Á nýársdag sl. töluðum við um næsta tilefni, 100 ára afmæli þitt næstkomandi vor. Þú vildir veislu. Þér var ávallt umhugað um fjöl- skyldu þína allt fram á síðasta dag og óskaðir henni alls þess besta og baðst guð um að blessa elsku fólkið þitt eins og þú orðaðir það. Þannig varst þú. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Fallin er frá kona sem var elskuð og virt. Kona sem lifði tímana tvenna. Hún gengur nú eftir stígnum með bleikar rósir beggja vegna og horfir inn í allt blómahafið fyrir enda hans líkt og í draumnum sem hana dreymdi fyrir stuttu. Elsku amma, við tekur ferðalag á annan stað. Góða ferð þangað. Leiðir okkar munu liggja saman síðar. Friður og ljós til þín og þinna. Helga Björk Bjarnadóttir. Nú hefur amma Dísa, eins og við kölluðum hana, kvatt okkur um sinn. Á þessum tímamótum renna í gegn- um hugann minningar henni tengdar. Amma Dísa var af þeirri kynslóð Ís- lendinga sem upplifði mestu breyt- ingar er orðið hafa á landi og þjóð á einni mannsævi. Hún var mótuð af þeim tíma sem hún lifði og var í senn mikill náttúruunnandi og heimskona. Hún hélt fast í gömul og góð gildi en var tilbúin að tileinka sér nýjungar. Hún var sterkur persónuleiki en jafn- framt bjuggu í henni skemmtilegar andstæður. Hún var mikil sveitakona upp á gamla mátann sem lýsti sér í sparsemi, nýtni, útsjónarsemi og hjálpsemi. Á hinn bóginn kom hún á óvart með ýmsum tilraunum t.d. í ræktun og handverki. Hún var mjög jarðbundin en einnig mjög andlega sinnuð og hafði sterka trú á lífi eftir dauðann. Í því sambandi voru henni hugleikin ýmis skrif um andleg mál- efni. Hún gerði sér far um að tengjast umheiminum með lestri erlendra al- fræðibóka og tímarita. Í áratugi var hún áskrifandi að norsku vikublaði og beið hún þess með eftirvæntingu að handleika nýtt blað og upplifa í gegn- um það nýjan fróðleik og ævintýri. Amma Dísa reyndist okkur og börn- um okkar alltaf vel. Ávallt tók hún okkur opnum örmum og var tilbúin að veita aðstoð þegar um var beðið. Hún gerði sér far um að miðla af sinni reynslu og þekkingu og var umhugað um að sínum afkomendum og vinum liði vel. Við munum ekki eftir ömmu Dísu öðruvísi en að vera með fallega handavinnu í höndunum, handleik- andi bakka og potta þar sem hún var með ýmsar ræktunartilraunir, vinn- andi við bústofn eða í garðinum sín- um. Minnisstæðir eru jólapakkar sem í voru vélprjónaðir sokkar og vett- lingar og einnig eru minnisstæðar litl- ar plöntur sem hún færði okkur að gjöf sem skraut í glugga eða sem vísi að stóru tré. Við og börnin okkar nutum þeirra forréttinda að búa saman fjórar kyn- slóðir í Nesi og lærðum við margt af þessu sambýli, ekki síst af ömmu Dísu. Hún kenndi okkur þau gildi sem hún stóð fyrir og hafa þau reynst okk- ur vel í gegnum lífið. Amma Dísa var sjálfstæð kona og vildi standa á eigin fótum eins lengi og hún gat. Hún bjó heima á meðan hún gat staðið með reisn og sá um sig sjálf með aðstoð fjölskyldunnar. Þeg- ar hún fann að kraftar hennar minnk- uðu ákvað hún að nú væri kominn tími til að sækja um á dvalarheimili fyrir aldraða í Borgarnesi þar sem hún bjó síðustu æviárin. Þrátt fyrir háan ald- ur féll henni ekki verk úr hendi. Minningin um hana lifir þar sem hún situr á rúmstokknum sínum í her- berginu sínu á dvalarheimilinu með Vigdís Bjarnadóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR ÍVARSSON ÁGÚSTSSON útgerðarmaður og skipstjóri, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík laugar- daginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 15.00. Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, John Hill, Lilja Júlía Guðmundsdóttir, Jón Ögmundur Þormóðsson, Andrés Ágúst Guðmundsson, Sædís Guðmundsdóttir, Þórður Kristinn Guðmundsson, María Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HANNESSON rafvirkjameistari frá Bíldudal, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 23. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, s. 552 5744. Björn Jónsson, Hallfríður Kristinsdóttir, Hlynur Þór Björnsson, Jenny Björk Þorsteinsdóttir, Kristín Birna Björnsdóttir, Ingi Björn Jónsson, Margrét Ásdís Björnsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐRÍÐUR EYGLÓ ÁRNADÓTTIR, Framnesvegi 20, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, miðvikudaginn 25. nóvember. Útför hennar fer fram frá Njarðvíkurkirkju miðviku- daginn 2. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Kt. 520680-0129, reikn. 1109-26-2299. Árni Jakob Óskarsson, Guðný Óskarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FANNEY JÓNSDÓTTIR frá Gunnlaugsstöðum, Stafholtstungum, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 13.00. Erlendur Guðmundsson, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson, Eybjörg D. Sigurpálsdóttir, Gísli Guðmundsson, Katrín Ásgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 21. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem studdu hana í veikindum hennar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka alúð og umönnun. Guðjón B. Jónsson, Rúnar Guðjónsson, Iryna Molochnikova, Hanna Kristín Guðjónsdóttir, Joost van Erven, Sævar Guðjónsson og barnabörn. ✝ Elskulegur tengdafaðir minn, afi okkar og langafi, GUÐMUNDUR RAGNAR ÁRNASON, Hrafnistu, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 23. nóvember. Dagný Björk Þorgeirsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Sigurður Halldór Sævarsson, Mjöll Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Anna María Þórðardóttir og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, sambýlismaður og stjúpfaðir, KARL KARLSSON, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hafrún Alda Karlsdóttir, Adam Levy Karlsson, Helga Grønseth, Knut Erik Berget, Einar Berget, Hilde Marie Berget.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.